Fréttablaðið - 20.11.2018, Page 10
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Breytingin
tekur gildi á
næsta ári,
þann 20. maí.
Á þeim
tímapunkti
mun ekkert
breytast.
Eitt af
markmiðum
frumvarps
til breytinga
á lögum um
umboðs-
mann barna,
sem nú
liggur fyrir
Alþingi, er
að skerpa á
hlutverki
umboðs-
manns í
innleiðingu
Barnasátt-
málans.
Í dag er alþjóðadagur barna en þennan dag árið 1989 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samning um réttindi barnsins, eða Barnasáttmálann.
Eitt af markmiðum frumvarps til breytinga á lögum um
umboðsmann barna, sem nú liggur fyrir Alþingi, er að
skerpa á hlutverki umboðsmanns í innleiðingu Barna-
sáttmálans sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Lagt
er til að embættinu verði falið að afla og miðla gögnum
og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna
hópa hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Eiga þau
gögn að liggja til grundvallar samræmdri og markvissri
stefnu í málefnum barna. Sambærilegt markmið var sett í
fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var fyrr
á þessu ári þar sem jafnframt er kveðið á um að embættið
setji á fót sérfræðihópa barna þar sem leitað verður
sjónarmiða þeirra um þá þjónustu sem þeim stendur til
boða og tillagna þeirra að úrbótum.
Vönduð tölfræðileg gögn eru mikilvægur grunnur
góðrar stefnumótunar og því hefur embættið hafið
samstarf við Hagstofuna um að greina sérstaklega gögn
sem snúa að börnum. Hagstofan birti í vor á vef sínum
margvíslegar upplýsingar úr sínum gögnum um stöðu
barna í íslensku samfélagi. Töluverða athygli vakti
mikil þátttaka barna á íslenskum vinnumarkaði og hélt
umboðsmaður barna ásamt Vinnueftirlitinu fund fyrir
um tveimur vikum þar sem gerð var frekari grein fyrir
stöðu barna á íslenskum vinnumarkaði, slysaskráningu,
upplýsingum sem embættið hefur safnað um vinnuskóla
sveitarfélaganna og frekari upplýsingum um atvinnu-
þátttöku barna frá Hagstofunni. Á fundinum voru einnig
fulltrúar stofnana, sveitarfélaga, atvinnulífsins, stéttar-
félaga og börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna til
að ræða um reynslu barna og nauðsynlegan undirbúning
fyrir þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Þessi fundur er dæmi
um þá samræðu sem umboðsmaður barna hyggst standa
fyrir í íslensku samfélagi um stöðu barna, þar sem vand-
aðar greiningar liggja til grundvallar, en ekki síst raddir
barnanna sjálfra og áherslur þeirra.
Staða barna
í íslensku samfélagi
Salvör Nordal
umboðsmaður
barna
Kynntu þér Opel og bókaðu
reynsluakstur á crossland.opel.is
Tilboðsverð
2.890.000 kr.
Crossland X Enjoy, verð: 3.190.000 kr.
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
m
yn
da
- o
g
te
xt
ab
re
ng
l.
FRAMÚRSKARANDI BÍLL
Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI
Kílógrammið, grunneining alþjóð-lega einingakerfisins fyrir massa, var endurskilgreint á föstudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin, sem tekin var með atkvæðagreiðslu fulltrúa 60 ríkja í
fundarsal skammt frá Versalahöll í París, var söguleg.
Hún var jafnframt löngu tímabær, þó mun hún ekki
hafa nokkur áhrif á daglegt líf okkar, það er, ef allt
fer að óskum.
Frá árinu 1889 hefur Le Grand K drottnað sem
síðasta grunneining kerfisins sem byggir á jarð-
bundnum hlut eða fyrirbæri, og þá í formi platínu
og iridíum sívalnings sem hýstur er í rammgerðri
hvelfingu í París.
Le Grand K hefur nú verið steypt af stóli. Kíló-
grammið, líkt og aðrar grunneiningar alþjóðlega ein-
ingakerfisins, byggir nú á eilífum náttúrufasta; plank-
fastanum. Orka ljóseindar er jöfn plankfast anum
margfölduðum með tíðni rafsegulgeislunarinnar sem
tengd er ljóseindinni. Og þar sem Einstein sýndi fram
á að orka og massi eru nátengd, þá er hægt að nota
fastann sem skilgreiningu fyrir kílógramm.
