Stjarnan - 01.04.1921, Side 12

Stjarnan - 01.04.1921, Side 12
6o STJARNAN ingc var stórkostleg. Kring um tuttugu manneskjur risu undir eins upp. Kershaw dómari rétti honum fljótlega höndina. “Vinir mínir,” sagöi hann og sneri sér móti fólkinu í salnum. “Þessi dagur og hinar undraveröu blessanir hans leiöa hugsanir mínar til þeirrar ’oænar, sem hinn aldraöi Símeon bað i musterinu: “Lát þú nú, Drottinn, þjón þinn í friöi fara, eins og þú hefir mér heitið, þar eö eg hefi fengiö að sjá hjálp- ræöi þitt”. Lúk. 2:29, 30. Eg hefi fundið hugsvölun, og þó að eg sé hér um bil sjötugur, er þetta í fyrsta sinn á æfi minni, sem eg hefi haft friö í hjarta mínu. Næst talaði hferra Sfeverance: “Eg hefi rekið verzlun i meir en þrjátíu ár. Frá blautu ibarnsbeini hefi eg ávalt þráð að geta breytt réttilega; en af einhverri orsök var eg kominn á þá skoðun, að kristindómurinn væri lítils virði og að eg fyrir mitt leyti þyrfti ekki annað en lifa hreinu lífi, svo myndi alt að lokum verða gott. “Til þess að geðjast konu minni og ef til vill að auka verzlun mína, gjörðist eg fvrir nokkrum árum meðlimur kirkjunn- ar; en það var ekki nema til að sýnast fyrir mönnum og eg verð að játa, að eg hefi aldrei átt frið í hjarta mínu. “Fyrir tveimur árum heyrði eg séra Anderson prédika í San Francisco. Hann talaði skýrt og eg kannast við, að að nokkru leyti líkaði mér boðskapur hans vel, en hjarta mitt var órótt eftir sem áður. “En síðastliðinn þriðjudag kom pré- dikun séra Andersons méra til að kann- ast við synd mina og minn eiginn óverð- ugleika, og eg fékk skilning á því, sem Guð vil að eg gjöri. í boðskap séra And- erson’s um hvíidardaginn sá eg ljós, sem sýndi mér hvernig eg leit út i aug- um Guðs. Eg fann, að eg var sekur ag dæmdur vegna synda minna. Og þó fylgdi -huggun boðskap hans. Eg hefi fundið læknismeðal fyrir minn þreytt^ anda. í dag er eg frjáls og eins og nýr maður. En það er alt fyrir Guðs miklu náð. ^Nú er hvíldardagurinn orðinn feg- insdagur minn. Nú skil eg hvað það þýðir að vera ærlegur gagnvart Guði.” “Eftir að hafa hlustað á þessi fögru orð herra Severance,” sagði séra Ander- son, “finn eg mig knúðan til að koma með játningu. Orsökin til að herra Severance ekki var íhrifinn af prédikan minni í þá daga var sú, að eg var þá ekki til fulls ’búinn að læra að prédika Krist og hann krossfestan. Verk mitt sem fagnaarboði hafði ekki þann and- ans kraft, sem einn getur dregið hjörtu mannanna til Drottins. Eg þakka Drotni fyrir að hann hefir sýnt mér betri leið.” Margir urðu alveg forviða að sjá herra Conan standa upp og heyra hann tala á þessa leið: “Vinir mínir, eg er fæddur og uppalinn i hinni rómversk- kaþólsku kirkju og hefi ávalt hrósað mér af að ekkert gæti komið mér til að breyta trúarskoðunum mínum, af því að sú kirkja, sem eg tilheyri, var í mínum augum hin eina sanna kirkja, þangað til í gær, hafði eg aldrei fundið neitt, sem hafði geta raskað trú minni á nokkurn hátt. En nú stend eg hér í dag sem alt annar maður. Hendur minar eru ekki lengur fjötraðar af páfa eða presti. Eg hefi gengið inn í sannleikans, fegurðar- innar og frelsisins heim. Eg er búinn að finna Jesúm, og nú langar mig til að þjóna ihonum af öllu hjarta. Og eg óska eftir að séra Anderson biðji fyrir mér; því fyrir uppfræðslu hans hefi eg öðlast þetta Ijós og frelsi. Eins og séra Spaulding var útsendur í vissum erinda- gjörðum, var eg sendur af minni kirkju; en eg ætla að segja það verk algjörlega af mér til þess að eg saman með 'hinum sönnu mótmælendum geti frelsað menn frá villu þessara tíma og einkanlega frá merki fráhvarfsins.” “Er það ekki undarlegt,” mælti frú Slocum, svo alt fóki heyrði til hennar. “Þfetta er það sem eg hefi verið að bíða eftir að fá að sjá. Eg vil að þið ö’l vitið, að héðan af er eg hvldardagshaldari.'’

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.