Fréttablaðið - 06.11.2018, Blaðsíða 24
Afgerandi ytri hönnunin er ekki beint að fela það að hér fer grimmur sportbíll.
Reynsluakstur
Finnur
Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
Kostir og gAllAr
HondA CiviC
type-r
l 2,0 lítRa bensínvél
l 320 hestöfl
l fRamhjóladRif
eyðsla frá: 7,7 l/100 km í bl. akstri
mengun: 176 g/km CO2
hröðun: 5,8 í 100 km hraða
hámarkshraði: 272 km/klst.
verð frá: 7.250.000 kr.
Umboð: Bernhard
l Afl
l Aksturseiginleikar
l Útlit
l verð
l stífur á fjöðrum
bíll sem fer Nürburgring-braut-ina á 7 mínútum og 43,8 sek-úndum er allrar athygli verður
og ekki síst þegar um er að ræða bíl
sem kostar ekki nema 7.250.000 kr.
Það á við Honda Civic Type-R og sá
bíll var reyndur í síðasta mánuði og
þess notið til hins ýtrasta, enda fer
hér einn magnaðasti „hot-hatch“-
bíll sem fá má. Það eru heldur ekki
svo margir slíkir bílar sem bjóðast
hér á landi og helsti samkeppnis-
bíll hans, Subaru WRX, er til dæmis
ekki í verðlista umboðsfyrirtækis
Subaru, þ.e. BL. Því er einkar gaman
að sjá að Bernhard skuli bjóða
þennan bíl hérlendis og það sem
lagervöru.
Útlit Honda Civic Type-R er afar
afgerandi og það leynir sér ekki
að þarna fer bíll sem krefst þess
að á honum sé tekið. En ekki láta
grimmt útlitið blekkja þig, þar er
allt smíðað með ástæðu. Hann á að
límast við malbikið og stór vind-
skeiðin að aftan tryggir það meðal
annars og allt annað sem gerir
þennan bíl svona grimman útlits og
kraftalegan er til að tryggja kælingu
vélar eða hemla bílsins. Allt fyrir
grimman akstur og ekkert falið til
að gera það með stæl. Sumum gæti
fundist útlitið of afgerandi en þeim
hinum sömu skal bent á annan
„hot-hatch“-bíl, þ.e. Volkswagen
Golf R, en þar fer úlfur í sauðargæru
sem lætur lítið yfir sér útlitslega, en
hann er líka dýrari.
320 hestafla villidýr
En það sem ef til vill umfram allt
gerir Honda Civic Type-R svo hrað-
skreiðan er 320 hestafla vélin sem
undir húddinu lúrir. Þar fer vél sem
ljónið á veginum
Honda Civic Type-R er undravert ökutæki sem bæði á
besta tíma framhjóladrifinna bíla á Nürburgring-brautinni
og er svo ljúfur fjölskyldubíll fyrir 5 farþega og með ágætt
skottrými. Sannkallaður draumur bílaáhugamannsins.
er ekki með nema 2,0 lítra sprengi-
rými með eina forþjöppu. Þessi
vél er afar háþrýst og krefst þess að
ökumaður snúi henni á ógnarhraða
til þess að þessa bíls verði notið eins
og verkfræðingar Honda ætluðu.
Það hefur reyndar alltaf átt við vélar
Honda, það á hreinlega að taka allt
út úr þeim með því að þenja þær í
gírunum og allt gríðaraflið er ekki
tekið út nema með því að nálgast
rauðu línuna að 7.000 snúninga
markinu. Þannig á að aka þessum
bíl og það var gert með mikilli gleði.
Það má reyndar undrum sæta
að allt þetta afl sem í Honda Civic
Type-R er sé sent aðeins til fram-
hjólanna og fyrir vikið þarf dálítið
að passa upp á það að bíllinn spóli
ekki fullmikið. Fyrir því fannst þó
ekki svo mikið þó hægt sé að gera
það í nokkrum lægri gírum bílsins.
