Fréttablaðið - 06.11.2018, Page 26
Þessa stríðni-
mynd hefur
Tesla sent frá
sér af Model Y
bílnum.
Næsta bílgerð sem rafbíla-framleiðandinn Tesla mun senda frá sér er jepplingur-
inn Model Y. Nú hefur endanleg
útgáfa Model Y verið samþykkt til
framleiðslu. Miklar væntingar eru
í herbúðum Tesla hvað vinsældir
Model Y-bílsins varðar, en þar á bæ
er búist við enn betri viðtökum en
Model 3-bíllinn fékk sem nú eru
komnar 450.000 pantanir í. Líklega
verður Model Y-bíllinn sýndur
almenningi í mars á næsta ári en
áætlað er að fjöldaframleiðsla á
honum hefjist í byrjun árs 2020.
Model Y-bíllinn á að liggja á milli
Model 3 og Model S í verði, þó nær
Model 3, og kosta um 45.000 doll-
ara í grunnútgáfu. Sami undirvagn
verður í Model Y og Model 3.
Þó að styttast fari í frumsýningu
á Model Y ætlar Tesla ekki að
láta staðar numið þar því einnig
stendur til að sýna fyrsta pallbíl
Tesla á næsta ári, sem og endur-
lífgaðan Tesla Roadster-bíl. Tesla er
því ekki lengur bílafyrirtæki sem
aðeins framleiðir eina eða tvær
bílgerðir, því stutt er í að þær verði
a.m.k. 6 talsins.
Endanleg útgáfa Tesla Model Y tilbúin
Stærsti bílaframleiðandi heims, Volkswagen Group, greindi fyrir um viku frá 19%
minni hagnaði á þriðja fjórðungi
þessa árs en í fyrra. Nam hagn-
aður VW Group engu að síður um
480 milljörðum króna. Er minni
hagnaður framleiðandans talinn
aðallega stafa af nýjum mengunar-
reglum Evrópusambandsins, WLTP,
og hefur Volkswagen Group þurft
að taka suma af sínum bílgerðum af
markaði vegna þessara nýju meng-
unarregla. Ekki hjálpaði heldur til
dræm sala bíla VW Group í Kína
en það stafar af tollastríði því sem
ríkir á milli Bandaríkjanna og Kína
og hefur gert bíla evrópskra fram-
leiðenda dýrari í Kína.
Samt aukin sala á árinu
Volkswagen Group seldi 3,6% færri
bíla í þriðja fjórðungi ársins en í
fyrra. Þrátt fyrir það er heildarsalan
á árinu meiri en á sama tíma í fyrra.
Volkswagen Group segir að fyrri
áætlun um 7,5% hagnað af veltu
muni líklega nást á þessu ári, sem
og að heildarsala ársins verði um
5% meiri en í fyrra.
Volkswagen býst við góðri sölu
á fjórða fjórðungi ársins og þar á
bæ eru menn mjög bjartsýnir á
góða rekstrarniðurstöðu ársins
í ár þrátt fyrir niðursveifluna á
síðasta ársfjórðungi. Í fyrra seldi
Volkswagen Group 10,7 milljónir
bíla og hafði fyrirtækið aldrei áður
selt fleiri bíla. Því stefnir í að árið
í ár verði enn eitt metsöluárið hjá
VW Group.
Hagnaður VW
Group lækkar
um 19 prósent
Sportbíladeild BMW, sem kennir sig við stafinn M, hug-leiðir nú að bæta 3-línu bíl
BMW í langbaksformi í safn þeirra
bíla sem þar býðst. Styttast fer í
kynningu BMW á nýrri kynslóð
BMW 3 og gæti það orðið á bíla-
sýningunni í Genf í vor, en líklegt
þykir að M-deildin notist við nýja
kynslóð bílsins.
BMW kynnti fyrir löngu síðan
mjög öfluga gerð 3-línu bíls í lang-
baksformi af E46 smíðagerð og bar
hann nafnið M3 Touring. Hann
var aldrei hugsaður nema sem tak-
mörkuð smíði með ákveðinn enda.
Í ljósi þess að BMW teflir ekki fram
keppinaut gegn Audi RS4 Avant og
Mercedes Benz AMG C63 Estate er
ekki ólíklegt að af smíði BMW M3
langbaks verði. Þar sem M-deild
BMW smíðar nú þegar BMW M3
með skotti verður fjárfestingin við
að bæta langbaksgerð bílsins við
líklega ekki mikil.
BMW M3
langbakur í
kortunum
Frá höfuðstöðvum Volkswagen
Group í Wolfsburg í Þýskalandi.
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
á þinni leið
6 . N ó V E M B E r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r12 B í l A r ∙ F r É T T A B l A Ð I Ð
Bílar
0
6
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
4
A
-5
5
1
4
2
1
4
A
-5
3
D
8
2
1
4
A
-5
2
9
C
2
1
4
A
-5
1
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K