Fréttablaðið - 06.11.2018, Page 4

Fréttablaðið - 06.11.2018, Page 4
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Með flóknari samrunamálum hér á landi „Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í sam- keppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoð- unar í samráði við framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnis- réttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimil- aður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Sam- keppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið. Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði sam- keppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flug- leiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðs- hlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflug- velli og „undir venjulegum kring- umstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann. viðskipti Greinendur telja að kaup Ice landair Group á WOW air, sem tilkynnt var um í gær, séu jákvæð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Líkur séu á því að létta muni á þrýst- ingi á flugfargjöld. „Þessi tíðindi eru til þess fallin að auka trú á því til skemmri tíma að okkar mikilvægasti vaxtarbroddur, ferðaþjónustan, muni ganga stór- áfallalaust,“ segir Jón Bjarki Bents- son, aðalhagfræðingur Íslands- banka. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að með kaupunum minnki líkurnar á því að það verði „stór framboðs- skellur, að flugframboð dragist hratt saman með að minnsta kosti tíma- bundnum samdrætti í komum ferða- manna hingað til lands, eins og hefði getað gerst ef fyrra ástand hefði verið viðvarandi til lengri tíma“. Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um allt að 60 prósent í verði eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréfin um eittleytið í gær en viðskiptin voru stöðvuð fáeinum mínútum áður en tilkynning barst um  yfirtökuna á tólfta tímanum. Gengi bréfanna hækkaði alls um 40 prósent yfir daginn í tæplega 950 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði úrvalsvísitala Kaup- hallarinnar um 4,7 prósent í við- skiptum gærdagsins en mikil velta, upp á samtals 5,5 milljarða króna, var á hlutabréfamarkaði. Hófust á föstudag Kaupin bar brátt að en til marks um það hóf Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, viðræður við forsvarmenn Icelandair Group síðdegis á föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sérfræð- ingar KPMG, endurskoðanda beggja félaga, tóku þátt í viðræðunum með stjórnendum félaganna og þá komu starfsmenn Arctica Finance, ráðgjafa WOW air, einnig að málum. Skúli mun að lágmarki eignast 1,8 prósenta hlut, að virði ríflega einn milljarður króna, í sameinuðu félagi vegna breytingar á víkjandi láni hans í hlutafé en verðið getur hækkað í samanlagt 6,6 prósenta hlut, að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Ljóst varð um nýliðin mánaðamót, við útborgun launa til starfsmanna WOW air, hve slæm lausafjárstaða félagsins var orðin, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Olíuverðs- lækkanir – en verð á tunnu af Brent- hráolíu hefur lækkað um 15 pró- sent frá því það náði toppi í byrjun síðasta mánaðar – og gengisveiking krónunnar – sem nemur á sama tíma um 8 prósentum – á undanförnum vikum dugðu ekki til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur WOW og varð ljóst í lok síðustu viku að rót- tækra aðgerða, svo sem sameiningar, væri þörf ef ekki ætti illa að fara. „Í ljósi aðstæðna tel ég að þetta sé besta lausnin,“ sagði í bréfi sem Skúli skrifaði starfsmönnum félags- ins í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru lögð fram drög að sameiningu félaganna um miðjan septembermánuð, þegar skulda- bréfaútboð WOW air stóð sem hæst, en eins og blaðið greindi frá á sínum tíma funduðu Skúli og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður flug- félagsins, með Samkeppniseftirlitinu af því tilefni. Tillögur WOW air gerðu þá ráð fyrir að Skúli eignaðist margfalt stærri hlut í sameinuðu félagi en raunin varð á endanum. Fengu til- lögurnar dræmar undirtektir af hálfu forsvarsmanna Icelandair, að því er heimildir blaðsins herma. Fargjöld gætu hækkað Sveinn Þórarinsson, greinandi í hag- fræðideild Landsbankans, segir að hvort sem félögin verði sameinuð eða ekki þurfi þau að ná „undra- verðum árangri á kostnaðarhliðinni til þess að dæmið gangi upp. Félögin verða enn sem fyrr að treysta á að flugfargjöld hækki ef olían er ekki að fara að lækka meira í verði. Annars sér maður þetta ekki ganga upp. Sameinað félag gæti jafn- vel skilað tapi ef fargjöld lækka enn meira eða olíuverð fer upp,“ segir Sveinn. Elvar Ingi nefnir að kaupin séu að einhverju leyti birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem flugfélög hafa búið við undanfarið. „WOW air sigldi inn í umhverfi hækkandi eldsneytisverðs án sama vopnabúrs og mörg önnur flugfélög. Félagið hefur þurft að takast á við hærra olíuverð strax á meðan félög eins og Icelandair eru varin fyrir breytingum á verðinu, að minnsta kosti til skemmri tíma. Auk þess hafa meðalfargjöld haldist lág og jafnvel farið lækkandi ef eitthvað er. Í raun eru þessi tíðindi birtingarmynd þessara áskorana sem mörg flugfélög hafa þurft að eiga við. Margir aðilar hafa kallað eftir því að ákveðin samþjöppun þurfi að eiga sér stað á evrópskum flugmarkaði,“ nefnir Elvar Ingi. Elvar Ingi bendir á að WOW air hafi verið helsti keppinautur Ice- landair og á tímum reynst félaginu óþægur ljár í þúfu. Með sameining- unni ætti samkeppnisumhverfið því að breytast nokkuð. Mögulega muni eitthvað létta á þrýstingi á farmið- averð. Samkeppnin verði hins vegar áfram hörð enda verði sameinað félag aðeins með um fjögurra pró- senta hlutdeild á markaðinum yfir Norður-Atlantshafið. Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Icelandair og WOW air verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum en sameiginleg hlutdeild þeirra á markaðinum yfir Atlantshafið er tæplega 4 prósent. Verður félagið um það bil það tíunda stærsta á markaðinum. FréttAblAðIð/GVA Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is WOW air sigldi inn í umhverfi hækk- andi eldsneytisverðs án sama vopnabúrs og mörg önnur flugfélög. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka Hvort sem félögin eru sameinuð eða ekki þurfa þau að ná undra- verðum árangri á kostnaðar- hliðinni til þess að dæmið gangi upp. Sveinn Þórarins- son, greinandi í hagfræðideild Landsbankans Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki lík- urnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföll- um í vetur. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir kaupin með flóknari samrunamálum sem hafi komið á borð Sam- keppniseftirlitsins. Við- ræður hófust á föstudag. 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 Þ r i ð J U D A G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 6 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 4 A -3 C 6 4 2 1 4 A -3 B 2 8 2 1 4 A -3 9 E C 2 1 4 A -3 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.