Fréttablaðið - 02.01.2019, Qupperneq 26
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomulag
útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til samtals um
það sem er þér mikilvægast við lífslok þín. Viljayfirlýsing
þín verður eftirlifendum mikilvægt leiðarljós. Samtalið
og varðveisla upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ástkæra, yndislega móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Hrefna Svava
Guðmundsdóttir
lést á dvalarheimilinu Grund
mánudaginn 17. desember.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði,
þann 3. janúar 2019 kl. 15.00.
Kolbrún Sveinsdóttir
Erla Sveinsdóttir Pétur J. Eiríksson
G. Ágúst Pétursson Sesselja Auður Eyjólfsdóttir
Ingibjörg Pétursdóttir Hartwig Müller
Pétur Pétursson Dóra Kristín Björnsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Halldóra Snorradóttir
frá Syðri-Bægisá, Öxnadal,
húsfreyja í Stóra-Dunhaga, Hörgárdal,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 10.30.
Þórlaug Arnsteinsdóttir Jóhann Þór Halldórsson
Sigrún Arnsteinsdóttir Jóhannes Axelsson
Árni Arnsteinsson Borghildur Freysdóttir
Hulda Steinunn Arnsteinsd.
G. Ingibjörg Arnsteinsd. Þórður Ragnar Þórðarson
Unnur Arnsteinsdóttir Friðrik Sæmundur Sigfússon
Heiðrún Arnsteinsdóttir Friðjón Ásgeir Daníelsson
og fjölskyldur.
Ástkæra, yndislega móðir okkar,
tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
Sunneva Jónsdóttir
Melalind 12,
sem lést á heimili sínu í Kópavogi
15. desember, verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 13.
Sigþór Guðmundsson Lilja Hafsteinsdóttir
Hannes Freyr Guðmundsson Hanna Sigr. Jósafatsdóttir
Sigurborg Guðmundsdóttir
Lárus Þór Guðmundsson Ásgerður Baldursdóttir
Elín B. Björgvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
TÍMAMÓT „Hvernig mun heimurinn líta
út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn
kanadíska fréttablaðsins The Star velti
fyrir sér í desembermánuði árið 1983,
eða fyrir 35 árum.
Til að fá svarið við þessari spurningu
leitaði The Star á náðir bandaríska rit-
höfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs
Asimov sem á þeim árum var farinn að
vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn.
Síðar meir átti Asimov eftir að verða
einn áhrifamesti ritari vísindaskáld-
skapar fyrr og síðar.
Að mati Asimov átti innreið upp-
lýsingatækninnar og hröð framþróun í
tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega
með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta
samfélagi mannanna enn frekar.
„Sú staðreynd að samfélag okkar
verður æ margþættara felur í sér að það
verður ómögulegt að vera án tölvutækni,
ekki nema með því að daðra við glund-
roðann,“ ritaði Asimov.
Hann sá fyrir sér að tæknifram-
farir myndu fækka störfum, en það væri
hvorki óvænt né neikvæð afleiðing.
„Störfin sem hverfa verða þau sem
skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau
sem eiga sinn stað við færibandið í verk-
smiðjum hvers konar. Þetta eru störf
sem eru nógu einföld, tilgangslaus og
staglkennd til að eitra huga fólks.“
Þannig væri þörf á nýju menntakerfi
sem svar við kröfunni um vinnuafl sem
býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og
krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna.
„Breyting núna, hins vegar, þarf að
eiga sér stað mun hraðar. Mögulega
hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við
þessa breytingu munu milljónir manna
vera ófær um að sinna þeim störfum sem
sannarlega þarf að sinna.“
Asimov taldi — réttilega að mörgu
leyti — að árið 2019 væri almennt viður-
kennt að samstarf þjóðríkja væri nauð-
synlegt til að taka á allra mikilvægustu
málum heimsins. Þá sérstaklega með til-
liti til mengunar og verndunar umhverf-
isins.
„Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á
með þjóðum heimsins að þær geti tekið
höndum saman og unnið að þessum
markmiðum, sameinaðar undir einum
fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sér-
stakan áhuga á að viðurkenna tilvist
slíkrar heimsstjórnar.“
Asimov taldi öruggt að könnun sól-
kerfisins væri vel á veg komin árið 2019
og mat það svo réttilega að hópur manna
hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En
Asimov sá einnig fyrir sér að námugröft-
ur á tunglinu væri hafin seint á öðrum
áratug 21. aldarinnar og að mannkyn
hefði þróað getu til að safna sólarorku
með hjálp gervitungla á sporbraut um
Jörðu sem síðan myndu koma orkunni
til jarðar í formi örbylgja.
Asimov lauk pistli sínum á áminningu
til lesenda árið 2019.
„Staðreyndin er sú að þó svo að
heimurinn árið 2019 verði sannarlega
frábrugðinn þeim sem við þekkjum
árið 1984, þá verður sú breyting aðeins
barómeter fyrir þá miklu breytingar sem
verða í farvatninu enn síðar.“
kjartanh@frettabladid.is
Framandi heimur 2019
Árið 1984 var bandaríski vísindasagnahöfundurinn Isaac Asimov beðinn um framtíðar-
spá sína fyrir árið 2019. Hann taldi réttilega að könnun sólkerfisins yrði þá langt komin.
Mannkynið hefur óþrjótandi áhuga á að velta fyrir sér framtíðinni; hvers konar samfélag bíður þess eftir 35 ár? NORDICPHOTOS/GETTY
Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn
Isaac Asimov. NORDICPHOTIS/GETTY
Stöðulög voru sett 2. janúar
1871 um að fjárhagur Íslands
og Danmerkur skyldi að-
skilinn frá og með 1. apríl
þetta sama ár. Þá var settur
á laggirnar Landssjóður
Íslands og þegar Stjórnar-
skrá Íslands var samþykkt
árið 1874 fékk Alþingi vald
til þess að semja lög um hann.
Fram að þessum tíma voru ríkis-
dalir opinber gjaldmiðill
á Íslandi, sem fylgdi til-
skipun 20. mars 1815.
Þeir voru prentaðir af
Kurantbanken í Kaup-
mannahöfn sem var
fyrsti banki Dan-
merkur. Landssjóður
fékk leyfi með lögum
árið 1885 til þess að gefa
út íslenska peningaseðla
fyrir allt að hálfri milljón króna og skyldi
það verða fyrsta starfsfé Landsbanka
Íslands. Fyrsti seðillinn, fimm krónur,
fór í umferð 21. september 1886. Hann
var 105 sinnum 160 mm að stærð, grár
að lit en brjóstmynd af Kristjáni IX og
letur var í svörtu. Í júlí sama ár komu
tíu og fimmtíu króna seðlar. Bakhliðin
á fimmtíu króna seðlinum var með
áprentaðri fjallkonu en bakhliðin á
hinum seðlunum var auð.
Þ ETTA G E R Ð I ST : 2 . JA N ÚA R 1 8 7 1
Drög lögð að íslenskri krónu
2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
2
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
D
-5
1
6
C
2
1
E
D
-5
0
3
0
2
1
E
D
-4
E
F
4
2
1
E
D
-4
D
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K