Fréttablaðið - 20.11.2018, Qupperneq 12
Nýjast
Þjóðadeildin
A-deild
Riðill 1
Þýskaland - Holland 2-2
1-0 Timo Werner (9.), 2-0 Leroy Sane (20.),
2-1 Quincy Promes (85.), 2-2 Virgil van Dijk
(90+1.)
Staðan: Holland 7, Frakkland 7, Þýskaland
4.
B-deild
Riðill 1
Tékkland - Slóvakía 1-0
1-0 Patrik Schick (32.)
Staðan: Úkraína 9, Tékkland 6, Slóvakía 3.
Riðill 4
Danmörk - Írland 0-0
Staðan: Danmörk 8, Wales 6, Írland 2.
C-deild
Riðill 3
Kýpur - Noregur 0-2
Búlgaría - Slóvenía 1-1
Staðan: Noregur 13, Búlgaría 11, Kýpur 5,
Slóvenía 3.
D-deild
Riðill 1
Georgía - Kasakstan 2-1
Andorra - Lettland 0-0
Staðan: Georgía 16, Kasakstan 6, Andorra
4, Lettland 4.
Riðill 4
Makedónía - Gíbraltar 4-0
Lichtenstein - Armenía 2-2
Staðan: Makedónía 15, Armenía 10, Gí-
braltar 6, Liechtenstein 4.
Valur - FH 28-28
Valur: Magnús Óli Magnússon 9, Róbert
Aron Hostert 5, Agnar Smári Jónsson 4,
Vignir Stefánsson 3, Ásgeir Snær Vignisson
3, Anton Rúnarsson 1.
FH: Ásbjörn Friðriksson 10, Bjarni Ófeigur
Valdimarsson 6, Ágúst Birgisson 4, Jóhann
Birgir Ingvarsson 3, Arnar Freyr Ársælsson
2, Davíð Stefán Reynisson 1, Birgir Már
Birgisson 1.
Olís-deild karla
Vináttulandsleikur
Katar 2-2 Ísland
(1-1)
1-0 Hasan Al Haydos (3.), 1-1 Ari
Freyr Skúlason (29.), 1-2 Kolbeinn
Sigþórsson, víti (56.), 2-2 Boualem
Khoukhi (68.).
Byrjunarlið Íslands (3-5-2): Rúnar
Alex Rúnarsson - Sverrir Ingi Ingason,
Kári Árnason (36. Hjörtur Hermanns-
son), Hörður Björgvin Magnússon
- Rúrik Gíslason (75. Birkir Már
Sævarsson), Eggert Gunnþór Jónsson
(62. Guðlaugur Victor Pálsson), Arnór
Sigurðsson (75. Samúel Kári Friðjóns-
son), Arnór Ingvi Traustason - Albert
Guðmundsson, Kolbeinn Sigþórsson
(62. Andri Rúnar Bjarnason
Fotbolti Íslenska karlalandsliðinu
í knattspyrnu mistókst að vinna
langþráðan sigur þegar liðið mætti
Katar í æfingarleik í Belgíu í gær,
lokastaðan 2-2 jafntefli og þrettán
leikir í röð án sigurs hjá landsliðinu.
Ársins 2018 verður alltaf minnst
sem ársins sem Ísland lék í loka-
keppni HM í fyrsta sinn og jafntefli
gegn Frakklandi er ljós punktur á
annars döpru hausti.
Er þetta annað árið í röð sem
Ísland mætir Katar í æfingarleik og
í nóvember og líkt og í fyrra lauk
leiknum í gær með verðskulduðu
jafntefli eftir kaflaskiptan leik.
Erik Hamrén og Freyr Alexand-
ersson sem bíða enn eftir fyrsta sigr-
inum gerðu fjórar breytingar á byrj-
unarliðinu frá tapinu gegn Belgíu en
héldu sig við þriggja miðvarða kerfi.
Rúrik Gíslason, Rúnar Alex Gísla-
son, Eggert Gunnþór Jónsson og
Kolbeinn Sigþórsson komu inn í lið
Íslands fyrir Hannes Þór Halldórs-
son, Jón Guðna Fjóluson, Guðlaug
Victor Pálsson og Aron Einar Gunn-
arsson. Athyglisvert var að sjá Kol-
bein byrja í fyrsta sinn síðan á EM
og Eggert kom aftur inn í liðið eftir
sex ára fjarveru.
Fjórar breytingar
Þá fékk Rúnar Alex annað tæki-
færi til að hrifsa byrjunarliðssætið
af Hannesi í markinu en það liðu
aðeins þrjár mínútur þar til hann
þurfti að ná í boltann í netið.
Íslenska liðið missti boltann
kæruleysislega á miðjum vellinum
og ódýr aukaspyrna var dæmd á
Kára Árnason við hliðarlínuna
stuttu síðar. Upp úr aukaspyrnunni
kom fyrsta mark leiksins, Hassan
Khalid Al Haidos skoraði með
föstu skoti í fjærhornið. Abdelkarim
Hassan Fadialla, bakvörður Katar,
gerði atlögu að boltanum sem
virtist fipa Rúnar Alex í markinu en
en markið fékk að standa og sann-
kölluð draumabyrjun fyrir Katar.
