Stjarnan - 01.07.1920, Blaðsíða 2
98
STJARNAN
Hún var trú til dauðans.
það er indæl saga nm trúmensku í
smásögum sem Jean Ingelow hefir sagt
oss: pessi saga gerðist í einni af Orltn-
eyjunum, em liggja fyrir norðan Skot-
land. Út frá strönd þessarar eyjar stóð
stór drangi, éem var nefndur “Lonely
Rock” og var þessi klettur mjög liættu
legur fyrir þá, sem sigídu fram hjá í
dimmviðri. Eina nótt fyrir mörgum ár
um sat í fiskimannakofa einum, skamt
frá Lonly Rock, ung stúlka við rokk
sinn og- spann meðan hún við og við
gáði að veðrinu, hlustaði á brimhljóðið
og söng vindarins. Að lokum birti af
degi og einn bátur, sem hefði átt að
vera kominn í höfn, var.týndur. pað
var bátur föður hennar, og hálfa mílu
frá heimilinu fundu þeir lík föðursins,
sem hafði skolað á land. Bátúr hans
hafði brotnað við Lonly Rock.
petta gerðist fyrir meira en fimtíu
árum. “Stúlkan vakti yfir líki föður
síns, eftir siðvenju eyjarskeggja, þang-
að til að það var grafið; þá lagðist hún
út af cg sofnaði. pegar kveldið kom
fór hún á fætur og setti kerti í glugg-
aun til lýsa sjómönnum og leiðbeina
þeim. Alla nóttina sat hún hjá Ijósinu
og tók af skarið í hvert skifti sem það
fór að verða dauft. Eins margar hesp-
ur og hún áður hafði spunnið til þess
að geta haft til hnífs og skeiðar, spann
hún enn, og þar að auH eina hespu til
þess að geta borgað fyrir kertið. Og
frá þeim degi og þangað til að þessi
saga var sögð (uni æskuskeiðið, á full-
orðinsárunum og eftir að hún var orð-
in gömul) hefir hún noiað nóttina til
að 'vinna í staðinn fyrir daginn. pegar
það ivar öskuhríð á vetrum, bæjariogn
á sumrum, í þoku, í tælandi tunglsljósi
og í kolniðamyrkri, hefir þessa norð-
lægu höfn aldrei vantað ljósið frá
þessu litla kerti. pað stóð á sama hve
langt sjómaðurinn viar úti á sjónum,
þegar hann stefndi beint á ljósið í
glugganum var hann viss um að rata
inn höfnina.”
Og svo í öll þessi fimtíu ár skein
þetta litla ljós, sem isjálfsafneitun og
mannkærleiki hafði kveikt, til þese að
glæða og frelsa. Yissulega var þetta
tækifæri til að þjóna í allri auðmýkt.
Vissulega var einvera þessarar stúlku
dýrðleg gerð af trúmensku. Vissulega
hefir bros Drottins vons, Jesú Krists,
fylgt gieislunum frá ljósinu, sem skein
frá þessum litla glugga, þegar þeir
gengu út til þess að gleðja og leiðbeina
fiskimönnunum, þar sem bátar þeirra
dönsuðu á öldunum. Látum oss, kæri
vinur, reyna að vera eins trúir. Ljós
vor geta ef til vill verið lítil, en látum
ohs sjá um að þau séu skínandi og björt
hvar sem vér erum staddir. E. L.
“Kerrann mælti: Vel liefir þú gert,
þú góði og trúlyndi þjónn, þú varst
trúr yfir litlu, eg mun sitja þig’ yfir
mikið; gakk inn í fögnuð Hcrra þíns.”
Matt. 25:21.
“Vertu trúr alt til dauðans, þá mun
eg gefa þér lífsins kórónu,”