Stjarnan - 01.09.1920, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.09.1920, Blaðsíða 2
130 STJARNAN Að fela sig Guði á hendur. “Þeir gáfu sig fyrst Drottni”. 2. Kor. 8: 5. GuS þvingar engan til aö þjóna sér. Hann leyfir hverjum og einum aS ákveSa hvort hann ætlar aS gjöra þaS eSa ekki. Hann hefir keypt oss dýru verSi. AS fela sig honum á hendur verSur maSurinn aS gjöra af frjálsum vilja án þvingunar af ihálfu Drottins. Eftirfylgjandi saga mun lýsa afstöSu hins kristna gagnvart Jesú: “Á þeim tíma þegar menn voru keypt- ir og seldir eins og gripir, stóS þræll nokkur skjálfandi á uppboSsborSinu og beiS afleiSingar hins seinasta boSs, sem mundi skilja hann frá konu, börn- um og öllu því, sem hann hafSi elskaS á hinni gömlu gróSastöS. ÞaS var boSiS hærra og hærra þanagaS til aS hamar uppboSshaldarans aS lokum féll. MaSur nokkur gekk til hins fjötraSa þræls og sagSi viS hann: “MaSur, eg hefi keypt þig.” , “Já, Massa”, var hiS auSmjúka svar. “Eg ihefi keypt þig dýru verSi.” Þrællinn kinkaSi kolli meSan tárin streymdu. ofan vangana. “En jafnvel meira en þaS,” hélt kaup- andinn áfram. “Eg hefi keypt þig til þess aS gjöra þig frjálsan.” Og um leiS og hann leysti fjötur hans sagSi hann: “EarSu, því nú ert þú frjáls iraSur." Fullur af fögnuSi féll þræll- inn endurlausnara sínum til fóta og hrópaSi: “Ó, Massa, eg er þræll þinn aS eilífu”.” Þannig er þaS einnig aS Kristur, sem hefir keypt oss dýru verSi, meS sínu eigin blóSi, bíSur eftir aS vér krjúpum honum til fóta og felum honurn á hendur þaS líf, sem hann 'hefir frelsaS. Kristur faldi sig algjörlega föSur sínum á hendur meSan hann var hér á jörSinni. Þetta finnum vér í Heb. 10: 5, þar sem hann talar um aS fórna sínum eiginn líkama og jafnvel verSa gegnum- stunginn á hinum hræSilega krossi. Þetta vers er tekiS frá Sálm. 40: 6, en þar stendur: “Mín eyru hefir þú gegnum boraS.” ÞaS var sem sé þann- ig hjá GySingunum i fornöld, aS þræll sá, sem óskaSi eftir aS þjóna þeim manni æfilangt, er hafSi veitt honurn frelsiS, varS aS standa upp aS dyrastafinum og láta íherra sinn gegn- um stinga eyraS meS al. (2. Mós. 21. kap.) þetta merki gaf til kynna, aS hann, sem í raun og veru hafSi fengiS frelsi, hafSi kosiS aS vera þjónn herra síns aS eilífu. GuS notar þetta dæmi til aS sýna oss hve fús Kristu.r var til ab íramselja sjálfan sig og sýna föburnum hlýSni. “Því aS eg hefi niSur stigi'ð af himni, ekki til aS gjöra minn ’/ilja, heldur vilja þess, sem mig sendi." Þann- ig eiga allir, sem eru GuSs börn, aS fela sig Drottni á hendur meS gleSi og aS gjöra ihans vilja meS fúsu geSi.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.