Fréttablaðið - 20.11.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 20.11.2018, Síða 16
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Á frískandi þriðjudegi er til-valið að útbúa þetta holla og góða kjúklingabaunasalat. Það er gott sem léttur kvöldverður og hentar þá sérlega vel með pítubrauði. Salatið er líka tilvalið sem meðlæti með lambakjöti eða kjúklingi. Þá er það gott með í nestisboxið. Stuttan tíma tekur að útbúa þetta kjúklingabaunasalat og það má geyma yfir nótt í ísskáp. 10 kirsuberjatómatar ¼ brokkolíhaus 400 g kjúklingabaunir Handfylli kóríander Handfylli steinselja Rautt chili 2 msk. ólífuolía 1 límóna Salt og pipar Hitið ofninn í 220°C. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim á bökunarplötu með skurðflötinn upp. Bakið í 20 mínútur. Dreypið þá 1 msk. af ólífuolíu yfir þá og bakið áfram í 10 mín. Látið kólna. Gufusjóðið brokkolíið svo það verði stökkt og látið kólna. Hellið safanum af kjúklingabaununum og setjið þær í skál. Saxið kóríander og steinselju gróflega. Blandið öllu saman við kjúklingabaunirnar. Dreypið ólífuolíu yfir. Kreistið safann úr límónunni og blandið varlega saman við, að smekk. Saltið og piprað að smekk. Til þess að kjúklingabaunirnar taki betur í sig ólífuolíuna og límónusafann er gott að hræra í þeim með gaffli svo þær opnist aðeins en þó á ekki að stappa þær. Kjúklingabauna- salatið má gjarnan geyma í ísskáp yfir nótt. Ef lítill tími er til stefnu er gott að nota ferska tómata í staðinn fyrir ofnbakaða tómata og nota rauðlauk í sneiðum í staðinn fyrir brokkolí. Kjúklingabaunasalat með bökuðum tómötum Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Hollt og gott kjúklingabaunasalat sem kemur á óvart. Ljúffengt á bragðið, hvort sem er eitt sér eða sem meðlæti. NORDICPHOTOS<7GETTY Það er vel þekkt að mikil samfélagsmiðlanotkun getur haft neikvæð áhrif á andlega heilsu og vellíðan. Sumir segja að fólk ætti að sleppa þeim alfarið, en fyrir marga er það einfaldlega ekki raunhæfur möguleiki, þar sem við treystum á þessi tól við vinnu eða til að halda sambandi við fólk á fjarlægum stöðum. En það er hægt að takmarka notkun samfélags- miðla og samkvæmt nýrri rann- sókn frá háskólanum í Pennsylv- aníu gæti verið gott að miða við hámark 30 mínútna notkun á dag. Rannsóknin var leidd af sál- fræðingnum Melissa G. Hunt og hún birtist í desemberútgáfu rit- rýnda sálfræðitímaritsins Journal of Social and Clinical Psychology. Tilgangur hennar var að skoða hvernig Facebook, Instagram og Snapchat auka vanlíðan. Rannsóknin náði til 143 háskólanema á aldrinum 18-22 ára og þeim var skipt í tvo hópa, annar þeirra notaði samfélagsmiðla að vild, á meðan hinn fékk bara að eyða 10 mínútum á dag í hverju forriti. Í þrjár vikur gáfu þátttak- endur rannsakendum skjáskot af rafhlöðunotkuninni á iPhone- símum sínum, þar sem kom fram hversu miklum tíma var eytt í forritunum. Að því loknu var skoðað að hve miklu leyti þátttakendurnir þjáð- ust af vanlíðan sem er tengd við samfélagsmiðla, svo sem óttanum við að missa af, kvíða, þunglyndi og einmanaleika. Það leiddi í ljós að þeim sem takmörkuðu sam- félagsmiðlanotkunina leið betur en hinum. Hunt segir að þetta sýni einfald- lega að ef maður notar samfélags- miðla minna en venjulega minnki það einkenni bæði þunglyndis og einmanaleika töluvert. Hún segir að eftir því sem fólk var þung- lyndara þegar það kom inn í rann- sóknina eigi þetta betur við. Það er ekkert sem segir að þessar niðurstöður eigi við fólk sem er utan þessa aldurshóps og rann- sóknin náði bara til þriggja forrita, sem eru samt reyndar þau allra vinsælustu. Rannsóknin gefur samt góða vísbendingu um að við ættum kannski að hafa einhver mörk á tímanum sem við eyðum á samfélagsmiðlum. Tæknirisarnir hjálpa til Sem betur fer eru framleiðendur snjalltækja meðvitaðir um þetta og í flestum símum er nú hægt að fylgjast með því hvað er búið að eyða miklum tíma í símanum og hversu miklum tíma hefur verið varið í ákveðnum forritum. Þau bjóða þá líka þann möguleika að loka á ákveðin forrit þegar búið Látum tæknina vinna fyrir okkur Ný rannsókn gefur til kynna að það sé hollt að takmarka notkun samfélagsmiðla og flest snjalltæki bjóða nú þann möguleika að setja tímatakmörk á notkun forrita. Margir lenda í vandræðum með samfélagsmiðlanotkun sína þannig að hún byrjar að valda kvíða, þunglyndi og ótta við að missa af. NORDICPHOTOS/GETTY Það er mikil- vægt að hafa góða stjórn á samfélags- miðlanotkun sinni, svo þeir taki ekki völdin af okkur og valdi vanlíðan. NORDIC PHOTOS/ GETTY Sem betur fer bjóða flest snjalltæki nú upp á þann möguleika að fylgjast með notkuninni á forritum og tak- marka notkun þeirra. MYND/APPLE er að nota þau í ákveðinn tíma eða eftir einhvern ákveðinn tíma dags. Þessar takmarkanir geta líka komið að gagni ef maður vill ekki nota ákveðin forrit eftir einhvern tíma dags eða hefur þann ósið að skoða tölvupóstinn rétt fyrir svefninn, sem getur valdið óþarfa kvíða og streitu. Ef þörf krefur er hægt að opna fyrir forritin aftur, en maður þarf að minnsta kosti að taka með- vitaða ákvörðun um að nota þau meira, í stað þess að gera það án þess að taka eftir og fá enga við- vörun. Þeir sem vilja kannski ekki loka á forrit í símanum sínum geta grætt á því að slökkva á tilkynning- um í símanum sínum fyrir ákveðin forrit. Margir gleyma til dæmis að slökkva á eða takmarka merkin sem síminn gefur frá sér þegar skilaboð berast á Facebook Mess- enger, sem veldur því að síminn pípir og titrar oft yfir daginn, með tilheyrandi truflunum. Það er almennt ekki raunhæft að ætla að klippa á samfélagsmiðla, en það er mikilvægt að taka stjórn á þeim og láta þá ekki stjórna sér, svo þeir valdi ekki vanlíðan. IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga. LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . N Óv E M B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :3 3 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 6 F -1 3 0 4 2 1 6 F -1 1 C 8 2 1 6 F -1 0 8 C 2 1 6 F -0 F 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.