Fréttablaðið - 06.11.2018, Qupperneq 33
Rau
ðagerði 25 · 10
8 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Vatnskælar á frábæru verði
25-35%
Afsláttur
• Keyptann og eigðann
• Ekkert mánaðargjald
• Lítið viðhald
• Sjá nánar á
heimasíðu Kælitækni
www.kaelitaekni.is
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
www.artasan.is
Fæst í næsta
apóteki og helstu
stórmörkuðum
Mundir þú eftir að
bursta og skola í
morgun?
Tannlæknar mæla með GUM tannvörum
GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
6. nóvember 2018
Tónlist
Hvað? Hádegistónleikar í Hafnarborg
– Elsa Waage
Hvenær? 12.00
Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði
Í dag 12 kemur mezzosópran-
söngkonan Elsa Waage fram á
hádegistónleikum í Hafnarborg
ásamt Antoníu Hevesi píanó-
leikara. Á tónleikunum, sem bera
nafnið Skömm og örlög, flytja þær
aríur eftir G. Bizet, G. Puccini og
R. Wagner sem skrifaðar eru fyrir
djúpar kvenraddir. Einnig verða
flutt tvö íslensk lög sem oftast eru
flutt af karlmönnum.
Hvað? Moonbear á Iceland airwaves
Hvenær? 18.00
Hvar? Dillon, Laugavegi
Þriðjudags- og laugardagskvöld í
fertugustu og fimmtu viku ársins
2018 mun hljómsveitin Moonbear
spila rokk og ról í tilefni af Iceland
Airwaves hátíðinni.
Hvað? Pétur Ben
Hvenær? 22.00
Hvar? Dillon, Laugavegi
Pétur Ben tekur nokkur lög.
Viðburðir
Hvað? Þriðjudagsfyrirlestur: Nathalie
Lavoie
Hvenær? 17.00
Hvar? Ketilhúsið, Akureyri
Í dag heldur myndlistarkonan
Nathalie Lavoie Þriðjudagsfyrir-
lestur í Listasafninu á Akureyri,
Ketilhúsi undir yfirskriftinni Skýli
/ Shelter. Í fyrirlestrinum mun
hún ræða hugmyndir um neyðar-
viðbrögð og nota samlíkingu við
neyðarskýli, s.s. eins og þau sem
þekkt eru á Íslandi. Listakonan og
samstarfsfólk hennar mun deila
frásögn af því hvernig það er að
lifa af veturinn í Norður-Kanada.
Yfirstandandi dvalar-rannsókn
þeirra á eðli vár/hættuástands er
innblásin af slíkum frásögnum,
umfangi þeirra og lengd
sem og kraftmiklum við-
brögðum samfélags-
ins.
Hvað? Portland +
Reykjavík Airwaves
warm-up party
Hvenær? 17.00
Hvar? Kex
hostel, Skúla-
götu
Upphitun fyrir
Airwaves á Kexi
með bjór frá
Portland.
Hvað? Ítalskar trufflur
á Essensia
Hvenær? 17.00
Hvar? Essensia, Hverfisgötu
Ítalskir jarðsveppir á Essensia
dagana 6.-8. nóvember. Við vorum
að fá til okkar 1 kg af „Uncinato
truffle“ frá Campania og „Bognoli
truffle“ frá Molise-héruðum. (½
kg hvor um sig) Við ætlum að gefa
gestum okkar tækifæri til að upp-
lifa þetta einstaka bragð og ilm
af ferskum jarðsveppum. Boðið
verður upp á fjóra sérrétti.
Hvað? Persepolis í boði Ungliðahreyf-
ingar Amnesty International
Hvenær? 20.00
Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu
Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20
ætlar Ungliðahreyfing Íslands-
deildar Amnesty International að
bjóða í bíó. Kvikmyndin marg-
rómaða Persepolis verður sýnd en
hún er teiknuð kvikmynd frá árinu
2007, byggð á teiknimyndasögum
Marjane Satrapi um hennar eigin
ævi og uppvöxt í Íran á tímum
íslömsku byltingarinnar í lok átt-
unda áratugarins. Kvikmyndin
hlaut mikið lof gagnrýnenda og
áhorfenda þegar hún var frum-
sýnd.
