Breiðfirðingur - 01.09.1998, Blaðsíða 11
Inngangur
Skrár yfir tímaritið Breiðfirðing 1942-1997 eru þrjár: aðalskrá, at-
riðisorðaskrá og höfundatal. Aðalskráin er þeirra stærst en í henni eru
í stafrófsröð færslur fyrir allar greinar sem birtust í Breiðfirðingi frá
1. árgangi 1942 til og með 55. árgangi 1997.
í aðalskrá er raðað eftir höfundi verks, ef hann er ekki þekktur er
raðað á titil. Alnafnar eru aðgreindir með ártölum, fæðingarári og
dánarári, þegar það á við í sviga. Færslurnar eru tölusettar frá 1-803
og innihalda eftirfarandi upplýsingar: fyrst kemur höfundur, svo titill
eða heiti verks. Ef verkið hefur undirtitil kemur hann á eftir titli með
tvípunkti á milli. Loks eru upplýsingar um hvar verkið birtist; árgang-
ur, ár og síðutal.
númer höfundur titill undirtitill
795. Þórbergur Olafsson: Grímkelsstaðir : fundið býli frá landnáms-
öld? 32-33 (1973-1974), s. 86-91.
árgangur ár síður
Þegar upplýsingar um höfund eru fengnar annars staðar frá en úr rit-
inu sjálfu eru þær settar innan hornklofa. Ef höfundur skrifar undir
dulnefni eða gælunafni er verkið skráð á fullt nafn hans sé það þekkt.
Vísað er frá hinu nafninu. Ef titill lýsir verki ekki nógu vel er nánari
skýring sett í homklofa fyrir aftan:
lýsing
712. Sveinn Gunnlaugsson: Úti í veri [ljóð]. 2 (1943), s. 47.
Þegar höfundar eru tveir eða fleiri er einn þeirra valinn aðalhöfundur.
Færslan er skráð á hans nafni en vísað er frá nöfnum annarra höfunda á
viðkomandi stað í stafrófsröðinni.
höfundur Ijóðs er skráður fyrir fœrslu
424. Jón frá Ljárskógum: Breiðfirðingaljóð. 6-7 (1947-1948), s.
12-13.
vísað erfrá höfundi lags á aðalfœrslu eða á höfund Ijóðs/texta
Jónas Tómasson: Breiðfirðingaljóð [nótur]. Sjá: Jón frá Ljár-
skógum: Breiðfirðingaljóð.