Stjarnan - 01.04.1921, Síða 6
54
i
STJARNAN
lagöur i jötuna. Því hann fékk “ekki
húsrúm í gestaherberginu”. Heimurinn
er stór, en hann fann varla pláss handa
sinum bezta vini. Þannig er heimurinn
j ann dag í dag. Jesús drepur oft á dyr
hjartans, en finnur ekkert húsrúm. Beztu
viðtökurnar eru honum sem oftast veitt-
ar í kofum fátæklinganna.
H'inn lengi iþráöi Messías kom í heim-
inn. Móses, hinn fraegi maöur i ísrael,
benti á hann þegar hann sagði: “Drott-
inn, þinn GuS, mun vegja þér spámann,
kominn af þinu fólki, lílcan mér; honum
skuluö þér gegna” (5.MÓS. 18:15). Hin-
ir helgu spámenn, sem GySingarnir héldu
í heiöri, hafa vitnaö' um hann. Svo vér
mundum vænta þess, aö prestarnir og
hinir skriftlæröu myndu heilsa honum,
þeim Messiasi, 'hvers þjónar þeir sögð-
ust vera. Nú var þeim veitt tókifæri til
aö færa hinni fátæku móður gjafir og
tilbiðja þann, sem Guö hafði smurt.
Sérðu ekki hvernig þeir koma til hans
í langri skrúðgöngu með guöræknissvip
og trúuð hjörtu?
Fjarri fer þvi. Þess konar áhorfend-
ur voru ekki við jötu Jesú. En heið-
ingjarnir komu frá fjarlægum löndum
með gull og reykelsi og féllu fram og
tilbáðu barnið. Hinir fátæku hirðar fengu
orðsendingu frá himnum. Dýrð Drott-
ins skein kring um þá og Guðs engill
kom til þeirra og vitnaði um Drottin
Jesúm, að hann væri fæddur í borg Da-
víðs og lagður í jötu. Stjörnurnar tindr-
uðu og hjaröirnar voru í ró og næði á
beit meðan nóttin bergmálaði af söng
hinna himnesku hersveita, sem fylti
hjörtun hirðanna með fögnuði: “Dýrð
sé Guði i upphæðum, friður á jörðu og
velþóknan yfir mönnnuum.” Hinir fá-
tæku hirðar sá, trúöu á, lofuðu og veg-
sömuðu Guð.
o-
Krossmarkið.
Eftirfarandi grein birtist fyrir nokkru
í lútersku blaði, sem heitir Decorah Pos-
tcn oggefið er út í Bandarikjunum. Hún
er að mörgu leyti sérstök i sinni röð í
lútersku blaði; en þar sem óvilhallur
maður á hlut að máli, kemur sannleik-
urinn ætíð fram í dagsbirtuna.
Margar falskenningar hafa smeygt sér
inn i ihina kristnu kirkju. Eiga þær all
ar rót sína að rekja til þess félagsskapar,
sem átti uppruna sinn í Babýlon. Þessar
kenningar hafa farið um alla kristnina,
svo að þessu falska babýlonska trúar-
kerfi viðvíkjandi kemst Opinberunar-
bókin þannig a ðorði: “Hún er fallin,
ihún er fallin, sú mikla Babýlon, sem
byrlað hefir öllum þjóðum vín sins eitr-
aða saurlifnaðar.” Vínið kenning hinn-
ar föllnu kirkju, og Guð varar oss við
að smakka á því.—Ritstj.
“Ríkisfornfræðingurinn dr. Oscar
Montelius, hélt fyrir nokkrum árum sér-
staklega eftirtektaverðan fyrirlestur í
stúdentafélaginu i Kristjaniu. Salurinn
var troðfulur. Efni fyrirlestursins var
lýsing á hvernig krossinn varð merki
hinna kristnu, hinn latneski kross, hvers
efri álma er enn legnri en hin neðri.
Þessi kross er ekki, eins og alment er
álitið', eftirlíking af þeim krossi, sem
reistur var á Golgata. Með því að taka
betur eftir, mun maður finna fljótlega
út, að þetta krossmark svarar ekki til
sköpulags mannslíkamans, og að festa
þvertréð svo neðarlega á hið fallbeina,
lýsir sérstakri óhagsýni. ÞaS hefði far-
ið miklu betur að hafa þaö því sem næst
úpp við efri enda þess.
Hinn latneski kross ihefir myndast af
hinum gríska, er hefir fjórar álmur al-
ar jafn langar. Flvernig er svo upphaí
liins griska kross? Til þess að finna það