Fréttablaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.11.2018, Blaðsíða 50
Bækur Hið heilaga orð Sigríður Hagalín Björnsdóttir Blaðsíður: 271 Útgefandi: Benedikt - bókaútgáfa Ígömlu ævintýri er ungur bónda-sonur sendur af stað að leita einhvers og endurheimta – oft prinsessu sem lent hefur í trölla- höndum. Hann ferðast um refilstigu kynjaskóga og leysir ýmsar þrautir. Í nútímasögu eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur (f. 1974) leitar ungur maður systur sinnar sem fengið hefur fæðingarþunglyndi og týnst. Kynjaskógurinn er erlend heims- borg. Þrautirnar rafrænar og staf- rænar. Meiri óvissa ríkir um afdrifin þar sem söguþráðurinn er flóknari og fyrirstöðurnar að verulegu leyti í höfðinu ekki síður en raunverunni. Þetta er því engin búkollusaga þó að byggingin styðjist við grunnstoðir ævintýra. Hið heilaga orð er bók um knýj- andi viðfangsefni í samtíma okkar, mátt orðsins og ritveröldina í net- væddum heimi sem vefst utan um tilveru okkar og samskipti líkt og utanáhangandi taugakerfi sem við jafnvel höfum ekki stjórn á. Hér er um að ræða all flókna úrvinnslu söguefnis með ýmsum frásagnar- kimum. Undirniður verksins eru heimspekilegar og til- vistarlegar hugrenning- ar Sókratesar um áhrif ritmálsins á hugsun mannsins, yfirfærðar á nútímann. Unnið er með ýmsar kenn- ingar, fornar og nýjar, tákn og gátur. Að því leyti reikar hugurinn til bóka á borð við Da Vinci-lykilinn (2003) eftir Dan Brown eða Veröld Soffíu (1991) eftir Jostein Gaarder. Sagan hverfist um tilveru tveggja systk- ina. Hann er lesblind- ur en fljúgandi fær á öðrum sviðum. Hún er hins vegar oflæs en stríðir við hömlur í samskiptum við fólk. Samt verður hún stjarna á sam- félagsmiðlum sem veldur enn frekari brenglun á tilveru hennar og sam- bandi við aðra í veröld þar sem „lækin“ eru það sem skapar sjálfsmyndina. Systkinin eru eins og tvær hliðar á sama peningi. Þau fylla upp í mynd hvort annars, en skapa jafnframt ákveðinn átakaöxul sem drífur atburði áfram í hringiðu ástríðna og fróðleiksfýsnar, ein- semdar og örvinglunar, leitar og flótta. Samhliða sögu þeirra fáum við innsýn í líf mæðranna sem ala þau upp og samband þeirra við föð- urinn. Þar er hliðarsaga sem einnig vekur spennu og felur í sér óvænta og napra afhjúpun undir bókarlok. Hið heilaga orð er önnur bók Sigríðar Hagalín. Sú fyrsta, Eyland, kom út fyrir tveimur árum, dystóp- ísk skáldsaga undir áhrifum af skortumræðunni sem varð hér á landi í kjölfar hrunsins. Það rit hlaut þegar góðar viðtökur og vakti umræður. Í nýju bókinni er Sigríður á öðrum slóðum. Augljóst er þó að enn liggur henni viðfangsefnið á hjarta enda er umfjöllunarefnið gripið beint úr samtíma okkar. Stíll- inn er þjáll og fléttan hugvitsamleg. Persónusköpun er trúverðug og vel af hendi leyst. Höfundur hefur gott lag á að lýsa tilfinningalífi persóna sinna, ekki síst barna og ungmenna, og draga fram samskipti og tog- streitu sem varpa skörpu ljósi á það sem úrskeiðis getur farið í lífi fólks. Auðfundið er við lesturinn að Sigríður Hagalín hefur fumlaust vald á rituðu máli og innsýn í það sem hún fjallar um. Við efnistökin beitir hún skáldlegu innsæi og næmi ásamt skörpu auga frétta- mannsins – hvort tveggja ber vott um gott læsi höfundar á mannlíf og tilveru. Útkoman er spennandi og vel skrifuð bók sem erfitt er að leggja frá sér. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir NiðurStaða: Grípandi saga um flókin álitaefni sem fjallað er um af næmi, hugmyndaauðgi og dýpt. Líf eða læsi Gagnrýnandi Fréttablaðsins hrósar nýrri skáldsögu Sigríðar Hagalín. Eitt mesta afrek aldarinnar Eitt mesta björgunarafrek síðustu aldar +++ Þrjátíu og fjórir skipbrotsmenn berjast upp á líf og dauða í flaki togarans Egils rauða sem hefur strandað í foráttubrimi undir hrikalegu hamrastáli Grænuhlíðar í Ísafjarðardjúpi +++ Djarfar áhafnir lítilla báta reyna við illan leik að nálgast myrkvaðan strand- staðinn +++ Útilokað er að koma til bjargar – nema að hætta eigin lífi +++ Lagt er í ofurmannlega þrautagöngu með þungar byrðar í stórgrýti, skriðum og þreif-andi stórhríð +++ Hér er fjallað um þrjá hildarleiki árin 1955, 1956 og 1957 sem allir tengjast +++ bækur Óttars Sveinssonar hafa á hverju ári í aldarfjórðung verið eitt vinsælasta lesefni Íslendinga Óttar Sveinsson Útkallsbækurnar hafa í aldarfjórðung verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga, en slíkt er einstætt. Bækur sem lesendur leggja ekki frá sér fyrr en að lestri loknum. Með sínum hörkuspennandi frásagnarstíl tekst Óttari Sveinssyni ávallt að koma okkur í náin tengsl við söguhetjurnar sem eru sprottnar beint úr íslenskum raunveruleika. Mannlegt drama, einlægni, fórnfýsi, ást og umhyggja alþýðufólks lætur engan ósnortinn. 2. á metsölulista Bónus Sætið 3 0 . N ó v e m B e r 2 0 1 8 F Ö S t u D a G u r24 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 3 0 -1 1 -2 0 1 8 0 5 :1 3 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 9 8 -A 4 9 0 2 1 9 8 -A 3 5 4 2 1 9 8 -A 2 1 8 2 1 9 8 -A 0 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.