Stjarnan - 01.09.1920, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.09.1920, Blaðsíða 4
STJABNAN heim og dirfðist eg þá að fara og skoða grafirnar 'hans. Á marmarahellunni las eg eftirfylgjandi orð: “iHeilög er minningin um Ruth Brown, konu Iienry Browns, dáin io. júní, 1835, 20 ára gömul.” Á litla steininum fyrir neðan lambiS var voru þessi orS: “Willie, sonur Henrys og Ruthar Browns, dáinn 9. júní, 1835 þriggja ára gamall. Eg varpaöi öndinni mæSulega yfir þessum gröfum, en eg vissi ekki hvers vegna eg gjörði þaS. Mig langaSi til aS vita hver orsökin hefSi veriS til þess aS dauSinn kom til barnsins og hinnar ungu konu meS svo stuttu millibili. Og þaS aS eiginmaöurinn og faöirinn ekki var búinn aö gleyma þeim, heldur syrgSi þau enn eftir aS sextíu og fimm ár voru ÍiSin síSan þau höföu skiliS viö. Eg gekk oft fram hjá húsinu hans. Stundum sá eg börnin, sem komu heim frá skólanum, nema staðar fyrir utan hiS gamla hliS hans og meS lotningu og ótta horfa á gamla manninn. Sturid- um fleygSi hann kirsulberjum út til ]>eirra, því þaS var mikiS af þess konar berjum í garSinum. Einu sinni sá eg stóran, sterkan og fallegan dreng hlaupa inn í garðinn til að leita’aS bolta, sem hafSi veriS fleygt yfir girðinguna. Gamli maSurinn stóS þar löngunarfullur og horfSi á hann. Seinna meir eftir aS eg var oröin honum kunnugur og viö ihittum drenginn aftur. sagSi gamli maöurinn um leiS og hann strauk hinum töturlegu treyjuermum lim augun: '“Hann myndi hafa veriS drengur eins -og þessi ef hann heföi lifað.” Eg vissi hvað hann meinti og kinkaði kolli i meö- aumkunarskyni. Gamli maSurinn var nefndur “Manc- hester einbúinn,” og margir aSkomandi menn höfðu talaS við hann og sýnt hon- um hulttekning í sorg hans; en eg held að þaö hafi veriS mér og mér einum, sem hann sagSi æfisögu sína. ViS höfSum fengiS okkur sæti á flauelstepp- iö, sem barriS hafSi breitt yfir jörðina og hann eins og siSvenja hans var, strauk hendinni um legsteinana. HiS háværa brimhljóð, sem í sífellu heyrSist á hægri hönd, liafði hér um bil svæft mig inn í gleymsku allra sorga, — en ekkert brimhljóS gat svæft hann nógu mikið til að gleyma sínum sorgum — svo hann fór aS segja mér æfisögu sína: “Sú var tíð þegar þetta gamla hús mitt fyrir handan var spánýtt og mjög snoturt, því eg var ungur maöur þá og átti góöa von um hamingjusama fram- tíð. Þessi bær var um þær mundir að eins lítiS þorp, því Iþetta var löngu áður en stórborgamenn fóru aS byggja þessu fínu sumarhús. Eg var trésmiS- ur og vann fyrir góSu kaupi. “Þegar eg var tuttugu og fimm ára gamall eignaöist eg unnustu. Hún var bróSurdóttir læknisins og hafði fengið gott uppeldi. Hún var hin sætasta litla stúlka sem til var í allri veröldinni og fögur eins og lítið blóm. Eg vissi að hún var alt of góS handa mér; en — ef þér er mögulegt að trúa oröum mínum — þegar eg sagöi að eg elskaði hana og spuröi hana hvort hún vildi ekki vera konan mín, svaraði hún: “já”. GuS blessi hana. “Jæja, eg fór undir eins aS byggja húsiö, og jafnvel iþó aS segi þaS, þá var í þá daga ekki fínna hús til í þessum bæ. Á hverjum degi kom hún og sáSi blóm- fræi í garöinn og gjörSi mörg blómstur- beS. ViS plöntuSum einnig aldintrén, sem þar eru. Og um haustiö vorum við gefin saman í hjónaband 0g eg var mjög svo hamingjusamur maSur. “Þegar viö vorum búin að lifa ár saman i hinu nýja húsi kom drengurinn

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.