Stjarnan - 01.03.1926, Síða 11

Stjarnan - 01.03.1926, Síða 11
STJARNAN 43 “Ójú,” sagði Ada, en áður en hún gæti lokið svari sínu, kom frú Brooks i ein- hverjum erindum inn í henbergið. “Þú| ert nú einmitt manneskjan, sem mig langaSi til að sjá”, sagði frú L,awr- ence. Okkur Ödu kemur ekki saman um flysjun á kartöflunum. Hún vill ekki hjálpa mér og segir, að Zaríta hefði sagt henni, að það væri rangt að vinna á laug- ardögum. Eg vildi, að þú vildir gera mér grein fyrir því.” “En hvað þú ert óhamingjusöm!” hrópaði frú Brooks. “En eg er viss um aö Zaríta mundi verða hin síðasta til að hvetja Ödu til óhlýðni. Það hlýtur að stafa af dálitlum misskilningi. En eg held, ef eg væri í þínum sporum, þá mundi eg ekki neyða Ödu til að vinna einmitt núna. En, að þvx er útskýringu snertir, þá skaltu koma inn í dagstofuna mína, þegar þú ert búin að borða morg- unmatinn; þá skal eg gera það sem eg get til þess að segja þér, hvers vegna Zaríta talaSi eins og hún talaði. En eg held’, að það sé bezt fyrir þig að útvega þér miðdegisverð fyrst, er það ekki? Þá getum við báðar talað saman í næði um þetta.” Frú Brooks talaði svo laðandi, að frú Lawrence fanst hún ekki geta annað en farið að ráði hennar, jafnvel þótt hún vildi 'helst fá að vita, undir eins það sem hún þráði að vita — allan sannleikann. Þegar máltíðinni var lokið, þá gekk frú Lawrence inn í dagstofuna. Þar saí frú Brooks og var að lesa biblíuna við logann af arninum. “Sestu niður, og vertu eins og heima hjá þér,” sagði frii Brooks alúðlega. “Þú ert þá komin til að fá skýringuna?” “Já, ef þér viljið,” svaraði frú Law- rence, brosandi, og dró hægindastólinn sinn nær arninum. “Jæja, þér viljið vita, hví Zaríta sagði að það væri rangt að vinna á laugar- dögum,” tók frú Brooks til máls. “Já, og ýmislegt fleira,” sagði frú Lawrence hikandi, og barðist við for- vitnina i brjósti sér “Hvað er það annað?” “Eg er hrædd um, að yður þyki eg dónaleg.” “Ó, alls ekki! Spyrjið mig, eins og yður líkar.” “Jæja, það er nú einmitt þetta. Eg varð forviða á því, að þér skylduð bú- ast sunnudags'búningi á laugardögum — þér sjáið að eg er bara í hversdagsföt- unum mínum; og hví þér ljúkið öllum yðar störfum, á föstudögum og kaupið ekkert í dag, hvorki eldið mat né gerið neitt annað, að því er eg fæ séð. Eg vona, að þér þvkkist ekki við spurningu mina. En eg er forvitin. Svo virðist, sem þér gerið laugardaginn líkan sunnu- deginum.” “Ó, því fer fjarri,! að eg þykkist við spurningu yðar,” sagði frú Broolcs, “mér þykir mjög vænt um, að þér hafið borið upp þessar spurningar. Mér *er ánægja að segja yður alt um það.’k “En meðal annara orða, þér munið víst eftir hinu stutta samtali okkar á fimtudagskvöldið um það, að endur- koma Krists væri fyrir hendi?” “Já, víst man eg það, það var mér huggun að hugsa, að hann kæmi bráðum aftur. Eg hafði enga hugmynd um, að merkin um tilkomu hans hefði komið fram svö nákvæmlega. Það var undur- samlegt. Því gleymi eg aldrei.” “Jæja, ef tilkoma Krists er svo nærri, haldið þér þái ekki, að við ættum öll að vera viðbúin að mæta honum í friði.” “JÚ, það hygg eg,” svaraði frú Law- rence með ákefð, “en þetta líf, sem við lifum, er svo mikið annað líf, að eg er hrædd um, að eg hefði ekki tekið mér nægan tímai til að hugsa um undirbún- ing.” “En, kæra mín. Setjum nú svo, að þér yrðuð ekki viðbúin að mæta honum, þegar hann kemur? Setjum svo, að þá væri einhver óviðurkend synd í hjarta voru! Þér vitið, að ekkert ranglæti fær

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.