Stjarnan - 01.04.1921, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.04.1921, Blaðsíða 9
STJARNAN 57 Hún elskaöi GuSs orð. Hana langaði til að sonurinn færi að elska það. Og til þess aS ná því marki baö hún, og grét vfir þessari bók fhann tók ihina undir- strikuöu biblíu upp frá borðinu) og i þeirri von gjöröi hún þaS, ab GuS á ein- hvern hátt myndi blessa tilraunir henn- ar. Og þaS hefir hann gjört. Sonur hennar er búinn aS finna Drottinn. En látiS mig bæta þvi viS, háttvirtu vinir, aS þessi bók og bænir þessarar móSur hafa veriS verkfæri í Drottins hendi til aS stööva mig í ham-hlaupi mínu ” Svo innilega og svo alvarlega talaöi hann, aS þaS var eins og andrúmsloftiS sjálft væri fult af kærleika og mildi GuSs. “JEtliS þér virkilega aS ganga hina sömu leið og eg, séra Spaulding?” spuröi Haraldur Wilson. Sem svar uppi á 'þessa spurningu tók séra Spaulding fram skjal, er hann hafði i hyggju aS lesa hátt fyrir farþegunum. ÞaS var skilnaSarbréf til þess kirkju- ráSs, sem var búiS aS senda hann út til heiSingjanna. BréfiS hljóöaði þannig: “Kæru bræöur í Drotni! “Hér meS ætla eg aS tilkynna ySur, aö GuS á undraverðan hátt hefir haft áhrif á mig á þessari ferð og veitt mér skiln- ing á því, aö eg, eins og Sál frá Tarsus, hefi reynt aS spyrna á móti broddunum. Jafnvel áSur en ferS minni er lokiö, finn eg sjálfan mig að öllu leyti svo óánægð- an með þá trú og kenningu, sem eg hafö'i þegar eg lagði af stað, aS eg sé, aö eg verð aS hverfa frá því, sem eg hafði á- sett mér aö framkvæma í Austurálfunni og biSja ySur um aS viSurkenna þessa embættisafsögn mína og skoSa mig ekki sem meðlim trúboSsnefndarinnar lengur. “LátiS mig nú gjöra yöur þetta aö öllu leyti augljóst og leyfið mér í fáum oröum aö segja yöur dálitiS úr lífs- reynslu minni. “Eins og þér vitið, hefi eg oft og tíS- um veriö kosinn af trúbræörum mínum til aö verja trúarskoSanir vorar gagn- vart hvíldardagshöldurum, sem vér héld- um væru villuráfandi sauSir. Eg átti oft i kappræSu viö þá, og trúbræöur mínir héldu, aS mér hepnuöust þessar tilraunir vel. Eyrir nokkrum árum var eg í Ar- kansas kosinn til aS segja þeim strið á hendur, sem brutu sunnudagalögin. Einnig á þessu svæði hepnuðust mér öll fyrirtæki og eftir minni ákæru og min- um vitnisburöi voru margir þeirra fundn- ir sekir ogvar mér hrósaS á kirkjuþingi voru fyrir dugnaSinn. “En eg 'hefi alla tíð síðan eg varS prestur eins og haft það á tilfinningunni, aS skoðanir mínar væru ekki að öllu leyti grundvallaSar á GuSs oröi. Oft og tíöum hefi eg, jafnvel í hinum heit- ustu kapipræöum, eins og heyrt mjúka rödd hvísla í eyra mér og segja, aS eg heföi ekki á réttu aö standa; en eg hefi veigrað mér við að gefa henni gaum, og meinti a það væri aö eins veikleiki hjá mér. Og 'hugsunin um aö rannsaka skoöanir mínar betur hefi eg ætíö sett til bliöar. Eg óttaöist ávalt aS breyta trú minni og þar fyrir utan var mér meira ant um aS hafa viöurkenningu minnar kirkju, en aö komast að raun um hvort eg bygSi á grundvelli sannleikans eða ekki. “Ýmislegt hefir boriö viö, sem for- sjónin hefir notaö til aö auömýkja mig i duftið. Eg hefi séö dyr hjálpræðisims opnaðar og hiö innblásna ljós hefir skin- ið á vegi mínum og Guðs kærleikur hefir fylt hjarta mitt og leitt mig til þekking- ar á sannleikanum, svo aö eg hefi nú aö öllu leyti falið mig Guös anda á hend- ur og mig langar til að vera undir áhrif- um hans ög handleiðslu. Eg hefi fund- ið lífsleiðina réttu, og ætla meö gleði aö feta í fótspor Meistarans. Mótsagnirn- ar og efasemdirnar eru að eiífu horfnar úr sálu minni og andi Drottins vitnar méð mínum anda að eg er Guös barn. “í einu orSi sagt, bræöur mínir. eg er nú orðinn hvíldardagshaldari. Hinn sjöundi dagur er mér nú orSinn Drott- ins dagur. “í von um aS þér sýnið mér umburð-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.