Fréttablaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.12.2018, Blaðsíða 32
Í febrúar á þessu ári var ég, sem fulltrúi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), skipuð af velferðarráðuneytinu í nefnd til að meta umfang kyn- ferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni eða ofbeldis auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði sem og aðgerðir vinnuveitenda í tengslum við slík mál á vinnustöðum. Verk- efnum nefndarinnar er að mestu lokið, en fram undan er að fram- kvæma rannsóknir í samræmi við áherslur nefndarinnar. Í ágúst sl. var ég einnig skipuð fulltrúi FKA í aðgerðahóp, sem ætlað er að koma á fót og fylgja eftir aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðis- lega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Í erindis- bréfi aðgerðahópsins er sérstak- lega gert ráð fyrir að litið verði í því sambandi til aðgerða annarra ríkja hvað þetta varðar. Í framhaldi af atburðarás síð- ustu viku, varðandi lítilsvirðandi ummæli þingmanna á hinu háa Alþingi, er ég vægast sagt mjög hugsi yfir verkefnum þessara nefnda og hvort raunhæft sé að leggja þá vinnu og hugsun í verk- efnið sem nauðsynlegt er til að ná fram breytingum í samfélaginu. Klaustursmálið hefur sýnt okkur fram á það að við skerum okkur ávallt úr í samanburði við aðrar þjóðir og um okkur Íslendinga gilda einfaldlega önnur lögmál. Nokkur dæmi um tilefni til afsagnar þingmanna og ráðherra í nágrannaríkjum okkar geta hjálpað okkur að ná samhengi hlutanna. Í sumar sagði bandaríski Repúblikaninn Jason Spencer af sér embætti ríkisþingmanns í Georg- íu eftir að breski grínistinn Sacha Baron Cohen manaði Spencer til að gera óviðeigandi hluti í grín- þætti sínum. Meðal þess sem hann fékk Spencer til að gera í þættinum var að öskra orðið „nigger“ ítrekað eftir að Cohen sagði honum að „n-orðið“ hefði fælingarmátt gegn hryðjuverkamönnum. Hann tók einnig myndir upp undir búrkur kvenna. Önnur dæmi um tilefni til afsagna tveggja ráðherra í sænsku ríkisstjórninni fyrir allnokkru, voru fréttir þess efnis að þeir hefðu greitt barnfóstrum sínum laun löngu áður en þeir tóku við emb- ættum sínum, án þess að greiddir væru af þeim skattar. Þrátt fyrir mikla leit á veraldar- vefnum hef ég ekki fundið nein merki þess að þessir ráðherrar og þingmenn hafi einir og sjálfir þurft „að gera upp við sig“ hvort þeir vildu sitja sem þingmenn. Þeir eiga einfaldlega ekki annarra kosta völ en að segja af sér þegar þeir hafa verið staðnir að verki við skattsvik, kynþáttafordóma eða aðra hegðun sem telst óviðeigandi fyrir einstaklinga í þeirri stöðu sem þeir gegna. Það er lítill tilgangur í öllum byltingum og aðgerðum til að breyta menningu og samfélagi ef þær breytingar eiga aðeins að ná til „almúgans“ í landinu en ekki þeirra sem fara með æðsta valdið; löggjafarvaldið á Íslandi. Það er vel þekkt að fyrirmyndir eru mikil- vægar við mótun menningar. Ef þingmenn mega sýna fordóma á óyggjandi hátt gagnvart konum, fötluðum, samkynhneigðum og öðrum minnihlutahópum, er þá til einhvers að búa til nefndir og ráð sem ætlað er að gera breytingar á menningu í þessum málaflokki? Ef vilji er til þess að ná fram raunveru- legum breytingum til jafnréttis á Íslandi, þar sem einstaklingar af hvaða kyni sem er og hvaða kyn- hneigð sem er eiga að upplifa sig örugga, skulum við byrja hjá þeim sem fara með völdin. Þeir sem sinna þingstörfum þurfa að lág- marki að bera virðingu fyrir þeim hópum