Fréttablaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 20
V ið erum ákaflega bjartsýn á rekstur Cintamani á nýju ári. Vörulínan er glæsileg og mikil tiltekt hefur átt sér stað í rekstrinum,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. „Reksturinn hefur ekki gengið sem skyldi síð- ustu tvö ár. Ég var því fengin til að taka við keflinu aftur í september en ég hafði stýrt félaginu á árunum 2010 til 2013 og þekkti því vel til. Það hefur verið lögð mikil vinna í að fara ofan í saumana á öllu sem við kemur rekstrinum og finna hvað mætti betur fara. Við höfum ráðist í umfangsmiklar breytingar á undan- förnum tveimur mánuðum og það er strax orðinn töluverður við- snúningur í rekstrinum. Hluthafar Cintamani lögðu fyrirtækinu til 300 milljónir króna í aukið hlutafé og því var hægt ljúka við vörulínuna fyrir jólin og panta vörur.“ Því miður hafa erfiðleikar í rekstrinum gert það að verkum að nýju vörurnar koma ekki í verslanir fyrr en 15. desember. „Það er ansi seint, það verður að viðurkennast, en vonandi sýna viðskiptavinir okkur þolinmæði,“ segir Dagný. Nóvem ber og desember eru að hennar sögn stærstu mánuðir árs- ins í sölunni. Það skipti því miklu máli að jólasalan gangi vel. Skáru niður fastan kostnað Dagný segir að á meðal umbóta sem farið var í hafi verið að skapa heildarútlit á vöruframboðið, skipu lags- og ferlabreytingar, vörur séu nú pantaðar með öðrum hætti, önnur nálgun sé í markaðs- setningu auk niðurskurðar. „Fáum starfsmönnum var sagt upp í niður- skurðinum. Hann laut einkum að því að skera niður fastan kostnað. Kostnaður við hönnun á það til að fara úr böndunum ef ekki er fylgst grannt með honum og er nú lögð áhersla á eftirlit með honum. Cint amani er ekki stórt fyrirtæki, á skrifstofunni vinna einungis níu starfsmenn, og því þarf að gæta þess að rekstrarkostnaður fari ekki úr böndum.“ Cintamani var rekið með 127 milljóna króna tapi í fyrra og dróg- ust tekjur, sem námu 757 millj- ónum króna, saman um 20 pró- sent. Dagný segir að niðurstaðan í ár verði með svipuðum hætti. Tekjusamdráttinn rekur hún til vöruskorts því fyrirtækið hafi átt erfitt með að fjármagna pantanir – en eins og fram hefur komið hefur sá vandi verið leystur með auknu hlutafé – og vaxandi rekstrarkostn- aður hafi átt sinn þátt í tapinu. „Það hefur einnig háð fyrirtækinu að það var sett í söluferli um síðustu jól og svo aftur nýverið en tilboði fjárfesta var hafnað. Á þeim tíma var eflaust ekki nægur fókus á rekstrinum,“ segir hún. Kristinn Már Gunnarsson, kaup- sýslumaður í Þýskalandi, gekk í hluthafahóp Cintamani árið 2009 og á nú 70 prósenta hlut á móti framtakssjóðnum Frumtaki sem keypti í félaginu árið 2013. Krónan kallar á spákaup- mennsku Hefur krónan leikið ykkur grátt? „Það er erfitt að vera í innflutningi þegar kostnaðarverð vörunnar hækkar frá því að ákvörðunin um að framleiða hana er tekin og þangað til hún kemur í hús. Allir sem stunda viðskipti við útlönd stunda spá- kaupmennsku. Það er ekki eðlilegt.“ Hvers vegna var fyrirtækið sett í söluferli í ár? „Það er nú einu sinni þannig að flest er til sölu fyrir rétt verð. Cintamani er þekkt vörumerki á Íslandi og margir sem bera sterkar taugar til þess. Ég held að margir sjái möguleika í fyrirtækinu.“ Hvað getur þú sagt okkur um Cintamani? „Við hönnum föt fyrir fólk sem vill koma út að leika. Við erum rót- gróið íslenskt fyrirtæki, stofnað 1989 og verðum 30 ára á næsta ári. Við erum með mikið úrval af almennum útvistarfatnaði, til dæmis fyrir hlaupara, hjólreiðafólk og göngugarpa. Það er allra veðra von á Íslandi og við bjóðum því jafnframt upp á flíkur fyrir þá sem vilja vera smart á leið í og úr vinnu án þess að krókna úr kulda. Við bjóðum einnig upp á vörur fyrir þá sem taka útvistina alla leið og stefna Strax viðsnúningur í rekstri Cintamani Rekstur Cintamani hefur gengið erfiðlega undanfarin tvö ár. Félagið hefur tvívegis verið sett í söluferli en tilboðum var hafnað. Dagný Guðmundsdóttir tók því nýverið aftur við rekstri fataframleiðandans og hefur ráðist í umtalsverðar breytingar á rekstrinum. Dagný Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Cintamani, segir að um 25 prósent tekna fyrirtækisins megi rekja til ferðamanna. Fréttablaðið/SiGtryGGur ari JóhannSSon Kemur úr allt öðrum bransa „Ég kem úr allt öðrum bransa,“ segir Dagný Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Cintamani. „Ég var í sjö ár hjá Vodafone, lengst af sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs og hef störf sem framkvæmdastjóri Cintamani árið 2010 og var til ársins 2013 þegar ég skellti mér út í ferða- bransann. Sný aftur til Cintamani í september en hafði í nokkra mánuði áður starfað sem ráðgjafi fyrir félagið. Ætli það sé ekki tengingin við áhugamálin dregur mig að Cintamani. Ég er forfallinn hjólari, ákafur hundalabbari og svo hef ég verið efnileg í golfi allt of lengi.“ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Á meðan tvær milljónir útlendinga koma til okkar erum við ekki að hugsa okkur til hreyfings. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r8 markaðurinn 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A 2 -E F F 4 2 1 A 2 -E E B 8 2 1 A 2 -E D 7 C 2 1 A 2 -E C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.