Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 164
158
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
miklu lengur, og ekki geta þjóðir verið til nema fólk hafi tilfinn-
ingu um að tilheyra þeim, nefnilega þjóðerniskennd. Höfuðpaur
módernismans, Ernest Gellner, neitaði því auðvitað ekki að
mannkynið hefði um ómunatíð skipst í þjóðir í þessum skilningi,
þó að hann kysi að sniðganga orð starfsbróður síns, Anthonys
Smith, kalli þær cultures og skrifi til dæmis:12 „A culture is a dis-
tinct way of doing things which characterizes a given community,
and which is not dictated by the genetic make-up of its mem-
bers.“ í einu síðasta innleggi sínu til þjóðernisumræðunnar, sam-
ræðu við Anthony Smith, svaraði Gellner spurningunni um hvort
nations hefðu nafla, með öðrum orðum, hvort þær væru bornar í
heiminn af því sem Smith kallaði ethnie. Hann sagði:13 „Some
nations have it and some don’t and in any case it’s inessential."
Þar átti Gellner við að það skipti ekki máli fyrir nations, eftir að
þær væru orðnar til, hvort þær hefðu nafla. Við sama tækifæri tók
Gellner hlutstætt dæmi (sem hann gerði átakanlega sjaldan) og
sýndi þar vel að hann var að tala um þjóðir í eþnísku merking-
unni:14
The ancient Greeks knew the difference between people who read
Homer and those who did not read Homer. They knew the difference
between people who were allowed to participate in the Olympic Games
and those who were not. They had a deep contempt for Barbarians who
fell into the negative class. In that sense obviously they were cultural
chauvinists.
Auk þess viðurkennir Gellner hiklaust að „a certain kind of
nationalism" hafi getað átt sér stað löngu fyrir nútíma, til dæmis í
Kína fyrr á öldum.15 Æðsti prestur módernismans í Evrópu verð-
ur því ekki kallaður til vitnis um að vottur af pólitískri þjóðernis-
hyggju hafi ómögulega átt sér stað í fornum og fornlegum samfé-
lögum.
12 Gellner, Plough, Sword and Book (1991), 14.
13 Gellner, „Do nations have navels?“ (1996), 367.
14 Gellner, „Do nations have navels?" (1996), 368-69.
15 Gellner, Nations and Nationalism (1983), 16.