Íslenska liðið lét markið ekki slá
sig út af laginu og jafnaði metin um
miðbik fyrri hálfleiks. Dæmd var
aukaspyrna á Katar fyrir brot á Arn-
óri Sigurðssyni 25 metrum frá marki
og í fjarveru Gylfa Þórs Sigurðssonar
fékk Ari Freyr Skúlason tækifærið.
Skot hans fór í stöngina, af mark-
verði Katar og í netið. Spurning
er hvort markið verði skráð á Ara
eða ekki en hann fagnaði innilega
fyrsta marki sínu fyrir landsliðið.
Staðan var jöfn í hálfleik en í upp-
hafi seinni hálfleiks fékk Ísland
gjöf frá Katar þegar dæmd var víta-
spyrna á Katar eftir að varnarmaður
liðsins handlék boltann inn í víta-
teignum.
Á vítapunktinn steig Kolbeinn
Sigþórsson og skoraði af miklu
öryggi, hans fyrsta mark fyrir
íslenska landsliðið síðan hann skor-
aði í 8-liða úrslitum Evrópumótsins
í 2-5 tapi gegn Frakklandi.
Það var fátt í spilunum hjá Katar
þegar jöfnunarmarkið kom og aftur
verður að setja spurningarmerki við
Rúnar Alex í marki íslenska liðsins.
Boualem Khoukhi fékk nægan tíma
um þrjátíu metrum frá marki og átti
skot sem hafnaði í netinu. Skotið
var fast og var talsvert flökt á bolt-
anum í loftinu en skotið var beint
á Rúnar Alex sem horfði á boltann
sigla yfir sig og í netið.
Katar var nær því að bæta við
marki en Ísland, Karim Boudiaf fékk
sannkallað dauðafæri til að koma
Katar aftur yfir en hann skallaði
boltann framhjá marki Íslands af
um eins metra færi stuttu eftir jöfn-
unarmarkið.
Sóknarleikur Íslands náði ekki
miklu flugi í gær og komu bestu
sóknir liðsins yfirleitt í gegnum
Albert Guðmundsson sem hefur ef
til vill fest sig í sessi í landsliðshóp
Erik Hamrén í þessu landsleikjahléi.
kristinnpall@frettabladid.is
Mistök kostuðu Ísland sigurinn
Íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu mistókst að vinna síðasta leik ársins í 2-2 jafntefli gegn Katar í
Belgíu í gær. Íslenska liðið bíður enn eftir fyrsta sigrinum undir stjórn hins sænska Eriks Hamrén.
Kolbeinn nálgast met
Eiðs Smára
Kolbeinn
Sigþórsson
skoraði í gær
sitt 23. mark
fyrir íslenska
landsliðið.
Þetta var fyrsta
mark hans í 870
daga fyrir landsliðið eða frá því
að hann minnkaði muninn gegn
Frakklandi á Evrópumótinu 2016.
Mark Kolbeins kom af víta-
punktinum í upphafi seinni hálf-
leiks í 48. leik hans fyrir íslenska
landsliðið.
Kolbeinn er nú aðeins þremur
mörkum frá því að ná Eiði Smára
Guðjohnsen sem er markahæsti
leikmaðurinn í sögu íslenska
landsliðsins með 26 mörk í 88
leikjum.
Mark Ara Freys Skúla-
sonar í gær var fyrsta mark
hans í 63. leiknum fyrir
íslenska landsliðið.
Handbolti Ester Óskarsdóttir og
Þórey Anna Ásgeirsdóttir fóru ekki
með íslenska kvennalandsliðinu
í handbolta til Noregs í gær. Ester
glímir við veikindi og Þórey við
meiðsli. Steinunn Hansdóttir, leik-
maður Horsens, var kölluð inn í
íslenska hópinn í stað Þóreyjar.
Ísland mætir Kína og B-liði Nor-
egs í vináttulandsleikjum í vikunni.
Leikirnir eru liður í undirbúningi
fyrir undankeppni HM.
Þar er íslenska liðið í riðli með
Makedóníu, Tyrklandi og Aserbaíd-
sjan. Leikið verður í Skopje, Make-
dóníu, dagana 30. nóvember til 2.
desember. – iþs
Forföll í
landsliðinu
Tilfinningin hefur eflaust verið afar ljúf fyrir Kolbein Sigþórsson sem fagnaði byrjunarliðssætinu í Eupen í gær með marki af vítapunktinum í upphafi seinni
hálfleiks. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Kolbeins fyrir landsliðið síðan hann lék gegn Frökkum í 8-liða úrslitum EM 2016. MyND/HAFLiði BREiðFjöRð
2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 Þ r i Ð J U d a G U r12 S p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð
Sport
2
0
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:3
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
6
F
-2
B
B
4
2
1
6
F
-2
A
7
8
2
1
6
F
-2
9
3
C
2
1
6
F
-2
8
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
3
2
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K