Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 41

Breiðfirðingur - 01.04.1951, Blaðsíða 41
BREIÐFIRÐINGUR 31 kápu með áfastri hettu úr sama efni. Ég þóttist strax sjá, að ekki væri nokkurt hár á höfði hans. Hann var alveg skegglaus, gulur í andliti og mjög ellilegur. Samstundis og ég leit á hann datt mér í hug vofa. Hann sat þegjandi nokkra stund, en mælti síðan: ,,Þú ætlar austur að Berg- þórshvoli". Þessi fullyrðing hans snerti mig óþægilega, því eng- inn vissi um ákvörðun mína, nema bílstjórinn. Ég leit snöggvast á þennan undarlega mann. Augun voru smá, hvöss og svo innar- lega í höfðinu, að mér virtist þau ekki eiga þarna heima. Ég svar- aði, að þangað væri ferðinni heitið. Gamli maðurinn glotti lítið eitt. Ég spurði hann nú að heiti, en hann kvaðst heita Svipdagur. Svipdagur, það fannst mér eiga sérlega vel við þennan mann. Ég fór nú að brjóta heilann um, hve gamall hann væri, en ekki gat ég borið útlit hans saman við útlit nokkurs manns, sem ég þekkti. Aldrei varð ég þess var, að hann horfði beint á mig, heldur virtist hann alltaf horfa á eitthvað fjarlægt. Svipdagur leit út um bílgluggann og mælti: „í dag verð ég leystur frá langvarandi flækingi. Ég er nú níu hundruð ára gam- all, og hverf héðan, af jörðinni í dag að fullu og öllu. Eftir núver- andi tímatali er í dag 5. júlí 1945, en ég er fæddur 5. júlí 1045, að Hofi á Rangárvöllum, jarðsunginn 10. júlí 1115, að Odda á Rang- árvöllum, af séra Sæmundi Sigfússyni, hinum fróða og var ég þá liðlega sjötugur.“ Mér flaug nú í liug, að maður þessi hlyti að vera geggjaður. Svipdagur hélt áfram: „Það er von að þér finnist það ósennilegt, sem ég segi, en þér finnst líka óskiljanlegt að ég skuli vita hvert þú ætlar.“ Ég játaði þessu. Ilann sagði þetta með breyttum raddblæ og fannst mér hann nú miklu viðkunnanlegri en áður. Síðan bætti hann við: „Ég var viðstaddur, þegar þú samdir um ferðina, við bílstjórann, þótt þú sæir mig ekki. Það má ekki minna vera en ég skýri þér dálítið frá högum mín- um, því ekki get ég greitt þér peninga fyrir bílsætið. Eins og ég sagði þér, þá var ég jarðsunginn 10. júlí 1115, af séra Sæmundi fróða, sem þú hefur, sjálfsagt, oft heyrt nefndan. En eins og þú sérð, þá er ég hér ennþá á sveimi. Það er að segja sálin. Líkam- inn er nú fremur óvenjulegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.