Stjarnan - 01.03.1921, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.03.1921, Qupperneq 7
STJAKNAN 39 upphæö; en viö þess konar tækifæri eru peningarnir hvorki reiknaðir eftir stæröfrðæislegum reglum né eftir ágizk- un veraldlegra manna. “Alt, sem maðurinn á, gefur hann fyrir líf sitt.” Og þó að' peningaelskan sé núna ríkjandi í sál þinni, þá kemur dagur, þegar gróði mun enga þýðingu hafa. í dimmu dauðans skuggadals mun hið skínanda gu’l ekki seöja hið gráðuga auga. Þégar náttúran hefir náð tak- mörkum sínum, er auður sá, sem margir hafa notað alla sina æfi til að hrúga saman, eins lítils virði og sandur á sjáf- arströnd. Og þegar reikningsasakapar dagurinn kemur, þegar þjóðir jarðarinnar munu safnast um 'hið mikla hvíta hásæti og hafið skilar hinum mikla fjölda dauðra" manna; þegar allir, sem í gröfunum eru, munu lieyra raust Guðs sonar; þegar framliðnir, smáir og stórir, munu sjá dómarann, sem Guð hefir kjörið til að dæma; þegar dómurinn, sem ákveður hina eilífu velferð eða dauða mannanna, er undir hans orðum kominn, æ, frammi fyrir hinum heimilis’ausa galiieiska píla- grimi, sem dó fyrir oss og hvers fátækt menn svo lengi hafa fyrirlitið, hvað munu peningar þá koma koma til leiðar ? Mun það gagna mönnum þá að hugsa um feykimikla ríkdóma, ef þeir hafa engan fjársjóð á himnum og enga syndakvitt- un, sem er innsigluð með blóði Krists? Þú jarðarbúi, sem ert fæddur til að mæta sorgum og erfiðieikum, gá þú að þér, að þú leggir ekki elsku þína á ófor- gengilegu hlutina. Eftir ofurlitla stund munu a'lir jarðneskir hlutir líða undir lok. “Heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.” Vertu viss um, að þú byggir á öruggum grundvelli. Láttu sál þína hvíla á hinum eilífa kletti. Kásta þú byrði þinni á Krist, lamb Guðs. Fyrir- líttu dekur hins hnignanda heims. Treyst þú ekki auðæfum, sem munu bregðast þér á degi neyðarinnar. Vertu viss um, að þú ert eigandi þess auðs, sem mun bjarga þér, þegar þú þarft á hnoum að halda, í lífi og dauða, um tíma og eilífð. f dag standa fyrirgefning, náð, frels- un og eilíf dýrð þér til boða. Ætlar þ,ú að hafna öllu þessu? Á morgun getur þú ef til vill, boðið þúsund guineas fyrir augnabliks náðartima og alt til einskis. Meðan þú enn ert meðal hinna lifendu, þá vel þú þér hið góða hlutskifti: “Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn.” II. L. H. Frjálsrœði og drykkjuskapur. Enkur bsikup nokkur sagði einu sinni: “Eg vil heldur sjá England frjálst en al- gáð.” Þetta notaði hinn frægi prestur Farrar eitt sinn sem ræðuefni, og sagði þá meðal annars: “Skorpkvikindi það, sem að eins hefir frjálsræði til að bylta sér á bálið, er ekki frjálst. Skip það, sem að eins hefir frjálsræði til að fleygj- ast upp i klettana, hrakið af vindi og sjó, án nokkurrar stjómar, er ekki frjálst. En 128,000 vínsöluihús, hálf mil- lión manna, sem kærðir hafa verið fyrir drykkjuskap og ólöglegt athæfi á einum tíu árum, 100,422 rán á að eins einu ári, 2,736 misþyrmd börn og konur, 16,525 ákærðar konur fyrir drykkjuskap, aðeins í London á einu ári, — ef alt þetta þýðir frjálsræði, þá látum oss heldur í nafni himinsins, velja dygðanna heilsusamlega þrældóm, kristilegra laga bönd, því þræl- dómur sá er betri en þvílíkt frjálsræði.”

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.