Hvað? Á ferðalagi með þarmaflórunni
Hvenær? 18.00
Hvar? Bókasafn Garðabæjar
Á ferðalagi með þarmaflórunni –
Anna Katrín Ottesen heldur fróð-
legt erindi þriðjudaginn 6. nóv-
ember kl. 18 í Bókasafni Garða-
bæjar Garðatorgi 7. Anna Katrín
er sjúkraþjálfari og stundar nám
í heilsufræðum. Hún mun fræða
gesti um áhrif þarmaflórunnar á
heilsu og nýjar leiðir til úrbóta.
Hún fjallar um mikilvægi örver-
anna (bakteríur, fornbakteríur,
sveppir o.fl.), hvað raskar örveru-
flórunni, mögulegar afleiðingar
þess og einnig önnur heilsutengd
ráð.
Hvað? Ísland á umbrotatímum –
10 ár frá hruni
Hvenær? 17.00
Hvar? Bókasafn Hafnarfjarðar
Björn Erlingsson verður með fyrir-
lestur á Bókasafni Hafnarfjarðar
þriðjudaginn 6. nóvember nk. kl.
17.00, í tilefni af 10 ára „afmæli“
bankahrunsins. Björn, ljósmyndari
og rithöfundur, gaf út ljósmynda-
bókina Ísland á umbrotatímum
árið 2011. Bókin fjallar um hrunið
og ýmsa atburði sem voru efst á
baugi í samfélaginu á þeim tíma og
næstu árin þar á eftir sem höfðu
mikil áhrif á líf fólks. Í fyrirlestr-
inum veltir Björn fyrir sér hvernig
samfélagið hefur þróast og áhrif
fjármálakreppunnar sem fylgdi
í kjölfar bankahrunsins. Einnig
Pétur Ben
tekur nokkur
lög á Dillon í kvöld.
FréttaBlaðið/SteFán
Það verður opið hús í Bataskólanum í dag þar sem áhugasamir geta kynnt sér starfið. FréttaBlaðið/ÞórSteinn
verður rætt um aðdraganda hruns-
ins, svo kallað „góðæri“ og viðhorf
fólks í þeim efnum.
Hvað? Skúli fógeti – útgáfuhóf
Hvenær? 17.00
Hvar? Fógetagarðurinn, Kirkjustræti
Í tilefni nýrrar bókar Þórunnar
Jörlu Valdimarsdóttur, Skúli fógeti
– Faðir Reykjavíkur, verður haldin
stutt útgáfudagskrá í Fógetagarð-
inum þriðjudaginn 6. nóvember
kl. 17.00. Höfundur les upp auk
þess sem Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Íslands, mun
taka við eintaki af bókinni.
Hvað? Opið hús í Bataskólanum
Hvenær? 14.00
Hvar? Bataskóli Íslands, Suðurlands-
braut
Opið hús í Bataskólanum á milli
kl. 2-4 á þriðjudaginn, verið öll vel-
komin. Léttar veitingar og heitt á
könnunni, tilvalið tækifæri til þess
að kynna sér skólastarfið.
Hvað? Kvikmyndakvöld með Arnaldi
Hjartarsyni
Hvenær? 18.00
Hvar? Lögberg, Háskóla Íslands
Funda- og menningarmálanefnd
Orators stendur fyrir kvikmynda-
kvöldi í samstarfi við Arnald Hjart-
arson, aðjúnkt við lagadeildina,
þriðjudaginn 6. nóvember frá kl.
18-21 í stofu L-101. Á kvikmynda-
kvöldinu verður horft á myndina
„Runaway Jury“ frá árinu 2003.
Myndin gefur tilefni til margra
lögfræðilegra vangaveltna og eftir
áhorfið gefst rými fyrir umræður.
Mæri // Border (ice sub) ..................... 17:50
Hinn seki // The Guilty (eng sub) ... 18:00
Kona fer í stríð (eng sub) .................. 18:00
Kalt stríð // Cold War (ice sub) ...... 20:00
Amnesty bíó:Persepolis (Frítt/Free) 20:00
Blindspotting (ice sub) ........................ 20:00
Hinn seki // Den skyldige (ice sub) 22:00
Undir Halastjörnu (eng sub) ......... 22:00
Dywizjon 303 (eng sub).................... 22:00
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS
m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 17Þ R i ð J U D A g U R 6 . n ó V e m B e R 2 0 1 8
0
6
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
4
A
-4
B
3
4
2
1
4
A
-4
9
F
8
2
1
4
A
-4
8
B
C
2
1
4
A
-4
7
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
5
_
1
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K