Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Dagur B. Eggertsson segir ábyrgan rekstur að baki góðri afkomu borgarsjóðs. 10 SPORT Everton stendur í stað í ensku úrvalsdeildinni. 16 TÍMAMÓT Hvernig rætist 35 ára spádómur um árið 2019? 22 LÍFIÐ Postprent er markaður með prentverk íslenskra lista- manna á netinu. 32 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Ú T S A L A facebook.com/kringlan.is kringlan.is Í KVÖLD OPIÐ TIL 22 Halldór Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Vel heppnað gamlárskvöld er að baki. Að venju huguðu færri að brennunni á Ægisíðu á nýársdag heldur en hafði verið á sjálft gamlárskvöld þegar fjörið var mest og logaði skærast í bál- kestinum. Það voru þó enn glæður í leifum brennunnar í gær og þær minnkuðu ekki þegar öflugir plokkarar vörpuðu afrakstri sjálfboðastarfa sinna í eldtungurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR LÖGREGLUMÁL Um 350 mál voru skráð í málaskrá lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hverjum einasta sólarhring í fyrra að meðal- tali og fjölgaði málunum um 70 að meðaltali á hverjum einasta degi. Tilkynnt innbrot hafa aukist um nærri 60 prósent frá því árið 2017. Þetta kemur fram í bráðabirgða- niðurstöðum lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Um 45 þúsund umferðarbrot eru skráð hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu í fyrra og hefur þeim fjölgað mikið frá síðustu árum, svo mikið að umferðarlagabrot hafa tvöfaldast á síðustu sjö árum. Einn- ig eru tilkynnt hegningarlagabrot tæplega tíu þúsund, sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Jafnframt hefur tíðni kynferðis- brota og heimilisofbeldisbrota aukist. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir mikinn árangur felast í því að þau mál komist inn á borð lögreglunnar. Slík mál komi einnig í miklum mæli í gegnum Bjarkarhlíð sem sérhæfir sig í mót- töku við þolendur ofbeldis. Að mati Sigríðar Bjarkar hefðu mál sem koma frá Bjarkarhlíð alla jafna ekki ratað á borð lögreglu og því er það vel að þau mál séu tilkynnt. „Það er komið meira fé sem skilar sér í hraðari málsmeðferðartíma. En fyrst og fremst, það að setja kynbundið ofbeldi á oddinn sem áhersluatriði og að hugsa um þetta sem þjónustustofnun en ekki valda- stofnun, það er að skila sér líka hvað þetta varðar,“ segir Sigríður Björk. – sa / sjá síðu 4 Metfjöldi lögreglumála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir að meðaltali um 350 málum á hverjum sólarhring. Að sögn lögreglustjórans vinnur lögreglan vel í erfiðum aðstæðum. LÖGREGLUMÁL Eldur kom upp á svöl- um fyrstu hæðar í fjölbýlinu Eddu- felli 8 í Breiðholti í gærkvöldi. Dreifði eldurinn sér eftir klæðn- ingu utan á húsinu að því er slökkvi- liðið á höfuðborgarsvæðinu sagði við Fréttablaðið. Íbúi sem rætt var við sagði alla hafa yfirgefið bygging- una eftir að að brunavarnarkerfið fór af stað. Höfðust íbúarnir við í strætis- vagni fyrir utan húsið er rætt var við hann í gær. Allar stöðvar voru á vettvangi og slökkvistarf í gangi er Fréttablaðið fór í prentun. Þá voru engar upplýs- ingar um hvort nokkur hefði meiðst en ástandið væri viðráðanlegt. Eldurinn hafði læst sig í klæðn- ingu utan á blokkinni og þurfti að rífa hana af og klæðningu á þaki líka til að ganga úr skugga um að þar leyndust engar glæður áður en íbúunum var hleypt inn aftur. – oæg Blokk rýmd í Eddufelli í gær 0 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E D -2 0 0 C 2 1 E D -1 E D 0 2 1 E D -1 D 9 4 2 1 E D -1 C 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.