Stjarnan - 01.04.1921, Síða 4

Stjarnan - 01.04.1921, Síða 4
52 STJARNAN yndislegu sölum á himnum, viö hina hægri hönd GuSs. (Sálm. i6:iiJ. Og er þaS engin furða; “því í honum býr öll fylling 'guðdómsins l'ikamlega” (Ivól 2: g). Messías var sannur Guð, fæddur af Föðurnum áður en hann nokkurn tíma varð maSur. “Og er orSinn englunum þeim mun hærri, sem hann ihefir þeim háleitari tign öSlast. Því við hvern af englunum hefir GuS nokkurn tíma sagt: “Þú ert minn sonur, í dag gat eg þig. Og enn aftur segir hann: Eg skal vera hans FaSir og hann skal vera minn sonur“ En þegar hann aftur boSar komu síns frumgetna sonar í iheiminn, kveSur hann svo aS orSi: “Allir englar skulu tilbiS ja hann”.” “ÁSur en fjölin voru niður lát- in, áður en hæðirnar' urðu ti;!, er eg fæddur.” ("OrSskv. 8:25). Undir eins og mennirnir urðu til, og sérstaklega eftir fall þeirra, sýndi Mess- ías ‘hinn mesta áhuga á velferð þeirra. “Eg hefi minn fögnuS af mannanna börnum.” “Því engan veginn tekur hann aS sér englana, heldur Abrahams niSja.” Englunum, sem syndguðu, hefir afturhvarfiS aldrei veriS boSaS. En til niSja Adams hljómar hin blíða rödd fagnaðarerindisins. Á mörgum stöSum i gamla testament- inu finnum vér frásagnir um hvernig Messías í þá daga sýndi sig þeim, sem elskuSu hann og leiddi þá inn á lífsins eiiífa braut. Þrir englar heimsóttu Ab- raham i Mamre lundi. Einn þeirra var Drottinn eða Messias. “HershöfSingi Drottins” opinlberaSist Jósúa (Jós. 5: 15). Hann getur ekki veriS neinn annar en Messias; því hann er sjálfur höfuð- engill eða foringi englanna. Hann gekk einnig meS ísraelsmönnum um eyðimörkina. “Drottinn gekk fyrir þeim á daginn í skýstólpa, til aS vísa þeim veg, en á næturna í eldstólpa, til aS lýsa þeim, svo þeir gætu ferSast nótt sem dag” (2. Mós. 13: 21). Hver sá Drottinn var, sem var svo kærleiksríkur að leiða þá á öllum þeirra vegum, hefir Páll post- uli sagt oss skýrum orðum: “Og þeir neyttu allir hinnar sömu andlegu fæSu, og drukku allir hinn sama andlega drykk; því þeir drukku af hinni andlegu hellu, sem þeim fylgdi; en þessi hella var Kristur” (1. Kor. 10:3, 4). EátiS þetta uppörva hjörtu vor, þegar vér sjáum þá innilegu umhyggju, sem GuSs sonur forSum sýndi sínu fólki, svo aS hann sá bæSi um hina tmanlegu og andlegu vel- ferð þess. Þetta var alt gjört til þess aS draga hjörtu þeirra til GuSs, að þeir mættu trúa á endurlausnara sinn og búa sig undir hið eilífa líf í GuSs ríki. Ó, að GuSs himneski kærleikur, sem yfir oss er úthelt í svo ríkum mæli gegn um son hans eingetinn, Messías, mætti hvetja oss alla til að sýna honum kærleika, svo aS vér getum lært aS leska GuS og elska hverjir aðra. Já, læra jafnvel aS elska þá, sem oss hata, til þess að vér getum orðið börn FöSur vors á himnum. (Matt. 5:45T FœtSing Jesú. HiS undraverðasta timabil í mannkyns- sögunni kom, þegar Messías “varð hold og bjó meS oss”; þegar hann “minkaði sjálfaní sig, tók á sig þjóns mynd, varS mönnum líkur” (Fil. 2:7). Á undan þeim tíma var hann “í GuSs mynd”. (6. versj. En hann “miklaðist ekki af því, að hann var GuSi likur.” Hann var fús til, vor vegna, aS lítillækka sjálfan sig svo mikiS, að hann lét sig fæða af konu, “svo aS hann af GuSs náS liSi dauSann fyrir alla”. Þannig varð hann sannur maður. Hann sameinaði guðdóminn og manndóminn og varð á þann hátt sannur Guð og sannur maður. Oss eru mjög vel kunnar þær mótbár- • ur, sem fríhyggjumenn og spottarar koma með á móti þessu. ÞaS er ekki á- form vort að snerta þær mörgu óhreinu hugsanir, sem eru sprottnar af spiltum og saurugum heilum og oft og tíðum kiæddar eins prýðilegum orðum; en vér viljum hér benda á fáeinar skoSanir, sem geta verið eins og vörn á móti vantrú.

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.