Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 91

Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 91
Hermann Jónsson: Ferðnþntfur Leiðin fram undir Jökli Það var laugardaginn 31. júlí verzlunarmannahelgina 1948, að ég og nokkrir samstarfsmenn mínir úr Breiðfirðingafélaginu fórum vestur á Snæfellsnes. Farið var í 11 manna bifreið og lagt af stað frá Breiðfirðinga- búð kl. 2 e. h. Að Arnarstapa komum við kl. 10 um kvöldið. Var ákveðið að hafa þar náttstað. Reistum við þar tjöld og rétt- um vel úr okkur eftir ferðina. Tóku menn nú að gerast innan- tómir, og var það ráð tekið, að leita til frú Kristínar Jónsdóttur stöðvarstjóra. Það var heldur ekki að fara í geitahús að leita sér ullar. Neyttum við þar hjá henni hinnar beztu máltíðar. Eftir að við höfðum fengið góða hressingu, var umhverfið skoðað: bátalegan, uppsátrið, bjargið, Stapaflagan og ýmsar aðr- ir staðir, eftir því sem tími vannst til. Kl. 9 að morgni var lagt af stað og ekið upp undir Stapafell og þar farið yfir Hellnahraun, og komum við að Hellnum kl. 10 Okum við niður á ,,Plássið“, en höfðum þar skamma viðdvöl. Var svo ekið upp með Laugarholtum og fram fyrir Laugar- höfuð og skáhalt niður Hellnaland, að Dagverðará. A Dagverðará fengum við leiðsögumann, gamlan öldung, er kominn var um áttrætt. Þrátt fyrir þennan háa aldur, var hann kátur og mjög skemmtilegur í viðmæli. Ekki gat ég séð neinn undrunarsvip á þessu gamla. veðurbitna andliti, þótt við kæm- um honum alveg að óvörum á þessu stóra bílferlíki, því svona stór bíll mun aldrei áður hafa gist Dagverðará. Nú var lagt af stað og ekið niður á bjargsbrún, því að á þess- um slóðum er víðast hvar þverhnípt hamrabjarg niður í sjó. Var svo ekið með fram hamrabrúninni, svo framarlega, sem frek- ast var unnt. Vegurinn var þarna mjög ógreiðfær, þar til við vorum komnir út á Svalþúfu. Þar voru sléttir melar. Var svo sniðskorið niður Svalþúfu og ekið niður með Lóndröngum. Þar 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.