Fréttablaðið - 30.11.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 30.11.2018, Síða 22
Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@ frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jóns- son, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Ég ákvað að hætta á toppnum,“ segir Alexandra Sif Niku-lásdóttir brosandi en um sex ára skeið var hún ein fremsta fitness-keppniskona landsins. „Ég afrekaði meira á þessu sviði en mig hafði órað fyrir þegar ég byrjaði að keppa. Ég var svo feimin sem krakki að ég þorði næstum ekki í skólasund. Þegar ég lít til baka skil ég varla hvernig ég hafði hugrekki til að stíga upp á svið á háum hælum í bikiníi að keppa í fitness. Ég fór í gegnum heilmikla sjálfsskoðun á þessu tímabili og lærði mikið um sjálfa mig. Um leið öðlaðist ég meira sjálfstraust,“ segir Alexandra sem bókstaflega geislar af heilbrigði. Alexandra lærði förðun og vann hjá Make-Up Store þegar henni datt í hug að taka þátt í fitness- keppni á sínum tíma. „Ég var eins og lítil spagettíreim því ég var mjög grannvaxin en þó í góðu formi. Ég skráði mig í fitness hjá fyrirtæki í þjálfun sem hét Betri árangur en í dag FitSuccess og stefndi á að keppa átta mánuðum síðar en Katrín Eva, eigandi þess og þjálfari, hafði mikla trú á mér og hvatti mig til að taka þátt í næstu fitness-keppni sem þá var innan átta vikna. Eftir að hafa hugsað málið ákvað ég að slá til og náði góðum árangri. Það varð til þess að ég skráði mig til leiks í stórri keppni sem heitir Arnold Classic og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að keppa í flokki sem heitir model-fitness á þessu móti. Ég lærði pósurnar af myndböndum á netinu,“ rifjar Alexandra upp en hún var á meðal þeirra tíu efstu í þeirri keppni. Margt hefur breyst frá því að hún fór að æfa fyrir fit- ness-keppnir. „Það var t.d. ekki eins vinsælt hjá konum að lyfta lóðum eins og það er í dag,“ bendir hún á. Eftir að Alexandra fór að æfa líkamsrækt markvisst ákvað hún að læra einkaþjálfun hjá World Class og í kjölfarið fékk hún starf hjá FitSuccess þar sem hún hefur unnið í sjö ár. „Mig langaði að læra enn meira um líkamsrækt og hollt mataræði. Ég vinn við að þjálfa í gegnum netið og finnst frábært að geta miðlað til annarra af minni reynslu. Ég þjálfa konur á öllum aldri og margar þeirra eru með börn, þannig að ég gæti þess að þær fái raunhæfa æfingadagskrá og matarplan sem þær geta farið eftir og fellur að þeirra lífsstíl.“ Langaði að verða leikkona Alexandra segist hafa fundið sig vel í fitness því hún hafi mikinn metnað og sjálfsaga, hafi gaman af því að fara í ræktina og hugsa vel um mataræðið. „Hins vegar fannst mér stundum erfitt að fara á bikiníinu upp á svið að keppa en í raun fer maður þá í ákveðið hlut- verk. Þetta er eins og að stíga inn á leiksvið,“ segir Alexandra og bætir við að sem barn hafi hana langað til að verða leikkona þegar hún yrði stór. Hún átti ekki langt að sækja leiklistaráhugann en afi hennar og amma voru bæði leiklistar- menntuð. „Mér hefur líka alltaf þótt gaman að skrifa. Ég skrifaði leikrit þegar ég var í 6. bekk og það var sýnt á afmæli skólans míns. Ég er mjög stolt af því. Afi minn hét Þorvarður Helgason og var rithöfundur, leikari og bókmenntagagnrýnandi. Hann hjálpaði mér stundum við ritgerðasmíð og hafði gaman af. Amma, Hilde Helgason, var leik- kona og leiklistarkennari. Hún kenndi fjölda