Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 18

Þróttur - 01.01.1944, Blaðsíða 18
ráð fyrir, að landinu verði skipt niður í íþróttahéruð eða héraða- sambönd, sem hvert kýs sér sína íþróttastjórn. Gert er ráð fyrir, að þessi héraðasambönd gangi í í. S. I. og verði þannig tengi- liðir milli íþróttasambandsins og íþrótta- og ungmennafélaganna, sem hvert héraðasamband skipa. Ég hefi áður bent á það hér í Þrótti, að í. S. í. ber vegna í- þróttaafskipta við erlendar þjóð- ir _ á friðartímum að vera í ýmsum alþjóða-íþróttasambönd- um. Það ákvæði er í lögum 1- þróttasambands íslands vegna þátttökuskilyrða í þessum er- lendu íþróttasamböndum, að enginn félagi innan í. S. í. má taka þátt í opinberum kappleik við þann, sem ekki er félagsmeð- limur innan íþróttasambands ís- lands. Af þessu leiðir m. a., að öll héraðasamböndin verða að vera innan vébanda í. S. í. Og fyrst svo er, þá sýnist engin fjarstæða að þau jafnframt hlýti forystu þess. Aðalsteinn heitinn Sigmunds- son taldi það tímabært árið 1942 að ræða mál það, sem ég nú í tveimur greinum hefi gert að umtalsefni. Hann hugsaði málið og lagði fram drög til lausnar þess. Núverandi stjórn U. M. F. í. bregzt aftur á móti við með' nokkru yf'rlæti og lítilli stdimgu ef á hið sama er minnzt. Stjórn Sambands ungmennafé- laga íslands verður að sætta sig við það, jafnvel þótt henni líki illa, að ef hún endilega telur nauðsynlegt að spyrna gegn eðlilegri þróun íþróttamálanna í iandinu, verði motspvrna hennar taíin hagsr.'.una • cg metnaðc.r- i'iál nokkuí-a manna, seia eklu ei hægt vegna hrgsmuna fjöld- ans að taka til greina, og þess vegna er nú þetta mál rætt og að því unnið, alveg án tillits til þess, þótt þeir, sem skipa stjórn U. M. F. í., telji „ekki drengi- ]v=>gt“ að minnast í íþróttamál- gagni á þá baráttu, sem staðxð hefir síðan 1940 um að fá í- þnltalöggjöfinni breytt til sam- ræmis við þær óskir, að í þessu þjóðfélagi verði aðeir.-. ein í- prótteiorustc.. 1». B. í LlFSHÁSKA Þessi kafli er tekinn upp úr bókinni „Die Spur von mei- nem Ski“ (Rowohlt-Verlag, Berlin 1935J, eftir hinn fræga svig- og brunsnilling, Austur- ríkisnuinninn Hellmut Lant- schner, og fjallar liann um þá hættu, sem skíðamönnum í Ölpunum getur stafað af snjó- flóðum. Ó. B. G. Eg er á niðurleið aftur. Klukkan er um 3 síðdegis og veðrið ennþá dásamlegt, en snjór- inn orðinn dálítið varhugaverður eftir hita dagsins. Eg kem nú að neðstu brekkunni — hér er snar- bratt — eg sé slóðina mína frá í morgun fyrir neðan mig, vinstra megin. Það virðist vera hættu- minna að beygja svolítið til hægri — þar sé eg engin hengjubrot eða slíkt, sem komið getur af stað snjóflóði. Eg fer þangað. En í því losa eg svolítinn snjóköggul, sem veltur af stað niður brekkuna, hnoðar utan á sig og stækkar — — en eg veiti honum enga frek- ari athygli og beygi nú til vinstri. Nú sé eg að litli snjóköggullinn, sem eg setti af stað, er orðinn geysistór, en eg get ekki séð að mér stafi nein hætta af honum. Hann heldur sína leið niður hlíð- ina og eg hugsa: Þá er hann úr sögunni! En hann var nú ekki alveg úr sögunni. Skyndilega er eins og öll f jalls- hlíðin fari af stað. Hið hálfs ann- ars meters þykka snjólag leggur af stað með mig niður hlíðina. Eg var aðeins á sundskýlu, hörund mitt var stirðnað og steikt af sól- skini síðustu daga og mig langaði því ekkert til þess að fleygja mér niður — þar sem smásteinar fóru nú líka að koma upp á yfirborð- ið, þegar snjórinn „velti sér“. — Áður en eg veit af er eg grip- inn af æðandi snjóflóðinu. Eg er ósjálfbjarga! Fótunum er kippt undan mér, skíðin eru föst eins og í skrúfstykki — hvað skal nú taka til bragðs... . ? Annað skíðið sviptist af fæti mínum. Æ, það er sárt! Eg berst áfram með straumnum — en nú stanzar allt! Eða? Eg er glatað- ur! — Nei, nú stanzar það aftur. Þetta gekk nú allt saman vel. Eg hefi snúizt alveg við og horfi nú upp í brekkuna. En — sjáðu þarna — hamingjan góða--------- þarna koma ægilegar holskeflur af rjúkandi mjöll æðandi í áttina til mín! Eg get ekkert aðhafst — eg er bókstaflega kviksettur í uppáhaldinu mínu — snjónum.— Eg horfist í augu við dauðann — svona átti það þá að enda. Hve oft hefi eg ekki verið varaður við en ögrað hættunum aftur og aft- ur! Eg þyrlast í hringi, frýs og brenn í einu. Það dimmir, snjór- inn kæfir mig — loft — loft! — Lungun fyllast af snjó — eg ör- vænti, en eg er þó enn með fullri meðvitund. — Nú stanzar allur straumurinn. Þrýstingurinn er ægilegur, en snjórinn hreyfist ekki lengur. — Þarna sé eg ljós- glætu aftur! Eg get rykkt til höfðinu og nú fyllast lungun af tæru fjallalofti. Litlu seinna er eg laus. Slopp- inn úr lífsházka. 12 ÞRÓTTUR

x

Þróttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.