Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 17

Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 17
ÞRÓTTUR Blað um íþróttir. íþróttafélag Reykjavíkur gefur út. RITNEFND: Haraldur Johannessen, Ólafur B. Guðmundsson. Þorsteinn Bernharðsson. Stjórn í. R. annast afgreiðslu blaðsins. í. R.-hús við Túngötu. Sími 4387. Pósthólf 35, Rvík. Skrifstofutími milli kl. 5 og 7 mánu- og fimtudaga. VERÐ 5 KR. Á ÁRI. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SIGURPÁLL JÓNSSON. Sími 3687. íþróttamál, en þess er jafnframt getið, að ungmennafélögin víðs vegar um landið hafi á þessu tímabili lagt ríflegan skerf til íþróttamála, venjulega eftir leið- sögu í. S. í. Stjórn U. M. F. f. hefir nú af þessu tilefni ásakað mig um að „fara með sögulegar staðreyndir á mjög óvandaðan hátt“ og að ekki sé „drengilegt að hefja þennan áróður með því að ganga fram hjá öllum sögulegum stað- reyndum og búa til söguna eins og bezt þykir henta. : ) Eg vil nú í fyrsta lagi upp- lýsa það, að hér er ekki verið að hefja neinn áróður. Þetta mál hefir verið margrætt á sam- bandsþingum í. S. í. og frá því sagt í þingfréttum þaðan. Um þetta mál hafa og fjallað samn- inganefndir frá U. M. F. I. og í. S. f. í öðru lagi vil ég benda á það, að af því sem ég segi um félagastofnanir eftir aldamótin og hér að ofan er getið, hlýtur hver sæmilega kunnugur maður að sjá — og er stjórn U.M.F.Í. ekki undanskilin, — að þau fé- lög, sem þar er átt við, eru ung- menna- og íþróttafélögin, sem stofnuð voru á fyrsta tug aldar- innar. *) Leturbreytingar mínar. — Þ. B. í þriðja lagi vil ég svo í sam- bandi við íþróttaforustu í. S. í. á fyrsta aldarfjórðungi þess, benda mönnum á að lesa þrjátíu ára minningarrit U. M. F. í., samið af Geir Jónassyni magist- er, en rit þetta kom út 1937 á þrítugsafmæli sambandsins. í frásögn höfundar af sambands- þingum U. M. F. í. kom meðal annars fram þessar sögulegu staðreyndir: Árið 1911 er á sambandsþingi U. M. F. í. rætt um að sámeina öll U. M. G. í samband, sem sér- staklega leggði stund á íþróttir og útbreiddi þær. Fulltrúum á þessu þingi stóð ótti af, að slíkt samband yrði keppinautur U. M. F. í. Á sambandsþingi U.M.F.Í. árið 1914 er þess farið á leit við í. S. í., að héraðssambönd U. M. F. í. fái inngöngu í í. S. í. Stjórn í. S. í. heimilaði þetta, og sambandsþing U. M. F. í. skor- aði fastlega á fjórðungana og héröðin innan sambandsins að nota sér kjör þau, sem í boði væru skv. yfirlýsingu stjórnar í. S. í. Árið 1927 skoraði sam- bandsþingið á stjórn U. M. F. í., að vera í svo náinni samvinnu við í. S. í. sem unnt sé, og árið 1936 var á sambandsþingi U. M. F. í. kosin milliþinganefnd til að gera tillögur um samband og samvinnu U. M. F. í. og í. S. t. Höfundur þessa minningarrits segir svo orðrétt um tímabilið 1917—1927 í ritgerð, sem hann kallar Ungmennafélögin og þjóð- félagsþróunin, bls. 432: „Forganga íþróttamálanna var ekki lengur í höndum U.M.F.Í., heldur hjá íþróttasambandi ís- lands, sem stofnað hafði verið 1912.“ Og ekki virðist höf telja hag sambandsins hafa batnað á tímabilinu 1927—1937, því í frá- sögnd af sambandsþingi U.M.F.t. árið 1936, segir, að þáverandi sambandsstjóri, Aðalsteinn Sig- mundsson, hafi „flutt erindi um ástand og framtíðarstarfsemi U.M.F.Í. Lýsti hann ástandinu eins og það væri nú og ástæð- um til þess, að hagur og starf- semi sambandsins hefði hrakað hin síðari ár.“ Það má segja, að eftir því sem Geir Jónasson getur íþróttamála á sambandsþingum U. M. F. í., hafi þau oftast eitthvað borið þar á góma á þessu tímabili, en mestur tími þingmanna farið til umræðu og álytana um hin fjöl- nörgu önnur menningarmál, sem ungmennafélögin hafa unnið að. Ég verð með tilvísun til þess, sem hér að framan er rakið, að vísa til föðurhúsanna sem alger- lega tilefnislausum þeim ásökun- um stjórnar U. M. F. í., að ég hafi farið óráðvandlega með sannleikann og beitt penna mín- um ódrengilega í grein þeirri, sem sambandsstjórnin gerir at- hugasemdir sínar við. II. Við, sem teljum það hina eðlilegu þróun íþróttamálanna í landinu, að einn og sami aðili fari í umboði ríkisins með allt það, sem við kemur frjálsri í- þróttastarfsemi landsmanna, getum með engu móti viður- kennt þau rök stjórnar U.M.F.Í., að íþróttahreyfingin þurfi endi- lega að vera klofin og íþrótta- forustan tvískipt um aldur og ævi, af því að: Lárus Rist hafi synt yfir Eyjafjörð fyrir 1912. U. M. F. Reykjavíkur hafi reist sundskála 1907, ungmennafélög- in hafi haldið landsmót 1914 og Skinfaxi hafi komið út í yfir 30 ár, svo getið sé rúmlega fjórð- ungs þeirra raka, sem sambands- stjórnin bendir á máli sínu til sönnunar. fþróttaforustan á að vera ein og í höndum íþróttasambandsins, sem ríkið og æskan í landinu á jafnframt að búa þannig að, að fullnægt geti þeim ströng- ustu kröfum, sem gerðar verða um meðferð frjálsrar íþrótta- starfsemi hjá fólki, sem vill láta telja sig í fremstu röð menning- arþjóða. Með íþróttalögunum og lögum íþróttasambands íslands er gert ÞRÓTTUR 11

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.