manns sem eru leik- arar í dag og ég var svo heppin að fá stundum að fylgjast með henni í vinnunni. Ég held ég láti leiklistar- drauminn ekki rætast úr þessu, ég er mjög sátt við það sem ég er að gera í dag,“ segir Alexandra glaðlega en hún fær útrás fyrir sköpunar- þörfina með því að skrifa greinar á www.framinn.is, auk þess sem hún var lengi með persónulegt blogg. „Um tíma sá ég um heilsíðu í DV og skrifaði um líkamsrækt og síðar fyrir tímaritið Bleikt þar sem ég fjallaði m.a. um jákvætt hugar- far, heilsusamlegan lífsstíl og lífið almennt. Mér fannst það mjög gaman,“ segir Alexandra sem smám saman færði sig yfir á samfélags- miðla. „Mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa. Ég skrif- aði leikrit þegar ég var í 6. bekk og það var sýnt á afmæli skólans míns. Ég er mjög stolt af því,“ segir Alexandra. Alexandra og Arnar kynntust í ræktinni. Framhald af forsíðu ➛ Mér finnst skipta máli að vera einlæg og vera bara ég sjálf en ég veit líka að það er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Gamaldags samfélagsmiðlastjarna Alexandra var lengi meðal vin- sælustu SnapChat-stjarna landsins en færði sig fyrr á þessu ári alfarið yfir á Instagram þar sem hún er með hátt í átta þúsund fylgjendur. Innt eftir því hvað hún fjalli um á Instagram kemur í ljós að það er allt milli himins og jarðar. „Ég sýni t.d. hvernig ég undirbý mig fyrir æfingar en ég fer í ræktina 5-6 sinnum í viku, stundum kl. 6 á morgnana. Ég sýni frá því hvað ég elda og baka, fer yfir förðunar- ráð, ferðalög og bara það sem mér dettur í hug hverju sinni. Ég breyti myndunum ekki í tölvu til að fá fallegra „feed“ eins og er vinsælt þessa dagana heldur set inn það sem mig langar. Mér finnst skipta máli að vera einlæg og vera bara ég sjálf en ég veit líka að það er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Sumir fíla mann og aðrir ekki. Ég sýni líka alveg myndir af mér ómálaðri með hárið út í loftið,“ segir Alexandra kankvíslega og viðurkennir að inn við beinið sé hún dálítið feimin. Hún segir að sinn helsti styrk- leiki séu skipulagshæfileikar. „Ég er frekar gamaldags og nota dagbók til að skipuleggja mig. Ég var að gefa út dagbók fyrir næsta ár í samstarfi við Prentsmið, sem gerði grunninn að bókinni en ég lagði til mína skipulagstaktík sem setur sinn svip á dagbókina.“ Nýverið flutti Alexandra í eigin íbúð með kærastanum, Arnari Frey Bóassyni, og segir heimilið vera sinn griðastað. „Ég fékk margar óskir um að sýna nýja heimilið mitt á Instagram en ég vil ekki sýna of mikið, það þurfa að vera einhver mörk. Ég er samt ekkert feimin við að sýna frá því sem ég er að gera heima hjá mér,“ segir hún. Þau Arnar kynntust í ræktinni og náðu strax vel saman. „Ég var að æfa fyrir fitness-mót á annarri líkamsræktarstöð en vanalega og við kynntumst þar. Hann kom að horfa á mig keppa, sem mér finnst mjög krúttlegt, og stuttu síðar byrj- uðum við að hittast. Okkur líður mjög vel saman og ég hef aldrei verið jafnánægð með lífið og núna,“ segir Alexandra brosandi að lokum. Fylgjast má með Alexöndru á Instagram undir nafninu alesif. 19. DESEMBER Í ELDBORG HÖRPU Jól m eð MIÐASALA Á HARPA.IS/SISSEL Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 3 0 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 9 8 -D 5 F 0 2 1 9 8 -D 4 B 4 2 1 9 8 -D 3 7 8 2 1 9 8 -D 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.