sem þeir þjóna, auk þess sem samstarfsmenn og konur eiga að geta treyst því að þeim sé sýnd tilhlýðileg virðing. Ef áfengi er notað sem afsökun fyrir óviðeigandi hegðun, er þá ekki grundvallaratriði að þeir sem hlut eiga að máli lýsi því yfir að þeir muni gera það sem í þeirra valdi stendur til að hætta áfengis- drykkju til að eiga ekki á hættu nýtt hneykslismál á næsta bjór- kvöldi? Til þess eigum við úrræði, þó fjársvelt sé, sem stendur öllum landsmönnum til boða að nýta sér. Ef við viljum jafnrétti þurfum við að losa Alþingi við þau viðhorf sem birtust okkur svo glögglega í Klaustursmálinu. Í fyrirtækja- menningu er þekkt aðferð sem kallast „Tone at the top“. Þá ganga stjórn og stjórnendur á undan með góðu fordæmi, sem hvetur hinn almenna starfsmann til þess að gera slíkt hið sama. Megin- þorri þeirra sem sitja á Alþingi hafa sýnt okkur að þeir samþykkja ekki þá hegðun sem þessir sex ein- staklingar hafa verið fordæmdir fyrir en úrræðin eru takmörkuð til aðgerða. Nú er tækifæri fyrir þá sex einstaklinga sem hlut áttu að máli, að sýna almenningi það fordæmi að þeir sem fara með æðsta vald þjóðarinnar beri virðingu fyrir fólkinu í landinu með því að segja sig frá þingstörfum án skilyrða.   Eftir höfðinu dansa limirnir  Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmda- stjóri Nátturu- hamfaratrygg- ingar Íslands og stjórnar- kona í FKA Helga Árnadóttir er f ra m k væ m d a s t j ó r i og annar stofnenda Tulipop en fyrirtækið framleiðir varning og afþreyingarefni sem byggir á sam- nefndum ævintýraheimi og þeim persónum sem þar finnast. Tulipop skrifaði í sumar undir 700 milljóna króna samning við alþjóðlegt stór- fyrirtæki sem hyggst framleiða og annast dreifingu á 52 sjónvarps- þáttum um ævintýraheiminn. Helga segir samninginn stökkpall til að búa til arðbært alþjóðlegt fyrirtæki. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér finnst fátt skemmtilegra en að skipuleggja ferðalög á nýja og spenn- andi staði og heimsækja með fjöl- skyldu og vinum. Yfir vetrartímann spila ég tennis vikulega með góðum hópi, fer á skíði með fjölskyldunni og svo reyni ég að komast sem oftast í jóga. Síðan er fátt sem toppar sam- veru með góðum vinum yfir ljúf- fengum mat og drykk. Hvernig er morgunrútínan þín? Mér finnst dásamlegt að ná að hreyfa mig í byrjun dags. Ef ég er ekki á flakki vegna vinnu þá vakna ég nokkra morgna í viku fyrst á heimilinu og byrja daginn á jógatíma eða lyftingum. Hina dagana borða ég morgunmat í rólegheitunum heima með fjölskyldunni og fletti blöð- unum áður en ég held á skrifstofuna. Síðan er fastur liður í morgunrútín- unni að skella í tvöfaldan latte, en fjárfesting í góðri kaffivél var tví- mælalaust einn af mikilvægum tíma- punktum í rekstrarsögu félagsins. Hver er bókin sem ert að lesa eða last síðast? Ég er að lesa bókina Sakfelling – forboðnar sögur frá Norður-Kóreu, sem er ein af þeim áhugaverðu bókum sem bókaforlagið Angústúra hefur gefið út í fallegri útgáfu. Alveg mögnuð lesning. Hvað er það skemmtilegasta við starfið? Það eru allar áskoranirnar, fjöl- breytnin og það að hafa tækifæri til að hrinda nýjum og skemmtilegum verkefnum í framkvæmd á hverjum degi í samstarfi við frábært sam- starfsfólk. Við höfum átt því láni að fagna að hafa fengið einstaklega gott fólk til liðs við félagið og hjá Tulipop starfar öflugt teymi á skrifstofum okkar í Reykjavík og í NY. Auk þess vinnum við með erlendum aðilum víða um heim að