Stjarnan - 01.04.1921, Page 16
SPURNINGA-KASSINN.
Jóh. 1:18: Ber að skilja þetta
vers svo, að Móses hafi ekki séð
Guð?
Versiö ihljóðar þannig: “Enginn
hefir nokkum tíma séð Guð; son-
urinn eingetni, sem hallast að
brjósti föSursins, hann hefir veitt
oss þekkingu á honum.”
Jhannes talar hér um föðurinn.
Hann segir skýrum orðum, a'S
enginn hafi séS föðurinn. En svo
kemur spurningin um hvort Móses
hafi ekki séð Guð.
Móses bað einu sinni Guð: “Eát
mig þá sjá dýrð þína.” Drottinn
löfaði honum að láta allan sinn
ljóma líða fram ihjá honum, en um
leið bætti hann við: “Þú getur
eigi séð auglit mitt; því að enginn
maður fær séð mig og lífi haldið
......En þegar dýrð min fer fram
hjá ........ mun eg byrgja þig
með hendi minni, unz eg er kominn
fram hjá. En þegar eg tek hönd
nrina frá, munt þú sjá á bak mér;
en auglit mitt fær enginn maður
séð.” — 2. Mós. 33: 18-23. Móses
sá aldrei auglit Guðs. I 4. Mós. 14:
14 segir Móses við Guð, að Egypt-
ar hafi sagt: “að þú. Drottinn, haf-
ir birzt þeim éfsraelítum) augliti
til auglitis”. Og í 5. Mós. 34: 10,
þar sem Jósúa talar um andlát
Móse, lesum vér: “En eigi reis
framar upp í ísrael annar eins spá-
maður og Móses, er Drottinn um-
gekst augliti til auglitis.”
Móses umgekst Drottin, en hann
sá aldrei auglit hans. Enginn mað-
ur getur. síðan synd kom í heim-
inn , séð Guð “og lífi haldið”.
Drottinn byrgði mennina með skýi
eða eldstólpa eða hönd sinni í hvert
sínn, sem hann talaði við þá.
Guðdómurinn er þrenning: Guð
faðir, Guð sonur, Guð heilagur
andi. eru hinar þrjár persónur í
guðdóminum. Hver þessara þriggja
var það, sem umgekst Móse? Var
það Guð faðir, eða Guð sonur. eða
Guð heilagur andi? Páll postuli
svarar þessari spurningu:
“Því að ekki vil eg, bræður, að
yður skuli vera ókunnugt um það,
að feður vorir .......... drukku
allir hinn sama andlega drykk;
því að þeir drukku af hinum and-‘
lega kletti, sem fylgdi þeim, en
kletturinn var Kristur.”—1. Kor.
10: 1—4.
Svo vér skiljum að það var Krist-
ur, sem umgekst Móse augliti til
auglitis, en ekki Guð faðir. Krist-
ur var sem sé Guð áður en hann
kom í þennan heim, Jóh. 1:1, 14.
Höfum vér með þessu sannað, að
Jóhannes sagði sannleika, að eng-
inn maður hefir séð Guð föður,
sem hann taiar um í Jóh. 1: 18.
Jóh. 10:34. Hvernig ber að
skilja þetta vers?
Versið hljóðar þannig; “Er ekki
ritað i lögmáli yðar: Eg hefi sagt:
þér eruð guðir.”
Þessi orð, sem Jesús hér notar,
eru fundin i Sálm. 82: 6. Það bar
oftar en einu sinni við, að Guð
nefndi vissa þjóna guði. Á tveim-
ur stöðum finnum vér, að Drott-
inn nefnir Móse guð: “Sjá, eg
gjöri þig f'Mósej sem Guð fyrir
Faraó” 2. Mós. 7: 1. “Þú (Móses)
skalt vera honum óAron) sem
Guð”. 2. Mös. 4: ió. Af þeim
dæmum, sem vér höfum í biblíunni
upp á þetta, skiljum vér, að Drott-
inn nefnir að eins þá menn guði, er
sendir eru með sérstakan boðskap,
sem er líf til þeirra, er veita honum
viðtökur, og dauði til þeirra, er
hafna honum. Þetta kemur
gögglega í ljós í eftirfarandi orð-
um Páls postula : “Vér erum erind-
rekar í Krists stað, eins og það
vcvri Guð, sem áminti fvrir oss.”
2. Kor. 5:25. Þess vegna gat
hann sagt: “Því að vér erum
góðlimir Krists fyrir Guði meðal
þeirra, er hólpnir verða, og meðal
beirra er glatast; þeim síðarnefndu
ilmur af dauða til dauða, en hin-
um ilmur af lífi til lifs” 2. Kor.
2: 15, 16. Það er í þeirri merkingu
að Drottinn nefnir þjóna sína guði.