Fréttablaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 36
2,7 milljónir hefur farþegum Strætó fjölgað um síðan 2012. 54 ferðir fer hver borgarbúi að jafnaði nú miðað við 37 ferðir árið 2009. 4% var hlutdeild, samkvæmt könn- unum Capacent, almenningssam- gangna í öllum ferðum á höfuð- borgarsvæðinu. Hún var einnig 4% árið 2011 og 4,1% árið 2014. 22% var aukning fjölda farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæð- inu frá 2011 til 2017 en bílaumferð á hvern íbúa um 21%. 14.899 voru fastanotendur strætó árið 2017, sem er þreföldun frá 2011 þegar þeir voru 5.043. 40,4% aukning á bílaumferð sýna talningar í gegnum Fossvog og yfir Elliðaár frá 2011-2017. 7-8% benda kannanir Land- ráðs til að hlutdeild þeirra sem ferðast að jafnaði með almenn- ingssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist. Strætóstaðreyndir Farþegum Strætó hefur fjölgað stöðugt síðustu ár. Þó er reksturinn þungur og lýstu fulltrúar Sjálfstæðisflokks áhyggjum af rekstrinum á borgarráðsfundi í síðustu viku. Mannvit tók saman skýrslu fyrir Strætó og Fréttablaðið tók saman nokkrar misskemmtilegar tölur. 16% erlendra ferðamanna nýta sér strætó. 23% hefur ferðatími einkabíla síðdegis lengst í Reykjavík frá 2012. 70-100% munar að meðaltali á ferðatíma strætó og einkabíls síðdegis vorið 2018. 34,7% var hlutdeild fargjalda í rekstrar- kostnaði árið 2017 og er sam- bærileg og í dönskum borgum af svipaðri stærð. 19,6% aukning var á losun gróðurhúsa- lofttegunda á bíl í umferðinni frá 2011-2017. Losun gróðurhúsa- lofttegunda á hvern ekinn km vagnaflota Strætó dróst saman um sömu prósentu. 45% vildu hafa fargjaldið lægra sam- kvæmt mastersverkefni um áhrifaþætti á notkun strætó. 200 milljónir hafa verið og verða eyrnamerktar framkvæmdum á borð við gerð forgangsreina á hverju ári. 75% starfsmanna nýta bílinn ef bíla- stæðið er frítt en einungis 50% ef það er bílastæðagjald. 208% jókst notkun á strætó í frönsku borginni Châteauroux í Frakklandi þegar fargjöld voru afnumin í tíu ár. Reynslan var þó ekki einungis jákvæð því skemmdarverk og slæm hegðun farþega höfðu áhrif á bílstjóra. 480 þúsund voru farþegar Strætó á Akureyri en þar er farið ókeypis. Þeir voru 150 þúsund árið 2006. 13 km/klst. hækkun meðalhraða, úr 15 km/klst. í 28 km/klst., myndi lækka rekstrarkostnað um 30- 40%. 95 milljónir króna eiga að fara í hag- ræðingu í leiðakerfi á árinu 2019. 61% af fargjöldum eru greidd með kortum og áskrift – fastir við- skiptavinir. Púlsakerfi Leiðarkerfi Strætó hefur verið skipulagt samkvæmt hinu svo- kallaða púlsakerfi síðastliðin ár. Kerfið gengur út á að samstilla tímatöflur leiða og auðvelda þannig skiptingar milli þeirra. Einn helsti kostur kerfisins er þessi samtenging sem kemur að miklu leyti í veg fyrir langa bið farþega á skiptistöðvum. Ókosturinn er hins vegar sá að kerfið verður dýrara vegna lengri legu vagna á stoppistöðvum. Of mikil nálægð Í skoðanakönnun Gallup frá 2018 um hvers vegna fólk noti ekki strætó k om í ljós að strætókerfið eins og það er í dag leggi of mikl a áherslu á nálægð við note ndur á kostnað styttri fe rða- tíma. Heimild Skýrsla og aðgerðaáætlun sem Mannvit vann í samstarfi við starfsmenn Strætó um það hvernig helst má efla almenn- ingssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r20 l í f I Ð ∙ f r É T T A b l A Ð I Ð Lífið 0 6 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 4 A -4 B 3 4 2 1 4 A -4 9 F 8 2 1 4 A -4 8 B C 2 1 4 A -4 7 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.