Stjarnan - 01.03.1921, Síða 12

Stjarnan - 01.03.1921, Síða 12
44 STJARNAN hring.” Est. 3:12. Þetta er þaö, sem innsiglishringurinn var notaður til. Nafn konungsins var á hringnum og meS þess- um hringi var nafn hans prentað á skjaliö. Þannig voru lögin innsigluö og sett í gildi. Vér þurfum aö eins að muna þetta til þess að geta skiliö þaS, sem vér reynum a5 sanna, nefnilega, aS teikn eöa innsig’i Guös er notaö í sambandi við lögmál hans. Þaö er þaö í lögmáli hans, sem gefur því gildi. “Eg þarf varla aS taka þaS fram, aS þaS er þrent, sem veröur aö vera í hverju löglegu innsigli: Fyrst nafn em- bættismannsins; í ööru lagi titill hans og í þriöja lagi þaö svæöi, sem embætti hans nær yfir. Þegar forseti Bandaríkj- anna, herra Wilson, staöfestir lög eöa önnur skjöl, svo ritar hann: Woodrow Wi'son, forseti Bandaríkjanna. Þaö nægir ekki, aö hann riti aö eins nafn sitt; þvi þaö eru aörir menn, sem hafa sama nafn. Og ekki heldur nægir þaö, að hann riti aö eins nafn sitt og titil; því þaö getur vel skeö, að einhver Wood- row Wilson sé forseti einhvers verzlun- arfélags eöa annars fyrirtækis. Nei, þaö er þrent, sem verður að vera á innsigl- inu: Woodrow Wilson fnafniðj, forseti (titilD, Bandaríkjanna (svæðiðj. Látum oss nú sjá, hvort þessi megin- regla sé gildandi þegar vér förum að rannsaka lögmál Guðs, tiu boðoröin. “Hiö fyrsta og fimm seinustu boðorð- in nefna ekki Guös nafn, svo í þeim þurf- um vér ekki að leita aö neinu innsigli. Annað, þriöja og fimta nefna aö eins nafn hans. En hið fjórða, hvíidardags- boðorðiö, nefnir nafn hans, titil og svæöi. “Sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins Guðs þíns.” Hér höfum vér nafn hans. “Á sex dögum gjörði Guö himin og jörð og haf og alt, sem í þeim er.” Hér er honum lýst sem skapara og svæði hans er himinn og jörð. Drott- inn, skapari alheimsins, er embættis tit- ill hans. Fjóröa boðorðiö er innsigli hins guðdómlega lögmáls; án þessa boö- orðs mundi lögmálið ekkert gildi hafa. Vér skiljum nú öll, aö þessu er þannig varið.” Enginn kom meö spurningu. Máliö var öllum skiljanlegt. “Guð bendir ætíð á þann sannleika, aö hann er skaparinn. Þessi háleiti sannleikur er grundvöllurinn, sem Guð hefir lagt til þess,.að vér skulum trúa á hann og hlýða honum. Sjáið I. Mós. 1:1; 2. Mós. 20:8-11; Jer. 10:10-12; Sálm. 96: S þ 33 : 6-9, og aðrar ritningar- greinar. Og séu hér menn, sem eru á leiö til heiðingjanna sem trúboöar, þá munið eftir aö aö eins þessi sannleikur, sem hið fjóröa boöorð fþriðja í kver- inuý hefir að geyma ásamt hlýðni við þetta boðorð mun sannfæra heiöingjana um yfirburði Guðs yfir öllum öðrum guðum.” “Gjörið svo vel að útskýra þetta dá- íitið betur,” sagði séra Spaulding. “Já, með ánægju. Heiöingjamir trúa mikilleika sins guös eöa sinna guða; en þeir tilbiðja þá ekki sem þá guöi, er mátt hafa til aö skapa og framleiða. Þeg- ar þér komið með óhrekjandi sannanir fyrir því, að Guð er skaparinn og aö hann hefir þess vegna framleitt alla hluti, sem. heiöingjarnir tilbiöja, svo mun skurðgoða dýrkandinn sjá, að goöin sjálf veröa að lúta Guði. Hvíldardags- boðorðið veröur heiðingjanum til merk- is um þaö, að hann veröur að sýna Guðí heiður og trúmensku í staðinn fyrir skurðgoöin. Og með því að þér breytið eftir þessu boðorði mun það hjálpa heið- ingjanum til að skilja, að Guö er lifandi Guð, sem kemur hlýöni til leiðar í hjört- um þeirra, sem vilja honurn þjóna.” “Þetta er ágætt, séra Anderson,” mælti séra Spaulding. “Vér trúboðar gerum vel í að gefa þessu gaum,” Nú stóð herra Conan upp: “Séra And- erson”, mælti hann, “hvernig er merkí dýrsins variö? Þér eruð algerlega kom- inn burt frá því efni.” “Eg held, herra Conan,” mælti prest- urinn, “að eg gefi yður tækifæri til að svara yðar eigin spurningu. Ef hvíldar-

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.