verkefnum á borð við teiknimyndaframleiðslu og gerð nytjaleyfasamninga og það er fátt skemmtilegra en að vinna með kláru fólki sem maður getur lært af. Ef þú þyrftir velja allt annan starfs- frama, hver yrði hann? Ég þrífst á því að hrinda hlutum í framkvæmd og myndi vafalaust sækjast eftir starfi þar sem ég hefði tækifæri til að leiða spennandi verk- efni og þá helst í alþjóðlegu umhverfi. En hver veit, kannski myndi ég ákveða að venda kvæði mínu algjör- lega í kross og gerast vínbóndi í Pied- mont-héraði á Ítalíu, framleiða ljúf- feng lífræn vín og rækta ólífur. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Ein helsta áskorunin er forgangs- röðun. Eitt af því sem er svo spenn- andi við Tulipop er að tækifærin eru svo mörg. Það er hægt að færa Tulipop ævintýraheiminn til lífs í svo mörgum formum, í gegnum varning, teikni- myndir, leiki, bækur, og svo mætti lengi telja. Það er þó ekki hægt að gera allt í einu og höfum við reynt að for- gangsraða grimmt og leggja áherslu á vel valin verkefni og markaðssvæði. Síðan er líka stöðug áskorun að púsla saman ferðalögum vegna vinnu, fjöl- skyldulífi og félagslífi. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Stóra áskorunin er að byggja upp öflugt fyrirtæki sem byggir á íslensku hugverki og hugviti. Við erum í raun á ákveðnum tímamótum núna, þar sem við gerðum fyrr á árinu mikil- vægan samning við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um meðframleiðslu á 700 m.kr. teiknimyndaseríu sem mun verða seld til sjónvarpsstöðva um allan heim. Stóra áskorunin er að láta þá teiknimyndaseríu líta dagsins ljós sem fyrst, tryggja að hún verði bæði vönduð og skemmtileg, og nýta hana sem stökkpall til að búa til arðbært alþjóðlegt fyrirtæki sem nær til barna og fullorðinna um allan heim. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í rekstrarumhverfinu á komandi árum? Við sjáum fram á spennandi breyt- ingar á ýmsum sviðum sem tengjast rekstri Tulipop. Tvö kjarnasvið starf- seminnar eru annars vegar sala á Tulipop-varningi og hins vegar fram- leiðsla á afþreyingarefni, s.s. teikni- myndum, en ör þróun er að eiga sér stað á báðum sviðum. Línuleg dag- skrá er á hröðu undanhaldi og neyt- endur sækja sér afþreyingarefni á stað og stund sem þeim hentar. Einn- ig er að breytast hratt hvernig fólk kaupir varning og þjónustu, viðskipti eru að færast yfir á netið í síauknum mæli og á sama tíma er aukin eftir- spurn eftir vörumerkjum og versl- unum sem bjóða upp á skemmtilega upplifun. Það verður verkefni kom- andi ára að nýta tækifærin sem felast í þessum breytingum og gera fólki kleift að tengjast Tulipop-heiminum á sem fjölbreyttastan hátt. Ævintýraheimur Tulipop á tímamótum Helga segir tækifæri Tulipop mörg og því sé forgangsröðun ein helsta áskorunin. FRéTTablaðið/anTon bRink Svipmynd Helga Árnadóttir Helstu drættir nám: l MBA frá London Business School. l B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Störf: l Framkvæmdastjóri Tulipop. Fjölskylduhagir: l Gift Ingva Hrafni Óskarssyni lögfræðingi. Við eigum saman Steinunni, 8 ára, og Guðmund 6 ára, og svo á ég 16 ára stjúp- dóttur, Ingibjörgu Þórunni. 5 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r12 markaðurinn 0 5 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 A 2 -E F F 4 2 1 A 2 -E E B 8 2 1 A 2 -E D 7 C 2 1 A 2 -E C 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 4 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.