Breiðfirðingur - 01.04.1951, Page 91
Hermann Jónsson:
Ferðnþntfur
Leiðin fram undir Jökli
Það var laugardaginn 31. júlí verzlunarmannahelgina 1948,
að ég og nokkrir samstarfsmenn mínir úr Breiðfirðingafélaginu
fórum vestur á Snæfellsnes.
Farið var í 11 manna bifreið og lagt af stað frá Breiðfirðinga-
búð kl. 2 e. h. Að Arnarstapa komum við kl. 10 um kvöldið.
Var ákveðið að hafa þar náttstað. Reistum við þar tjöld og rétt-
um vel úr okkur eftir ferðina. Tóku menn nú að gerast innan-
tómir, og var það ráð tekið, að leita til frú Kristínar Jónsdóttur
stöðvarstjóra. Það var heldur ekki að fara í geitahús að leita sér
ullar. Neyttum við þar hjá henni hinnar beztu máltíðar.
Eftir að við höfðum fengið góða hressingu, var umhverfið
skoðað: bátalegan, uppsátrið, bjargið, Stapaflagan og ýmsar aðr-
ir staðir, eftir því sem tími vannst til.
Kl. 9 að morgni var lagt af stað og ekið upp undir Stapafell
og þar farið yfir Hellnahraun, og komum við að Hellnum kl. 10
Okum við niður á ,,Plássið“, en höfðum þar skamma viðdvöl.
Var svo ekið upp með Laugarholtum og fram fyrir Laugar-
höfuð og skáhalt niður Hellnaland, að Dagverðará.
A Dagverðará fengum við leiðsögumann, gamlan öldung, er
kominn var um áttrætt. Þrátt fyrir þennan háa aldur, var hann
kátur og mjög skemmtilegur í viðmæli. Ekki gat ég séð neinn
undrunarsvip á þessu gamla. veðurbitna andliti, þótt við kæm-
um honum alveg að óvörum á þessu stóra bílferlíki, því svona
stór bíll mun aldrei áður hafa gist Dagverðará.
Nú var lagt af stað og ekið niður á bjargsbrún, því að á þess-
um slóðum er víðast hvar þverhnípt hamrabjarg niður í sjó. Var
svo ekið með fram hamrabrúninni, svo framarlega, sem frek-
ast var unnt. Vegurinn var þarna mjög ógreiðfær, þar til við
vorum komnir út á Svalþúfu. Þar voru sléttir melar. Var svo
sniðskorið niður Svalþúfu og ekið niður með Lóndröngum. Þar
6