Stjarnan - 01.09.1920, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.09.1920, Blaðsíða 7
STJARNAN 135 “Þá nótt sat eg aleinn í húsi mínu og hugsaði út í hvaö eg eiginlega var búinn aS gjöra. Úti i garöinum voru hin ynd- islegu blómsturbeS, sem Ruth hafSi búið til, og aldintrén stóðu í blóma sínum. Hjá arinum voru öll leikföngin, sem eg hafði smíSaS handa- Willie. ÞaS var eins og eg mætti til aS sjá hann og heyra hann kalla á mig; en, nei, þaS var dauSa- þögn í herberginu. Þau, sem eg hafSi haldiS upp á, voru farin frá mér fyrir fult og alt. Eg var 'búinn aS drepa þau bæSi fyrir eina flösku af ódýru víni. “Næsta morgun skein sólin, fuglarnir sungu fyrir utan og ilmurinn frá blóm- unum angaSi inn til mín gegn um glugg- ann, en alt var þaS að eins til þess aS gjöra gys aS mér og kalla í eyru mín: “MorSingi!” Ó, ef ungir menn aS eins vissu og skildu, hve hræðileg bölvun fylgir víndrykkju, þá mundu þeir aldrei bragSa vín. Ef eg einungis hefSi hlust- aS á hina mildu viSvörunarrödd Ruthar og haldiS mér í burtu frá veitingahús- inu, þá mundi þetta aldrei hafa komiS fyrir. “Eg hafSi lofaS konu minni, aS í fyrsta sinn sem hún sæi mig drukkinn, mundi þaS einnig verSa í síSasta sinn og eg hefi efnt íþaS loforS. Enginn áfengis drykkur hefir síSan þann dag komiS inn fyrir varir mínar og aldrei hefi eg drep- iS neina lifandi skepnu af neinu tagi. En, ó, hin hræSilega sorg og eymd og hugarangur, sem einveran mín í öll þessi ár hefir haft i för meS sér. Þeir segja, aS eg sé óSur maSur. Já, eg er óSur. Eg er hinn elzti maSur i þessu bygðar- lagi, en eg get aldrei gleymt glæp mínum og orsökinni til þess aS-eg drýgSi hann." Sólin var sezt og þaS fór aS dimma í grafreitnum, en eg var búinn að læra mikiS viS aS hlusta á æfisögu öldungs- ins, og eftir aS hafa reynt aS hugga hann sem bezt eg gat, sagði eg góSa nótt og yfirgaf hann. Úti á strætinu mætti eg hóp af ungum mönnum, er komu frá veizlu, sem haldiri hafSi veriS í sveitafélaginu, og höfSu þeir allir drukkiS meira eSa minna vín og því voru þeir háværir. “Eg vildi bara, aS þeir hefSu haft tækifæri til aS hlusta á sögu einbúans,” sagSi eg viS sjálfan mig, sneri mér og fór heim. —TetkiS úr Youths Instructor. Er það ervitt að vera kristinn? ii. Eftir Meade McGuire. Maðurinn verður að vera göður, áður cn hann getur gjört góðverk. ÞaS er svo aS segja allsherjar óp, aS þaS sé svo auSvelt aS gjöra rangt, en erfitt aS gjöra rétt. Vér erum sammála í því, aS þaS er mjög svo eðlilegt og höldum vér því fram, aS þaS sé hart aS gjöra rangt. ÞaS virSist varla vera nauSsynlegt dS ræSa þetta mál; því aS hinir hreinskilnu munu skilja þetta og vera færir um aS sanna þetta á fleiri en einn veg. “Því laun syndarinnar er dauSi." “Því þaS, sem maSurinn sáir, þaS mun hann og uppskera.” “Hinir óguSlegu hafa engan friS, seg- ir minn GuS.” Dag eftir dag uppsker syndarinn þaS, sem hann hefir sáð í óhlýSni og sjálfs- eftirlæti. Þetta er órjúfanlegt lögmál.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.