Skírnir - 01.04.2004, Blaðsíða 230
224
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
ekki eðlilegt að hafa hann þingkjörinn. Það væri mikið vald, sem forseti
fengi með því, að auk þess sem hann hefur áhrif á framkvæmdarvaldið,
gæti hann skotið til þjóðarinnar málum til synjunar, sem Alþ. væri búið
að samþ. Það væri því eðlilegt, að forseti væri kosinn af þjóðinni, þegar
hann hefði þetta mikið vald. Ef hann væri þingkjörinn, virtist okkur eðli-
legast, að hann hefði ekkert vald til að skjóta málum til þjóðarinnar. Það
er í sjálfu sér mótsögn í því, að forseti sé kosinn af þinginu og að hann hafi
einnig vald til þess að skjóta 1., sem þingið samþ. til þjóðarinnar. Og sá
forseti, sem slíkt vald hefði, álitum við, að ætti að vera kosinn af þjóðinni.
Ég held þess vegna, að það sé alveg gengið út frá röngum forsendum, þeg-
ar hv. þm. tala um, að vegna þess að forseti sé þjóðkjörinn, þurfi hann að
hafa meira vald.32
Ólafur Thors, þingm. Sjálfstæðisflokksins og formaður hans, sagði:
Svo má deila um, hvort valdið, sem forseta er ætlað, sé ekki samt sem áður
ólíkt meira en konungsins var, því að það er rétt, sem hv. 3. þm. Reykv.
sagði, að um marga áratugi hefur konungur aldrei beitt synjunarvaldi sínu
né heldur hinn íslenzki handhafi konungsvalds síðustu ára. En í aðstöðu
hans, sem byggir á „tradition“ konungsvaldsins, og aðstöðu þjóðkjörins
forseta er svo mikill munur, að orð hv. 3. þm. Reykv. um óbreytta „tra-
dition“ geta ekki átt við.33
X.3 Áhrif þjóðkjörs d stjórnskipunarstöðu forseta
Niðurstöður af framangreindum ummælum þingmanna um áhrif
þjóðkjörs á stjórnskipunarstöðu forseta, þar á meðal málskotsrétt
hans, má draga saman sem hér segir:
að þjóðkjörinn forseti sé ekki á neinn hátt háður Alþingi (Stefán Jóh.
Stefánsson);
að þjóðkjör í stað þingkjörs sé höfuðbreyting (Einar Arnórsson);
að þjóðkjör eigi ekki við jafn valdalítinn forseta; ef halda eigi fast við það
verði að auka vald hans (Jakob Möller);
að þjóðkjör styrki synjunarvald forseta (Brynjólfur Bjarnason, Einar Ol-
geirsson, Ólafur Thors);
32 Sama rit, d. 128.
33 Sama rit, d. 134.