Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 160
154
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
Gellners og Smiths, og kemur væntanlega vel heim við Anderson
líka; á frönskublandinni ensku er hún þessi:
Ethnie + nationalism = nation.
Með því að hafna þeirri kenningu að það væri í innsta eðli þjóða
(ethnies) að vilja vera frjálsar opnaðist leið til að véfengja margt
sem hafði verið tekið sem gefið um kosti þess fyrir þjóðir að vera
frjálsar. Módernisminn var líka oft knúinn áfram af sýnilegri en
óbeint orðaðri andúð á þjóðernishyggju; svo aðeins stakt dæmi sé
nefnt talar Ernest Gellner um að „nationalism ... raised its ugly
head ...“3 Módernisminn hefur því opnað farveg fyrir mikla end-
urskoðun þjóðarsagna og niðurrif þeirrar sögu sem var skrifuð út
frá kennisetningum þjóðernishyggjunnar.
Með sögu íslendinga að viðfangsefni hef ég tekið nokkurn þátt
í þessari umræðu, í fræðiritum um tímann allt frá víkingaöld til 19.
aldar og í námsbókum og yfirlitsbókum um Islandssögu.4
Módernisminn var mér opinberun þegar ég kynntist honum fyrst
því að hann skýrði bæði hvers vegna íslendingar höfðu fallist á
það átakalítið að gefa sjálfstæði sitt upp á bátinn á 13. öld og hvers
vegna þeir sýndu aldrei eftir það minnsta vilja til að vera sjálfstæð-
ir þangað til á 19. öld. En eftir því sem módernisminn hefur orðið
vinsælli í sagnfræði okkar íslendinga virðist mér að fræðimenn
hafi tekið að beita honum eins og algildri kennisetningu eða hug-
myndafræði sem skæri ótvírætt úr um skilning á einstökum heim-
3 Gellner, Nations and Nationalism (1983), 45.
4 Gunnar Karlsson, „Folk og nation pá Island“ (1987), 129-45, 205. - Gunnar
Karlsson og Debes, „Island - Fteroerne - Granland" (1987), 15-24. - Gunnar
Karlsson, „Upphaf þjóðar á íslandi“ (1988), 21-32. - Nokkurn veginn sama
grein á ensku: Gunnar Karlsson, „When did the Icelanders become Icelanders?"
(1994), 107-15. - Gunnar Karlsson, „The Emergence of Nationalism in Iceland"
(1995), 33-62. - Gunnar Karlsson, „íslensk þjóðernisvitund á óþjóðlegum öld-
um“ (1999), 141-78. - Af þessari grein er líka til stytt gerð á ensku: Gunnar
Karlsson, „Icelandic identity under foreign rule“ (2001), 61-70. - Áður hafði ég
fjallað um upphaf þjóðernishyggju íslendinga (Gunnar Karlsson, „Icelandic
Nationalism and the Inspiration of History“ (1980), 77-89), en það var áður en
kenningarrammi módernismans var settur og telst því ekki með hér. - Af yfir-
litsritum má einkum benda á Gunnar Karlsson, Iceland’s 1100 Years (2000), 2-3,
51, 62-65, 85-86, 91-92,157-58,186-92,200-23, 227,232,263-64,267-72,275,
280-84, 298-99, 319-23, 328-29, 361-65.