Með endurskilgreiningunni lauk tæplega 230 ára
verkefni sem hófst í frönsku byltingunni og þeirri
göfugu hugsjón að mælieiningar ættu að vera eilífar
og eign allra, en ekki eitthvað sem örfáir útvaldir
hafa aðgang að. Það sem gerðist á föstudaginn var
lokahnykkur í lýðræðisþróun einingakerfisins.
Breytingin tekur gildi á næsta ári, þann 20. maí.
Á þeim tímapunkti mun ekkert breytast, rétt eins
og þegar metrinn var endurskilgreindur á áttunda
áratug síðustu aldar út frá hraða ljóssins í loft-
tæmi. Svo nákvæmar skilgreiningar geta þó haft
óvæntar afleiðingar, eins og þegar endurskilgreining
sekúndunnar út frá sveiflum sesíum-atóms leiddi
til þróunar GPS-tækninnar sem við reiðum okkur á
á hverjum degi. Endurskilgreining kílógrammsins
mun að líkindum leiða til töluverðra framfara á
nokkrum mikilvægum sviðum, eins og í lyfjafram-
leiðslu og í smíði nýrra vísindatóla.
Það sem mestu skiptir er að alþjóðlega eininga-
kerfið — áður þekkt sem metrakerfið — grundvall-
ast ekki lengur á skoðun vísindamanna eða yfir-
valda á tilteknum tíma, rúmi eða á platínuhlunki í
neðanjarðarhvelfingu í París, heldur er kerfið byggt á
óumdeilanlegum sannleika sem mun standa óhagg-
aður svo lengi sem alheimurinn er til staðar. Kerfið
er nú loks „fyrir alla menn, á öllum tímum“, eins og
franski heimspekingurinn Marquis de Condorcet
sagði eitt sinn.
Kílógrammið, og allar aðrar grunneiningar ein-
ingakerfisins, eru þannig vitnisburður um að til eru
náttúrulegir fastar og afleiður af þeim sem óháðir
eru duttlungum, hagsmunum og pólitík mann-
skepnunnar. Það verður að teljast hughreystandi
vitneskja á tímum þar sem flest virðist háð flæðandi
tíðaranda og viðhorfi; hliðarsannleika og jafnvel
lygum.
Massabreyting
Sambandsörðugleikar
Orkuveita Reykjavíkur sendi
blaðamannafund, þar sem rann-
sókn innra eftirlits var kynnt, út
í beinni á netinu í gær. Í kjölfar
umdeildra uppsagna hjá Orku
náttúrunnar má ætla að tilefnið
til rannsóknar hafi verið ærið og
því kemur niðurstaðan nokkuð
á óvart en vinnustaðamenningin
á þessum bæjum þykir betri en
gengur og gerist á íslenskum
vinnumarkaði. Samkvæmt þessu
eru samskipti starfsfólks fyrir-
tækjanna í það minnsta ekki jafn
stirð og netsambandið úr höfuð-
stöðvum OR en netstreymið
frá fundinum er þegar komið í
annála sem eitt það skrykkjótt-
asta sem sögur fara af. Útsend-
ingin hökti og fraus þannig að
illmögulegt var að halda þræði.
Óheppilegt þar sem Gagnaveita
Reykjavíkur heyrir undir OR og
gefur sig út fyrir að bjóða upp á
„hagkvæmt háhraðasamband“.
Engin vandamál
Ef marka má Björn Inga Hrafns-
son, á Viljinn.is, var þó fundurinn
sjálfur jafnvel lélegri en streymið.
Sannkölluð „hátíð sjálfshóls og
upphafningar“, skrifaði Björn
Ingi um fundinn. „Manneskjan
sem taldi á sér brotið og lét vita,
situr uppi með sárt ennið. Fáir
munu þora að leita réttar síns
í framhaldinu.“ Hann vitnaði
síðan í slagorðið „Engin vanda-
mál og allt í góðu lagi“ úr gamalli
auglýsingu OR.
thorarinn@frettabladid.is
2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r10 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
F
-1
7
F
4
2
1
6
F
-1
6
B
8
2
1
6
F
-1
5
7
C
2
1
6
F
-1
4
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K