Fréttablaðið - 06.11.2018, Síða 2
Veður
Gengur í austanstorm með úrkomu.
Slydda eða hríðarveður víða til fjalla
seinnipartinn. Hvassast syðst og NV-
til og talsverðar vindhviður við fjöll.
Hiti 1 til 6 stig, en sums staðar vægt
frost N-lands. sjá síðu 16
LED TUNNULJÓS
IK08 4000KIP65
Rafvirkjar
533 1900 | olafsson.is Jóhann Ólafsson & Co
DALI
Fyrsti snjórinn á suðvesturhorninu
Íbúar á suðvesturhorni landsins sáu hvíta jörð þegar ný vika gekk í garð í gær. Áður höfðu byggðir norðar á landinu, venju samkvæmt, tekið for-
skot á sæluna. Snjórinn var seinna á ferðinni í ár en oft áður og íbúar landsins mishressir með komu þessa árlega gests. Ekki var þó annað að sjá en
að þessir ferðalangar, sem urðu á vegi ljósmyndara Fréttablaðsins, hafi verið himinlifandi með þetta form ofankomunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
skaftafell Skólpkerfið í Skafta-
felli er svo vanbúið ferðamanna-
straumnum að tæma þarf rotþrær
á svæðinu með tveggja til þriggja
vikna millibili.
Hreinsun skólps frá aðalstöðvum
þjóðgarðsins og snyrtihúsum þar við
er stórlega ábótavant. Skólppollar
hafa myndast á svæðinu og lykt er
af þeim.
Hreinsun skólps frá húsum sem
kallast Kot og Örninn er ábótavant
og allmikil lykt er við enda lagna.
Þetta kemur fram í eftirlitsskýrslu
Heilbrigðisstofnunar Austurlands
en farið var í eftirlit á svæðinu þann
10. september. Krafa er um að lögð
verði fram tímasett áætlun um
framtíðarlausn allra fráveitumála
í þjóðgarðinum fyrir 1. apríl næst-
komandi, en jafnframt að tafarlaust
verði gripið til aðgerða sem tryggja
að skólp standi ekki í pollum innan
þjóðgarðsins.
Svæðisráð Vatnajökulsþjóð-
garðs leggur mikla áherslu á að nú
þegar verði hægt að hefjast handa
við úrbætur í samræmi við þessar
athugasemdir. „Fráveitumál á svæð-
inu eru ekki í takt við þann fjölda
ferðamanna sem heimsækir Skafta-
fell í dag. Stór hluti sértekna Vatna-
jökulsþjóðgarðs verður til í Skafta-
felli, til þess að svo megi vera áfram,
þarf að ráðast í stórfelldar fram-
kvæmdir sem munu kosta hundruð
milljóna,“ segir í fundargerð Vatna-
jökulsþjóðgarðs vegna málsins.
Björn Ingi Jónsson, formaður
svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs
á suðursvæði, segir fjölgun ferða-
manna valda þessu. Innviðirnir hafi
ekki undan. „Miðað við það að við
séum að nálgast milljón ferðamenn
þurfum við að gera hér bragarbót.
Við vitum ekki nákvæmlega hvað
það kostar en þetta er mikilvægt.
Þegar við erum komin með þetta
marga gesti á ári þá er þetta á við
gott þorp á hverjum degi og því
þurfum við að bæta þessa hluti,“
segir Björn.
Talað er um að æskilegt sé að dæla
upp úr rotþróm annað hvert ár og
hefur þá niðurbrot orðið. Nú, þegar
dæla þarf mjög ört upp úr rotþróm
á svæðinu hefur ekkert niðurbrot
orðið og því er verið að flytja í burtu
hráskólp til meðhöndlunar með
tilheyrandi kostnaði. Ljóst er að
úrbætur á svæðinu kosti vel á annað
hundrað milljónir.
sveinn@frettabladid.is
Megn ólykt frá skólpi
sem stendur í pollum
Fjöldi ferðamanna í Skaftafelli hefur aukist svo gríðarlega að fráveitukerfið á
staðnum er löngu sprungið. Skólppollar hafa myndast á svæðinu og megn ólykt
er af þeim. Tafarlausra úrbóta krafist sem munu kosta hundruð milljóna.
Skólppollar hafa myndast á svæðinu
FRÉTTABLAÐIÐ/HEILBRIgÐISEFTIRLITIÐ
Aukinn fjöldi ferðamanna ástæða ástandsins í Skaftafelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELm
slys Vonast er til þess að búið verði
að dæla stærstum hluta eldsneytis-
ins úr flutningaskipinu Fjord vik á
land í fyrramálið, segir hafnarstjóri
hjá Reykjaneshöfn, Halldór Karl
Hermannsson.
Flutningaskipið Fjordvik er enn
strandað við hafnargarðinn í Helgu-
vík. 104 tonn af olíu voru um borð
í skipinu en dæling hefur farið fram
síðan í fyrradag.
Í dag verður komið fyrir búnaði
til þess að dæla sjó úr skipinu sem
komist hefur þangað inn. Halldór
segir illmögulegt að dæla allri olí-
unni út því erfitt hafi reynst að kom-
ast að ákveðnum stöðum. Kafarar
tóku skipið út utan frá í gærmorgun.
Halldór segir ljóst að skemmd-
irnar á skipinu séu töluverðar. „Það
er misjafnt en það sem liggur alveg í
grjótinu er að hluta til mjög skemmt
en þó kannski ekki óyfirstíganlegt,“
segir hann. Í dag muni það skýrast
betur hvernig hægt sé að bera sig
að til þess að koma skipinu út. Það
verði gert með því að fjarlægja sjó og
olíu úr skipinu. Því næst verði reynt
að loka fyrir þau göt sem hægt er að
loka fyrir og skipinu svo fleytt til
hafnar þar sem endanleg viðgerð
fer fram.
Næsti stöðufundur fer fram í
hádeginu í dag. – dfb
Mest af
olíunni á
land í dag
Flutningaskipið Fjordvik á strand-
stað í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
feRðaÞjÓNusta Fjöldi bílaleiga sem
eru í rekstri hér á landi hefur ríflega
tvöfaldast frá hruni. Skuldir þeirra
nema nú tæpum 49 milljörðum
króna en heildareignir eru metnar
á rúmar 53,6 milljarða. Þar af eru
skammtímaskuldir um 36 prósent.
Þetta er meðal þess sem má lesa
úr svari ferðamála-, iðnaðar- og
nýsköpunarráðherra við fyrirspurn
Píratans Smára McCarthy. Þar kemur
fram að árið 2006 hafi verið sjötíu
bílaleigur hér á landi en þær séu nú
hundrað fleiri.
Í sama svari kemur fram að árið
2006 hafi skráðir gististaðir hér á
landi verið 409 en voru í fyrra rúm-
lega tvöfalt fleiri. Skuldir þeirra nemi
nú tæpum 86 milljörðum og hafa
þær fjórfaldast frá 2006. Heildareign-
ir hafa á sama tíma nær sexfaldast og
eru nú rúmir 125 milljarðar. – jóe
Fjöldi bílaleiga
og gististaða
tvöfaldast
6 . N Ó v e m b e R 2 0 1 8 Þ R I ð j u D a G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a ð I ð
0
6
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
4
A
-2
8
A
4
2
1
4
A
-2
7
6
8
2
1
4
A
-2
6
2
C
2
1
4
A
-2
4
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K