Fréttablaðið - 06.11.2018, Qupperneq 16
Volkswagen Golf og Polo eru tvær söluhæstu bíl-gerðir í Evrópu í ár fram til
loka september. Golf er reyndar
langsöluhæsta eina bílgerðin með
404.269 bíla, en Polo hefur selst í
291.347 eintökum. Í þriðja sæti er
svo Renault Clio með 287.152 bíla
og hafa Polo og Clio haft sætaskipti
frá því í fyrra, en Clio var í öðru
sæti í fyrra á eftir Golf. Söluhæsti
jepplingur Evrópu er svo í fjórða
sæti, en Nissan Qashqai hefur selst
í 232.783 eintökum. Volkswagen
á svo enn einn bílinn í fimmta
sætinu, en VW Tiguan hefur rokið
út í 232.600 eintökum og aukið söl-
una um 12,5% á milli ára. Í sjötta
sætinu er Ford Fiesta með 218.663
bíla og Skoda Octavia hefur selst í
205.160 eintökum. Í 8. sæti er svo
Peugeot 208 með 184.336 bíla, í
9. Ford Focus með 177.550 bíla og
í 10. sæti er Renault Captur með
174.769 bíla. Í fyrsta skipti í marga
áratugi er Opel ekki með neinn bíl
á topp 10 listanum í Evrópu, en
Opel Corsa er í 12. sæti listans. Fiat
má einnig muna fífil sinn fegri en
Fiat 500 er í 21. sæti hans.
Volkswagen á
tvær söluhæstu
bílgerðir Evrópu
Sala bíla hefur minnkað veru-lega að undanförnu í Kína, svo mikið reyndar að yfirvöld
í Kína eru að hugleiða að lækka
skatta á nýja bíla með 1,6 lítra vélar
eða minni. Skatturinn er nú 10%
en myndi lækka um 5% og ef að
slíkri lækkun myndi koma er víst
að það mun hleypa aftur miklu lífi
í bílasölu. Þegar fyrstu fréttir komu
af þessari hugleiðingu kínverskra
yfirvalda hækkuðu hlutabréf í
mörgum bílaframleiðendum og
ekki síst þeim kínversku. Hlutabréf
í Great Wall Motor Co. hækkuðu
til dæmis um 6,9% og um 6,0% í
Geely.
Meiri minnkun í Kína en USA
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína,
sem Donald Trump hóf, virðist
ætla að hafa meiri áhrif á kínversk-
an bílamarkað en þann bandaríska
og það eru slæmar fréttir fyrir
marga af stærstu bílaframleiðend-
um heims. Tollastríðið hefur t.d.
haft mikil áhrif á Volkswagen sem
selur um 40% bíla sinna í Kína, en
einnig verulega á Mercedes Benz,
BMW, Ford og General Motors
sem allir selja líka hátt hlutfall bíla
sinna í Kína. Áður eru dæmi þess
að í Kína hafi tollar verið lækkaðir
á bíla til að auka söluna og var það
til að mynda gert í september árið
2015 og ekki stóð á góðum við-
brögðum í kjölfar þess. Ef af skatta-
lækkun Kínastjórnar verður má
allt eins búast við 2-2,5 milljóna
bíla aukinni sölu í Kína á næsta
ári, en það mundi nema um 10%
aukningu á milli ára.
Kína hugleiðir tollalækkun
Nissan rekur stóra verksmiðju í Sunderland í Bretlandi.
Brexit hamlar breskri
bílaframleiðslu
Í Bretlandi starfa 850.000 manns við bílaframleiðslu og eru þeir líklega allir uggandi um hvort
eða hvers konar samningur verður
gerður við Evrópusambandið áður
en að brotthvarfi Bretlands kemur
í mars á næsta ári. Bílasmíði dróst
saman um 18,6% í Bretlandi í sept-
ember og er áhrifum Brexit kennt
um að mestu en einnig nýjum bíla-
tollum í Bandaríkjunum og Kína,
sem og andstöðu við dísilbíla.
