Stjarnan - 01.04.1921, Síða 7

Stjarnan - 01.04.1921, Síða 7
STJARNAN 55 veröum vér að fara langt til baka í tím- ann, til hinnar fyrstu kristni, og verðum vér þá aö viöurkenna, að <hinir kristnu hafi ekki fullkomlega losaö sig frá hinum heiðnu erfikenningum, er þeir höfðu tek- iS aö erfSum eftir forfeSur sína, og lialdið svo áfram á mismunandi hátt. Mjög snemma á tímum, fyrir 'þúsundum ára, finnum vér marga, sem trúSu aS hjólið líktist mjög sköpulagi sólarinnar; sú hugmynd þróaðist meðal fólksins, að sólin væri nokkurs konar kringla, eins- konar ihjól, sem brunaði áfram í himin- geimnum. Þegar maöur svo athugar, aö einnig vagnar, sem í byrjun voru notaðir til daglegrar vinnu, höfðu hjól, sem ekki voru annað en sívalningar með gati í miðjunni, þá sér maður fljótlega sam- bandið. Hjólið var í lögun sem sólin, og sólin var hinn æðsti guödómur. Án hennar var engin ánægja og engin feg- urð. Hjólið, það er aö segja hjól meö rjórum spælum, varð svo smárn saman til þess að mynda guðdóminn yfir höfuð, og þessi ímynd (symbolj birtist svo aft- ur í krossmerkinu meðal hinna kristnu. Á óteljandi myndum frá fornt.ímanum finnur maöur sólina eins og hjól með fjórum spælum jafnt, eða alveg eins í hinum norðlægu löndum. Frá ímyndun- inni um sólina sem hjól þroskaðist smátt •og smátt hugmyndin um guðdóminn, sem æki í gegn um himinhvolfið í vagni sínum, og væri dreginn af fjórum hest- um. Hjólið, eins og skýrt hefir verið frá því, varð nokkurs konar alment jarteikn •og hinir kristnu tóku það til meðferðar sem ímynd guðdómsins. Vér finnum það einnig notað sem geislabaug, ekki •einungis á bak við höfuð Krists, heldur einnig bak við persónugervinga af Guði Föður og Heilögum Anda, þar á móti aldrei yfir höfðum annara persóna. Og þannig var það með Maríu mey, sem þó var svo nátengd hinum þríeina guðdómi, að hún hafði aldrei um sig slíka geisla- baug. Á þessu sést, að það er glögt merki guðdómsins. Annað, sem er þessu til sönnunar, er það, að maður á ein- stöku myndum af Kristi sér höfuð hans innilukt í bogamynduðum geislum. Þetta voru geislar sólarljóssins, að undanteknu því, að spælina vantaði. Hinn sami geislasveigr er látinn prýða höfuð Ap- polons. Það er fullkomlega skýrt, að þessi tvö jarteikn eru eitt og ihið sama. , Smám saman, eftir því sem tíminn leið, hvarf í burtu ummálshringur ljóss- ins, ,en spælarnir stóðu eftir; þannig fengu menn hinn gríska kross. Af hon- um myndaðist svo aftur hinn latneski. Þetta skeði á tvennan hátt. Sumpart við framlenging á neðri hlutanum, og sumpart með því að krossinn var látinn á staf, og að svo merkið milli kross og stafs smátt og smátt hvarf. Að kross hugmyndin er talsvert eldri en hin kristna trú sést af því t. d. að hinn griski kross kemur fyrir á austur- ienzkum myndum frá niundu öld fyrir fæðingu Krists sem ímynd mánans., og á hinum og þessum stöðum hafa menn funudið hinn gríska kross meðal annars á peningum hins heiðna keisara Max- entiusar; krossinn var þá enn ekki orð- inn óbrigðult einkenni kristindómsins. Það sýnir sig glögglega, að krossinn er eklci merki upp á Krists lítillækkun og dauða, heldur þvert á móti upp á guð- dómseðli hans. Merki sólarinnar hefir þróast og náð framgangi sínum meðal 'hinna kristnu. í samræmi við það, sem liér hefir verið sagt, er einnig þetta, áð kristnir menn halda helgan sunnudag- inn, dag sólarinnar, á meðan Múhameðs- trúarmenn halda helgan föstudaginn og Gybingar laugardaginn. Fylgismenn Krists og Múhameðs- trúarmenn hafa þannig öldum saman barist sín á milli undir sóarinnar og tunglsins merki.”

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.