Þróttur - 01.01.1922, Síða 11

Þróttur - 01.01.1922, Síða 11
Þ R Ó T T U R 7 Opin brjef. í þessum dálki birtast bréf sem blaðinu berast um þau málefni er þykja þess verð að rædd séu. Þeir scm senda blaðinu efni í dáik þenna verða að hafa mál sitt skamt og skorinort. Víti — til varnaðar. Herra ritstjóri! — Bins og kunnugt er hefir bæjarstjórn Reykjavíkur samþykt að leggja skatt á allar skemtanir, sem fara fram í bænum, og er þar meö talið íþrótta- sýningar. Eg bygg aö formælendur þessara ráðstafana hafi fengið liugmyndina frá Dönum. peir liafa lagt samskonar skatt á, sem reynst hefir afar óvinsæll og gefið litl- ar tekjur. Hér er verið aö skatta íþróttir, sem af flestum málefnum eiga erfiðast upp- dráttar á þessu landi. Ætti þessi ráðstöfun í höfuöborginni að veröa öörnm stöðum landsins til varnaðar. Sýnist, nær standa að leggja fé til styrktar málefninu en leggja á það skatta. Væntanlega kemur hvergi fram á landinu önnur eins skamm- sýni í þessu máli og í Reykjavík. A. H,j. Hvað þarf að gera? Herra ritstjóri! — Eg hefi oft hugsað um, og svo munu fleiri hafa gert, hvaö vér íslendingar þurfum fyrst og fremst aö gera til þess að koma íþróttamálum vor- um í gott horf, til þess að eignast góða íþróttamenn, til þess að fá alla þjóðina til að iðka íþróttir. Hvaö þarf að gera? Vér erum langt á eftir öðrum þjóðrim í þessum efnum. Vér getum í engum kappraunum komist til jafns við aðrar þjóðir, vér erum aðeins lélegir hálfdrœttingar. Vill ekki ein- hver leggja til ráð. Eg efast ekki um að Þróttur muni veita slíkum tillögum rúm hjá sér. ITvað þarf að gera? p. J. Bannfæring. Herra ritstjóri! — Mörgum virðist nú flokkadráttur og stéttarígur fara að sverfa mjög að almennri skynsemi og svifta menn réttsýni á hversdagsleg málefni, þegar hœgt er a‘S fá fjölmennan fund í höfiröstað landsins til þess að skora á Alþing aS banna öll skotfélög. Er furða aö nokkur maður skuli í fullri alvöru og óliikandi halda því fram, að skotfélög séu beinlínis sett til höfuðs alþýðu manna í landinu. pessir menn þykjast bera öryggi íslenskra manna fyrir brjósti er þeir heimta þessa íþrótt bannfærða. Hefir nokkurntíma heyrst getiS um slíka fjarstœSu? Menji þeir sem boða þenna nýja siS láta sér þaö jafnvel um munn fara, að þeir sem iðka þessa íþrótt, séu að æfa sig í manndrápum. Er slíkt grálega mælt og af lítilli góðgirni í gai'S íþróttamanna. Eða livaS sýnist y'Sur. J. K. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Njálsgötu 21, Reykjavík, framleiðir besta MALTEXTRAKTÖL, PILSNER, og HVfTÖL Óskar viðskifta kaup- manna og kaupfélaga út um land. S ty ðj ið innlendan iðn að Símnefni: Mjöður. Sími: 390.

x

Þróttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.