Stjarnan - 01.03.1921, Side 15

Stjarnan - 01.03.1921, Side 15
STJARNAN 47 kemur út mánaðarlega. Útgefendur : The Western Canadian Union Conference of S.D.A . Stjarnan kostar $1.50 um áriS i Canada, Bandaríkjunum og á Islandi .1 fBorgist fyrirfram). Ritstjóri ocj Ráðsmaður : DAVÍÐ GLJDBRANDSSON Skrifstofa: 302 Nokomis Building, Winnipeg, Manitoba, Canada. J Talsími: A-4211 Hve marga? (NiSurl. frá bls. 34) “GjörSu svo vel.” “Mundir þú gjarnan vilja sjá móður þína reykja vindla, tyggja tóbalc, saurga varirnar, óhreinka andardráttinn og eitra blóðiS eins og þú gjörir? Mundi þig langa til að heyra hana blóta, bölva og nota óþverra mál? Mundi þig langa til að hún kæmi og sæi þig núna?” Með lágri rödd svaraði hann: “Nei, með engu móti.” “Mundi systur þinni geðjast að því að sjá 'hvað þú ert að gjöra núna?” Hann ansaði engu. “Mundi unnusta þín gleðjast yfir því, að sjá þig núna? Mundir þú vilja kvong- ast henni ef hún reykti og tygði tóbak og biótaði eins og þú gjörir?” “Nei, það mundi eg ekki gjöra.” “Hvaða rétt hefir þú þá til að heimta af henni hreinleika, fegurð, göfuglyndi og alt sem gott og æskilegt er, og svo gefa henni óhreint hjarta, líkama, eitrað- an af níkótín og saurugan munn og andardrátt—hinn óhreina mann, sem þú ert? Hvaða rétt hefir þú til.að heimta af henni það, sem þú ekki heimtar af sjálfum þér? “Og enn framar: Hve marga unga rnenn þekkir þú, menn, sem þú ert í fé- lagsskap við, — hve marga mundir þú vilja sjá eignast þína hreinu systur? Hve marga?” Hinn ungi hávaxni' niaður, sem stóö hjá mér, henti vindlinum út á strætið, hristi efablandinn höfuðið og gekk i burtu. fLausl. þýtt eftir J.M.H.)

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.