Fréttablaðið - 20.11.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Stóriðja Reykjanesbær áætlar að
Reykjaneshöfn geti staðið undir
skuldum sínum án þess að fá með-
gjöf frá bænum eftir fjögur ár. Inni í
þeim forsendum er að bæði kísilver
Thorsil og Stakksbergs, áður United
Silicon, verði komin í rekstur í Helgu-
vík og greiði gjöld til hafnarinnar.
Reykjanesbær hefur á þessu ári
tekið lóðir hafnarinnar í Helguvík
upp í skuldir en Reykjaneshöfn
hefur skuldað sveitarfélaginu háar
fjárhæðir síðustu ár. Einnig hefur
bærinn aðstoðað við endurfjár-
mögnun lána í gegnum Lánasjóð
sveitarfélaga.
„Á þessu ári þurfum við að leggja
út um 200 milljónir til hafnarinnar.
Svo, smátt og smátt á næstu fjórum
árum mun það meðlag fjara út og
eftir þann tíma getur höfnin staðið
á eigin fótum,“ segir Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar. „Þetta er miðað við þær áætl-
anir að uppbygging stóriðju gangi
eftir í Helguvík.“
Kjartan Már bendir á að síðustu ár
hafi verið erfið í rekstri hafnar innar
þar sem tekjur urðu ekki í samræmi
við það sem var lagt upp með í upp-
hafi. Til að mynda hefur Reykjanes-
höfn gert kröfu í þrotabú United Sili-
con um vangoldna lóðaleigu upp á
um 162 milljónir.
Einnig stendur í ársreikningi
Reykjanesbæjar að samkvæmt
rekstrarreikningi Reykjaneshafnar
hafi tap hafnarinnar numið 655
milljónum króna í fyrra. Eigið fé
var neikvætt um 6,2 milljarða og
eiginfjárhlutfallið neikvætt um sem
nemur 213 prósentum.
Þegar Kjartan Már er spurður
að því hvort það sé ekki nokkuð
bjartsýnt að gera ráð fyrir tveimur
kísilverum starfandi á næstu fjórum
árum segir hann þetta geta gengið.
„En ef þessi fyrirtæki verða ekki
komin í rekstur þá er staðan verri en
við erum að tala um núna, en hún
gæti hins vegar vel verið ásættanleg.
Við vonum að við verðum komnir
undir skuldaviðmiðið eftir fjögur ár,“
bætir bæjarstjórinn við.
sveinn@frettabladid.is
Tvö kísilver bjargi rekstrinum
á Helguvíkurhöfn fyrir bæinn
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir tekjur Helguvíkurhafnar ekki hafa verið eins og ætlað var í upphafi. FRéttaBlaðið/ERniR
Þetta er miðað við
þær áætlanir að
uppbygging stóriðju gangi
eftir í Helguvík.
Kjartan Már Kjartans-
son, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
Reykjanesbær þarf að
greiða um 200 milljónir
til Reykjaneshafnar til
að hún standi undir sér.
Neikvætt eigið fé rúmir
sex milljarðar króna.
Forsendur gera ráð
fyrir að tvö kísilver verði
komin í rekstur eftir
fjögur ár. Bæjarstjórinn
segir reksturinn verða
verri að öðrum kosti.
LögregLumáL Vopnuð útköll og
verkefni sérsveitarinnar nærri þref-
ölduðust milli áranna 2016 til 2017,
voru 108 árið 2016 en 298 árið á
eftir. Þetta kemur fram í svari dóms-
málaráðuneytisins við fyrirspurn
Smára McCarthy um vopnuð verk-
efni og útköll sérsveitar lögreglu.
Samkvæmt svarinu eru helstu
skýringar á þessari miklu aukningu
fjölgun á tilkynningum til lögreglu
um vopnaða einstaklinga en þær
tvöfölduðust á milli áranna 2016
og 2017 og á fyrstu níu mánuðum
þessa árs hafa tilkynningar til lög-
reglu um vopnaða einstaklinga verið
157 talsins en þær voru 174 allt árið
á undan.
Í svari ráðherra kemur fram að
það sé ekki stefna ríkisstjórnarinn-
ar að fjölga vopnuðum verkefnum
eða útköllum lögreglu og engar
breytingar hafi verið gerðar á starfs-
reglum, málaflokkum eða aðgerða-
venjum lögreglu eða sérsveitar ríkis-
lögreglustjóra. Skýringar á aukningu
skotvopnanotkunar, tilkynninga
til lögreglu og vopnaðra útkalla og
verkefna sérsveitarinnar sé að finna
í eðli brota og samsetningu brota-
manna í landinu.
Þá er í svarinu tæpt á ýmsum
aðgerðum sem ráðist hefur verið í
á undanförnum árum. Viðbótar-
fjármagni var varið til eflingar lög-
gæslu almennt í landinu, til kaupa
á búnaði og umfangsmiklar skipu-
lagsbreytingar hjá lögreglunni með
fækkun lögregluembætta úr 15 í níu
og aðskilnaði lögregluembætta og
sýslumannsembætta árið 2015.
– aá
Tíðni vopnaðra útkalla sérsveitarinnar margfaldast undanfarin ár
Sérsveitin sinnir útkalli á Seltjarnarnesi. FRéttaBlaðið/StEFán
BretLand Drögin sem samninga-
nefndir Bretlands og ESB hafa sam-
þykkt um framtíðarsamband eftir
Brexit eru sanngjörn og góð. Þetta
sagði Michel Barnier, sem leiðir
samninganefnd sambandsins, á
blaðamannafundi í gær. Barnier
var þá nýbúinn að kynna fulltrúum
hinna ESB-ríkjanna drögin.
„Við stöndum á afar mikilvægum
tímapunkti í þessu ferli. Það ætti
enginn að missa sjónar á þeim
árangri sem hefur náðst í Brussel og
Lundúnum,“ sagði Barnier.
Theresa May, breski forsætisráð-
herrann, hélt sjálf ræðu á ráðstefnu
breskra iðnjöfra í Lundúnum og
lofaði þar að standa með sam-
komulagi sínu þrátt fyrir hótanir
samflokksmanna um vantraust.
Samkvæmt Reuters tóku ráðstefnu-
gestir almennt vel í ræðuna en voru
ósáttir við alla þá ringulreið sem
hefur ríkt vegna málsins undan-
farna daga. – þea
Fulltrúi ESB
segist sáttur við
samkomulagið
Michel Barnier. FRéttaBlaðið/EPa
2 0 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 Þ r i ð j u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
F
-2
1
D
4
2
1
6
F
-2
0
9
8
2
1
6
F
-1
F
5
C
2
1
6
F
-1
E
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K