Breiðfirðingur - 01.09.1998, Blaðsíða 73
Höfundatal
Aðalheiður Tómasdóttir (1912- ) frá Brimilsvöllum í Fróðár-
hreppi, húsmóðir í Kópavogi.
Aðalsteinn Baldvinsson (1897-1981) bóndi, símstöðvarstjóri og
kaupmaður í Brautarholti, Haukadalshreppi í Dalasýslu.
Agnes Guðfinnsdóttir (1897-1987) frá Kjarlaksstöðum á Fellsströnd,
Dalasýslu, lengst húsfreyja á Ytra-Skörðugili í Seyluhreppi, Skaga-
firði.
Andrés Björnsson (1917- ) útvarpsmaður og seinast útvarpsstjóri.
Andrés Gíslason (1888-1976) bóndi á Hamri í Múlasveit í Austur-
Barðastrandarsýslu.
Andrés Straumland (1895-1945) frá Skáleyjum, skjalaþýðandi, einn
af frumkvöðlum SÍBS.
Ari ívarsson (1931- ) frá Melanesi á Rauðasandi, síðar á Patreks-
fírði.
Ari Jochumsson (1839-1921) frá Skógum í Þorskafirði, skáld og kenn-
ari seinast í Suður-Þingeyjarsýslu.
Arnór A. Guðlaugsson (1912- ) frá Tindum í Geiradal, síðar verka-
maður búsettur í Kópavogi.
Auðólfur Gunnarsson (1937- ) skurðlæknir.
Auðunn Bragi Sveinsson (1923- ) frá Refsstöðum í Austur-Húna-
vatnssýslu, kennari og skólastjóri víða um land, síðast í Reykjavík.
Ágúst Ól. Georgsson (1951- ) frá Stykkishólmi, þjóðháttafræðing-
ur og umsjónarmaður Sjóminjasafns íslands í Hafnarfirði.
Ágústa Guðjónsdóttir, sjá Magnheiður Ágústa Guðjónsdóttir
Ágúst L. Pétursson (1888-1984) bóndi í Klettakoti á Skógarströnd,
síðar verkamaður í Keflavík.
Ágústa L. Einarsdóttir (1879-1941) fráTindum í Geiradal, kennari og
síðar húsfreyja á Hólmavík.
Árelíus Níelsson (1910-1992) frá Flatey, síðast prestur Langholts-
safnaðar í Reykjavík.