Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 6

Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 6
Sigurður Bjarnason, alþm., frá Vigur: Oryggismál i]pró ttamanna Iðkun íþrótta hefur mjög farið í vöxt síðustu árin hér á landi. Skilningur æskunnar á gildi allrar líkamsræktar hefur aukizt. Og aukin fjöl- breyttni hefur skapazt í íþróttalífinu. Jafnhliða því að áhugi unga fólksins sjálfs beindist þannig stöðugt meir að iþróttunum, tók þjóðfélagið einnig að láta sig þau nokkru skipta. Skólarnir tóku að líta á kennslu í íþróttum sem nauðsyn- legan og mikilsverðan þátt í uppeldishlutverki sínu. Skólamönnum og uppeldisfræðingum varð betur ljóst en áður kjarni latnesku setningar- innar, men sana in corpore sano — heilbrigð sál í hraustum líkama, þ. e. a. s. að frumskilyrði andlegs atgervis væri hraustur líkami. Þessa setningu höfðu hinir fornu Rómverjar mjög í heiðri. Þess vegna hófu þeir íþróttirnar til vegs og urðu hraustir og vígfimir. Því ber mjög að fagna, hve íþróttastarfsem- inni í okkar landi hefur fleygt fram hina síðustu áratugi. Væntanlega verður það landi og þjóð til mikillar giftu. — En enda þótt þjóðfélagið hafi á ýmsan hátt hlúð að þessari starfsemi, skortir þó margt á að markinu sé náð í þeim efnum. Verður hér í fáum orðum drepið á eitt atriði, sem varðar öryggismál íþróttamanna, en vanrækt hefur verið með öllu til þessa tíma. Ræðir hér um slysatryggingu íþróttamanna. Enda þótt sett hafi verið heildarlöggjöf um alþjóðatryggingar, eru engin ákvæði í þeim, er f jalla um slysatryggingu íþróttamanna. — Hin almennu ákvæði byggingalaganna um slysa- tryggingar ná ekki til íþróttamanna er fyrir slysum verða við iðkun íþróttar sinnar. íþrótta- menn þúa í þessum efnum við mikið öryggis- leysi. öryggisleysi, sem ekki er samboðið því þjóðfélagi, sem hvetur æsku sína á ýmsa lund til frjálsrar íþróttastarfsemi, auk þess sem í- þróttir eru skyldunámsgrein í skólum þess. Úr þessu verður að bæta. Iþróttamenn hér í Reykjavík hafa reynt að hefjast handa í þess- um efnum með stofnun svokallaðs slysasjóðs íþróttamanna í Reykjavík. Tilgangur þessa sjóðs er að styrkja sfnalitla íþrótta menn, sem slas- ast eða meiðast við íþróttaæf- ingar, á íþrótta- sýningum eða kappmótum, svo að þeir verða ófærir um lengri eða skemmri tíma. En tekjur þessa sjóðs eru rýrar og hann þess vanmegnug- ur að gegna hlutverki sínu. Nemur sjóðurinn nú ca. 9 þúsund krónum og hrekkur því skammt til stuðnings þeim íþróttamönnum, sem árlega bíða atvinnutjón vegna meiðsla eða slysa. — Reynslan hefur orðið sú, að þegar að slík slys hendir, hafa félagar innan viðkomandi íþrótta- félaga oft hafið samskot fyrir þann, er fyrir óhappinu varð. En þrátt fyrir drengilegan vilja til þess að verða bágstöddum félaga að liði, hlýtur árangur slíkra samskota að verða mis- jafn, því að ekki hafa allir af miklu að taka. Iþróttamenn utan Reykjavíkur eiga mér vit- anlega enga slysasjóði í likingu við þann, er hér var lýst. Iþróttamaður utan af landi, sem t. d. fótbrotnar á knattspyrnumóti í Reykja- vík, fær þess vegna engar bætur neins staðar frá. Atvinnutjón sitt og áverka verður hann að bera bótalaust með öllu. I samráði við forseta Iþróttasambands Islands, íþróttafulltrúa og ýmsa áhugamenn íþróttamála í Reykjavík var flutt á Alþingi því, er nú stend- yfir, tillaga til þingsályktunar um slysatrygg- ingar íþróttamanna. Var þar lagt til að skipuð yrði ólaunuð þriggja manna nefnd til þess að undirbúa setningu lagaákvæða um slysa- tryggingu íþróttamanna. Skyldu tveir nefndar- manna vera tilnefndir af I. S. I. og tryggingar- stofnun ríkisins. Nefndin skyldi hafa lokið störf- um fyrir 15. febrúar n. k. þingnefnd sú, sém fékk þessa tillögu til athugunar hefur nú lagt til að henni verði vísað til milliþinganefndar í ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.