Stjarnan - 01.03.1921, Qupperneq 16
SPURNINGA-KASSINN.
Hcrra ritstjóri Stjörnunnar, viltu
gjöra svo vel að segja mér, hvort
barnaskírn sé nefnd eða skipuð I
nýja testamentinu?
Biblían kennir skýrum oröum, aö
engum manni sé leyít aö bæta viö
cða fella úr Guðs orði. “Bættu
engu við Guðs orð, svo að hann
hegni þér ekki, og þú reynist ó-
s'annorður.” (Orðskv. 22: 18, lQh
Svo vér skiljum hve hræöileg sú
villa er, að breyta eða draga úr
orðum frelsarans.
1 bréfinu til Galatamanna talar
Pá'l postuli um hve nauðsynlegt
það er að kenna fagnaðarerindið
eins og það kom frá frelsaranum:
“En þó vér eða engill frá himni
boðaði yður náðarlærdóminn öðru-
visi, en eg hefi kent yður, hann sé
bölvaður.” (Gal. 1:8).
Hvað kendi þá frelsarinn við-
víkjandi skírninni? Hvenær og
hvernig skírði hann, sem sjálfur er
vegurinn og fyrirmynd vor i öllu?
Hlustið á hans eigin orð: “Mér er
alt vald gefið á himni og jörðu ; far-
ið og kennið öllum þjóðum, og
skírið þær í nafni Eöður, Sonar og
Heilgas Anda” (Matt. 28: 18, 19J.
Það fyrsta, sem postular Drott-
ins, samkvæmt skipun frelsarans,
uröu að gjöra, var að uppfræða
fólkið um veg hjálpræðisins og þar
næst, eftir að fólkið var búið að á-
kveða að hlýða fagnaðarerindinu,
að skíra það. Að Kristur hefir
meint þetta, kemur enn gleggra í
ljós í orðum hans í Markúsar guð-
spjallinu: Sá, sem trúir og verður
skirður, mun hólpinn verða, en sá.
sem ekki trúir, mun fordæmast.”
(Marlc. 15: 16).
Trúin verður að anga á undan
skirninni. Maðurinn verður að
sannfærast um synd sína, gjöra iðr-
un, trúa og breyta eftir fagnaðar-
erindinu fyr en hann er hæfur til
að skírast. Lítil börn hafa ekki vit
á að trúa á Guð. (5. Mós. 1: 39J-
Hjá Pétri postula fáum vér upp-
lýsingu um hvað skírnin er. “Og
nú gjörir skrnin, sem ekki er burt-
tekt líkamans saurugleika, heldur
sáttmáli c/óðrar samvizku við Guð,
eins og eftirmynd (hinnar fyrri
frelsunar) oss hólpna vegna upp-
risu Jesú Krists” (1. Pét. 3:21,).
Til þess að gjöra þennan sáttmála,
verður maðurinn að vera fullorð-
inn, aö hann hefir skilning á, hvað
hann er að gjöra. Lítil börn geta
ekki gjört sáttmála.
Skírnin er einnig greftrun hins
gamla synduga manns. “Eða vitið
þér ekki, að vér, svo margir sem
skiröir eruni til Jesú Krists, vér
erum skirðir til hans dauða? Vér
erum því greftraðir með honum
fyrir skírnina til dauðans, svo að
eins og Kristur uppreis frá dauðum
fyrir dýrð Föðursins, svo eigum
vér einnig að ganga í endurnýjungu
lífsins” (Róm. 6:3, 4).
Skirnin er eins og undirskrift
sáttmálans milli Guðs og hins iðr-
anda syndara upp á það, að hann
hú cleyðir hinn gamla mann, drekk-
ir honum í skirnarvatninu og ris
trpp nýr maöur i Drotni. Biblían
ta'ar þess vegna að eins um eina
skirnaraðferð og er það niðurdýf-
ingarskirnin. Þannig var Jesús
skirður af Jóhannesi, þegar hann
var 30 ára gamall (Matt. 3: 16 og
Lúk. 3:21-23). Samskonar aðferð
notuöu postularnir (Post. 8:38).
Það var skírn að eins þar sem “var
vatn mikið” (Jóh. 3:23).
Vatnsausturinn er ekki nefndur í
biblíunni. Á íslandi var það sið-
ur í heiðni að “ausa barnit vatni“ á
sama hátt og það er gjört í þjóð-
kirkjunni enn í dag. Biblían viður-
kennir ekki vantsaustur. (Sjá: Ef.
4:5; Lúk. 2:11; Róm. 3:26; Post.
19: I-5J. Frá bibliunni er barns-
skírnin því ekki lcomin, hún er þar
hvorki nefnd né skipuð, en vatns-
austurinn er kominn úr heiöni gegn
um kaþólskuna til vor.