Aðeins var framleiddur 127.051
bíll í september í ár en í sama mán-
uðií fyrra voru þeir 152.660 talsins.
Í ár hefur bílasmíði í Bretlandi
dregist saman um 6,6% og nemur
1.171.765 bílum til loka septem-
ber. Sala bíla í Bretlandi hefur
minnkað á árinu og á það að sjálf-
sögðu líka þátt í þeim samdrætti
sem hefur orðið í bílasmíðinni, en
þó er stærstur hluti bíla sem fram-
leiddir eru í Bretlandi fluttur til
annarra landa.
Minnkandi framleiðsla eftir
stærsta framleiðsluárið
Í fyrra var 3% samdráttur í breskri
bílasmíði en árið þar á undan,
2016, var stærsta bílasmíðaár
Bretlands frá upphafi. Það eru því
blikur á lofti í breskri bílasmíði
og mikið veltur á góðum Brexit-
samningi, sem lítið bólar á og óvíst
hvenær birtist.
Margir bílaframleiðendur í Bret-
landi eru að búa sig undir erfiðari
tíma og minni framleiðslu og hjá
Bentley, sem er í eigu Volkswagen
Group, er allt eins búist við því að
vinnuvikan verði brátt 4 dagar,
jólafríið verði langt þetta árið og
ef til vill páskafríið líka. Jaguar
Land Rover hefur sagt að slæmur
Brexit-samningur gæti kostað
fyrirtækið allt að 180 milljörðum
króna. Aston Martin hefur hægt
á framleiðslu sinni og svo til allir
bílaframleiðendur hafa búið sig
undir minni framleiðslu og erfiða
tíma.
Bílasmíði dróst
saman um 18,6%
í Bretlandi í sept-
ember og er áhrif-
um Brexit kennt
um að mestu en
einnig nýjum bíla-
tollum í Banda-
ríkjunum og Kína,
sem og andstöðu
við dísilbíla.
Aðeins var fram-
leiddur 127.051 bíll
en í september í fyrra
voru þeir 152.661 talsins.
Bílaumferð í Kína.
Einn þekktasti eða ekki þekktasti bílahönnuður nútímans, Peter Schreyer, hefur látið af störfum
sem yfirhönnuður Hyundai-, Kia- og
Genesis-bíla og við af honum tekur
Luc Donkerwolke en hann kemur
frá Lam borgh ini. Peter Schreyer var
að auki einn af aðstoðarforstjórum
Hyundai/Kia en mun nú verða ráð-
gefandi við hönnun bíla kóreska
bílaframleiðandans. Donkerwolke
átti áður athyglisverðan feril hjá
Volkswagen Group og réð sig
þangað árið 1992 og var hjá Skoda
á árunum 1994 til 1996 og átti þátt í
hönnun Skoda Octavia og Fabia.
Árið 1996 fluttist hann til Audi og
teiknaði þar meðal annars bílana
Audi A4 Avant og Audi A2.
Luc Donkerwolke er belgískur
en er fæddur í Lima í Perú. Hann
var síðan ráðinn til Lamborghini
og var þar ábyrgur fyrir hönnun
Lam borgh ini Murcielago-, Diablo-
og Gallardo-sportbílanna. Ásamt
Walter deSilva hannaði hann
Lamborghini Miura-tilraunabílinn.
Donker wolke hóf síðan störf hjá
Seat og hannaði þar Ibiza-bílinn, en
varð síðan yfirhönnuður Bentley
árið 2012. Árið 2015 yfirgaf hann
Volkswagen Group og gekk til liðs
við Hyundai/Kia.
Donkerwolke
yfirhönnuður
Hyundai og Kia
6 . n ó V E m b E r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r2 b Í l A r ∙ F r É T T A b l A Ð I Ð
Bílar
0
6
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
4
A
-5
A
0
4
2
1
4
A
-5
8
C
8
2
1
4
A
-5
7
8
C
2
1
4
A
-5
6
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K