Stjarnan - 01.04.1921, Blaðsíða 3
STJARNAN
5i
Messías.
Bftir J. G. Matteson.
“Viö' höfum fundið Messías, það út-
legst Kristur’’ (Jóh. 1: 42). Messías eða
Kristur er útlagt “hinn smurði”. Kon-
ungarnir, prestarnir og jafnvel spámenn-
irnir voru smurðir hjá Gyðingum. Það
var vígsian, sem fór fram áður en mað-
urinn var settur í embætti (1. Sam. 1: 10;
2. Mós. 40: 13; 1. Kong. 19: 16J. Vér
höfum engan vitnisburð um að Jesús
væri þannig smurður eða vígður af mönn-
um til að taka hið heilaga embætti sitt.
Hann var smurður af honum, sem er
mönnunum æðri, og það áður en menn-
irnir voru til. “Frá eilífð er eg smurður,
frá byrjun, fyrri en jörðin var til” (Orös-
kv. 8:23). 1048 árum áður en Kristur
kom í heiminn vitnaði sálmaskáldið hebr-
ezka skýrum orðum um þetta: Eg hefi
sjálfur smurt mi.nn konung fyrir mitt
heilaga fjall, Zíon. Eg vil kunngjöra
Drottins ályktun; hann sagði við mig:
þú ert minn sonur, í dag ól eg þig” þSálm.
2: 6, 7). Og ritningin lætur oss ekki
vera í neinum vafa um, með hverju Guð
hefir smurt hann: “Guð smurði Jesúm
af Nazaret með Heilögum Anda” þPost.
10:38). Smurður af Guði með sann-
leikans anda var Messias fær um að inn-
leiða í heiminn hinn himneska sannleika
og kenningar þær, sem skinu frá orðum
■hans. Og þar eð hann var klæddur al-
mættiskrafti frá hæðum, var hann fær
um að framkvæma þau verk, sem gjörðu
hann frægan meðan hann dvaldi hér á
jörðinni. Þessi smurning hvíldi yfir
Messiasi, ekki einungis sem kennara og
spámanni, heldur og sem hinu saklausa
og hógværa fórnarlambi, sem sært var
vegna vorra misgjörða og lemstrað vegna
vorra synda. í hinum himneska helgi-
dómi hvílir smuming Guðs enn yfir
æðsta presti vorum. Þegar hinir opnu
himnar munu opinbera son Guðs á hinum
mikla degi, þegar dýrðarljómi hinna
himnesku hersveita mun skína eins og
elding frá austri ti;l vesturs, þegar kon-
ungur konunganna og Drottinn drotn-
anna mun opinberast í thátign og ljóma
Föðursins til þess að láta hegningu ganga
yfir hina óguðlegu og til 'þess að frelsa
sitt fólk, þá mun Messías í sannleika
sýna sig sem Guðs smurða, íklæddan
anda vísdóms og almættis krafti.
Hann lauk kennaraembætti sínu. Hið
æðstaprestslega embætti hans mun innan
skamms vera á enda. En á konungsem-
bætti hans mun enginn endir verða (Lúk.
1:33J. Gegnum allar aldir eilífðarinn-
ar, þegar Guðs fólk safnast um frelsara
sinn og höfðingja áhinni nýju jörðu, mun
hann halda áfram að vera konungur
þeirra — Guð, Messias. Þessi smurning
mun aldrei tapa krafti sínum. Þegar tíu
þúsund ár eru liðin, mun dýrð hans eng-
an veginn vera minni og Guðs fólk ekki
gleðjast minna við að skoða þessa himn-
esku dýrð, “dýrð, sem hins eingetna Eöð-
ursins”, full náðar og sannleika” þjóh.
1: 14). Þeir munu aldrei verða þreyttir
af að fagna fyrir hans augliti í hinum