Talandi um gíra þá er Honda
Civic Type-R að sjálfsögðu bein-
skiptur, eins og svona bílar eiga að
vera. Þannig njóta þeir sem elska
svona bíla akstursins best og vilja
ekkert annað, enda er hann ekki í
boði sjálfskiptur.
líka fjölskyldubíll
með mikið rými
Það furðulega er þó að þótt þessi
bíll sé uppsettur dálítið eins og
brautarbíll getur hann verið eini
bíll fjölskyldunnar, svo þægilegur er
hann í akstri þó að stífur sé. Honda
Civic Type-R er nefnilega með
akstursstillingum, Normal, Sport og
Sport+. Ef stillt er á Normal er þessi
bíll einkar þægilegur í akstri og ef
haft er í huga að hann er 5 manna
með fín aftursæti og gott skottrými
er hreinlega lítil þörf fyrir annan bíl
ef ekki á að fara á fjöll.
Honda Civic Type-R af þessari
nýju kynslóð er 38% stífari en
forverinn og fyrir því finnst í lítilli
hreyfingu yfirbyggingarinnar.
Greinarritari stóð sig að því að stilla
bílinn í lengri akstri á Normal en
í Sport eða Sport+ á styttri leiðum
þar sem margar beygjur og hring-
torg leyndust til að njóta þess besta
í bílnum. Ég minnist hreinlega
ekki meira veggrips en þessi bíll
hefur á sínum breiðu 245/30 ZR20
sportdekkjum sem eru hreinlega
korter í brautardekk. Bíllinn var
svo límdur í malbikið á hring-
torgum og ekki hef ég farið hraðar
í gegnum þau á nokkrum bíl. Hann
er með nánast enga undirstýringu
og það er líklega hræðsluvekjandi
að ganga að þeim mörkum er hann
lætur undan. Þessi bíll er bara algjör
klessa á vegi og fær hárin til að rísa.
Til þess var hann líka smíðaður.
Brembo-bremsur bílsins eru svo
sér kapítuli með 13,8 tommu diska
og stöðva bílinn á undraskömmum
tíma.
Frábær skipting
og stutt á milli gíra
Að handskipta þessum bíl er líka
dásemd, hann er með afar stutt á
milli gíra, eins og það á að vera með
svona hæfan hraðakstursbíl. Þessi
skipting er með allra bestu bein-
skiptingum sem undirritaður hefur
reynt, svo stíf og með svo geggj-
uðum þriðja gír að þar vill maður
dvelja sem lengst og þenja hann
sem allra lengst einmitt þar.
Hvað skyldi svo svona öflugur
bíll eyða miklu með öll þessi hestöfl
til taks? Jú, 7,7 lítrum í blönduðum
akstri. Ekki ætti því eyðslan að
hræða neinn frá kaupum en líklegt
má nú telja að fáir aki þessum bíl í
þeim tilgangi að ná sem minnstri
eyðslu hans, en því má samt ná.
Innrétting Honda Civic Type-R er
sportleg og einföld og hönnuð í því
augnamiði að ökumaður sé snöggur
að öllu, hér er ekki verið að flækja
neitt og engu ofaukið. Þannig eiga
sportbílar líka að vera. Framsætin
eru hrikalega sportleg og flott en
umfram allt þægileg og halda öku-
manni límdum og ekki veitir af.
Honda á Íslandi býður Honda
Civic Type-R í enn flottari GT-line
útfærslu á 7.550.000 kr.
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Revolution Macalibrium®
Karlmenn sem komnir eru á miðjan aldur glíma margir
hverjir við einkenni sem rekja má til minnkandi
framleiðslu testósteróns.
Revolution Macalibrium er blanda ólíkra arfgerða
macajurtarinnar, sérstaklega ætluð karlmönnum til að
draga úr þessum einkennum og koma meira jafnvægi á
hormónabúskapinn.
Maca er afar virk rót og því er ráðlagt að byrja á því að taka 1 hylki á dag og
bæta við öðru hylki eftir 1-2 vikur. Eftir 3-4 mánuði má minnka skammtinn
aftur niður í 1 hylki en það gæti nægt til að viðhalda jafnvægi.
Meiri kynlöngun
- minni kvíði
Hefur góð áhrif á:
• Orku og úthald
• Beinþéttni
• Kynferðislega virkni
• Frjósemi og almennt heilbrigði
Femmenessen 5x10 Revolution copy. df 1 25/01/2018 14:25
6 . n ó v e m b e R 2 0 1 8 Þ R i Ð j U d a G U R10 b í l a R ∙ f R é t t a b l a Ð i Ð
Bílar
0
6
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
4
A
-5
A
0
4
2
1
4
A
-5
8
C
8
2
1
4
A
-5
7
8
C
2
1
4
A
-5
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K