Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 31
BREIÐFIRÐINGUR
21
Svíðingur: Þetta er landspilda fyrir austan Laxá ytri, niður
frá Grímsskarði. Land þetta er gróðursnautt, nema með lækjum
fram. Grænahlíð er norðan í Grímsfjalli. Landamerki Helgafells,
Grísahvols og Bakka eru enn óbreytt, að öðru en því, að beitar-
ítök Bakkamanna í selland Helgafells eru niður fallin. Aftur á
móti mun Grímsá nú ráða löndum til Laxár. Hefur Bakki fengið
þar sneið frá sellandinu.
Steinn hinn míkli: Hann er þekktur. Merkin haldast enn
óbreytt.
Merki milli Helgafells og llofsslaða: Þau éru þekkt, og hald-
ast óbreytt. Prestfall er keldudrag á gamla reiðveginum norðan
við Vatnsás. Skörðuhólar eru hæðir vestur af Tíðaási. Einnig
haldast merkin milli Helgafells og Ogurs óbreytt.
Hagagarður: Hann liggur norðan af Hömruin og suður í Mjóa-
fjörð, skammt frá botni hans og ræður enn merkjum milli Ogurs
og Grunnasundsness. Skerinu í fjarðarósnum er nú þannig skipt,
að bændur Grunnasundsness og Þingvalla, hafa það sitt árið hvor.
Guðbrandur Sigurðsson, Svelgsá.
III. Þorkelsboði
Á Hvammsfirði er sker eitt, sem Þorkelsboði heitir. Það er
skammt vestur af Hrappsey, sem er ein af Bakkaeyjum. Þær liggja
undir Keisbakka á Skógarströnd. Sker þetta á að hafa tekið nafn
af drukknun Þorkels Eyjólfssonar, goða að Helgafelli.
Þorkell Eyjólfsson sigldi, eins og kunnugt er af Laxdælu, frá
Ljárskógum, með hlaðið.skip af viði, og ætlaði út til Helgafells.
Laxdæla segir svo frá:
„Þeir Þorkell sigla, þar til er þeir koma að Bjarnarey; sá menn
ferðina af hvorutveggja landinu; en er þeir voru þar komnir, þá
laust kviðu í seglið og hvelfdi skipinu . . .
. .. Viðuna rak víða um eyjar; hornstafina rak í þá ey, er Staf-
ey heitir síðan. Sköfnungur var festur við innviðuna í ferjunni;
hann hittist við Sköfnungsey."