Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið VINNUMARKAÐUR Á árinu 2018 bár- ust Vinnumálastofnun 15 tilkynn- ingar um hópuppsagnir, þar sem 864 var sagt upp störfum. Vinnu- málastofnun hefur tekið saman upplýsingar um hópuppsagnir á síð- asta ári og í desembermánuði 2018. Hópuppsagnir í desember 2018 voru þrjár og tóku til 269 manns. Þegar hópuppsagnir á síðasta ári eru skoðaðar út frá atvinnugrein- um kemur í ljós að flestir misstu vinnuna í flutningageiranum, þar á eftir kemur iðnaðarframleiðsla og fiskvinnsla. Fæstar hópuppsagnir áttu sér stað í fjármálageiranum. Um 51 prósent allra tilkynntra hópuppsagna á síðasta ári voru á höfuðborgarsvæðinu, um 34 pró- sent voru á Suðurnesjum, 11 prósent á Suðurlandi, þrjú prósent á Vestur- landi og eitt prósent á Vestfjörðum. Samtals hefur 11.514 manns verið sagt upp í hópuppsögnum á síðustu Tæplega 900 sagt upp í hópuppsögnum árið 2018 ✿ Uppsagnir eftir greinum n Fiskvinnsla 17% n Fjármálastarfsemi 2% n Upplýsingar og fjarskipti 2% n Iðnaðarframleiðsla 31% n Sérfræðistarfsemi 3% n Flutningar 45% 11 árum. Flestir misstu vinnuna á þriggja mánaða tímabili frá desembermánuði 2008 til febrúar 2009. Eins og áður segir misstu 864 vinnuna í hópuppsögnum á síðasta ári. Árið 2017 nam fjöldinn 632, og árið á  undan misstu 493 vinnuna í slíkum aðgerðum. Frá árinu 2014 hefur þeim fjölgað á hverju ári sem misst hafa vinnuna í hópupp- sögnum. – khn BRETLAND Fjórar ungar breskar konur voru í fyrra sendar af fjöl- skyldum sínum í „skóla“ til Sómalíu þar sem þeim var haldið föngnum og þær beittar ofbeldi. Breska utanríkisráðuneytið kom þeim til hjálpar með því skilyrði að þær  tækju lán  fyrir kostnað- inum  við björgunina, 740 pund hver, sem greiða átti innan sex mán- aða eftir heimkomu, að því er The Times  hefur greint frá.  Konurnar gátu ekki staðið í skilum en 10 pró- sent leggjast ofan á eftirstöðvarnar. Árið 2017 var 27 bjargað úr nauð- ungarhjónaböndum erlendis en 55 árið 2016. Að minnsta kosti átta gátu ekki greitt fyrir heimkomuna. Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar hafa sagt aðferð utanríkisráðuneytisins siðlausa. Ráðuneytið segir að það sé skylda að endurheimta opinbert fé. – ibs Gert að borga fyrir björgun  Theresa May, forsætisráðherra Bret- lands, segir nauðungarhjónabönd nútímaþrælahald. NORDICPHOTOS/AFP THE FUTURE IS EVERYONE’S Kynntu þér Opel atvinnubíla á opel.is eða hafðu samband við sölumann í síma eða á opel@opel.is og fáðu nánari upplýsingar Sýningarsalir: Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000 Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330 OPEL ATVINNUBÍLAR ÁRAMÓTA SPRENGJA! Nýttu þér skattalegt hagræði ársins sem er að líða Nokkrir sendi- og hópferðabílar á dúndur afslætti Búa sig undir deilur á vorþingi  Allsherjar- og mennta- málanefnd l Frumvarp um stuðning við einka- rekna fjölmiðla l Breyting á lögum um útlendinga – vegna umsókna til Alþingis um ríkisborgararétt „Ég geri ráð fyrir því að þetta verði töluvert átaka- mál, bæði á milli flokka og innan flokka. Þótt flestir séu sammála um að það verði að huga að þessum málum ef menn ætla ekki að sitja bara uppi með einn ríkisfjölmiðil í landinu, eins og þróunin hefur verið, þá er ég jafn viss um að tekist verði á um að- ferðirnar við að ná því markmiði.“ Páll Magnússon, formaður nefndar- innar, um væntanlegt frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Atvinnuveganefnd l Lög um fiskeldi – Væntanlegt þegar þing kemur saman l Vandi sauðfjárbænda l Endurskoðun búvörusamninga l Innflutningur á hráu kjöti l Strandveiðar „Fiskeldisfrum- varpið hefur tekið breyting- um, en ég á von á því að einhverjar deilur verði um málið, þetta er stórt og mikið mál en ég tel það sé búið að reyna að mæta mörgum sjónar- miðum þótt það verði erfitt að gera alla sátta.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður. Efnahags- og viðskipta- nefnd l Frumvarp um þjóðarsjóð l Frumvarp um launafyrirkomulag þeirra sem heyrðu áður undir kjararáð l Niðurstöður starfshóps um nýja peningastefnu l Hvítbók um framtíðarskipulag fjármálaeftirlitsins l Frumvarp um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands „Ég á líka von á frumvarpi, hvort heldur er á vorþingi eða á haustþingi, um breytingar á lögum um Seðlabanka íslands. Forsætisráðherra hefur meðal annars boðað sameiningu Seðla- bankans og fjármálaráðuneytisins.“ Óli Björn Kárason formaður. Fjárlaganefnd l Endurskoðun á ríkisfjármála- áætlun l Ríkisreikningur l Eftirlit með framkvæmd fjárlaga l Málefni Íslandspósts „Lög um opin- ber fjármál hafa meiri samfellu í störfum fjár- laganefndar allt árið um kring og eftirlitshlutverk nefndarinnar er orðið mun skýrara. Svo eru það málefni Íslandspósts sem við erum enn með í skoðun en fyrirferðarmest á ég von á að verði þingsályktunartil- laga um ríkisfjármálaáætlun.“ Willum Þór Þórsson formaður. Stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd l Skýrslur Ríkisendurskoðunar um Útlendingastofnun og um Fiskistofu l Plastbarkamálið l Stjórnsýsla dómstólanna l Landsdómsmálið l Sendiherrastöður l Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu um skipun í Landsrétt „Dóms er að vænta frá Mannréttindadóm- stól Evrópu um skipun dómara í Landsrétt og það er ekki ólík- legt að það þurfi eitthvað að ræða hann. Svo eigum við eftir að ná fundi með fjármálaráðherra og utanríkisráðherra og þingmönn- unum Gunnari Braga Sveinssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna umæla sem féllu á Klaustri. Það er inni á okkar borði og það er okkar skylda að fjalla um þann þátt, annars værum við ekki að sinna lögbundinni skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Helga Vala Helgadóttir formaður. Umhverfis- og sam- göngunefnd l Samgönguáætlun með tilheyr- andi hugmyndum um veggjöld l Frumvarp til nýrra umferðarlaga l Frumvarp umhverfisráðherra um skógrækt „Það er stefnt að því að ljúka afgreiðslu samgönguáætl- unar fyrir lok mánaðarins. Veggjöldin eru auðvitað það sem verið er að fjalla um þar og útfærslan á þeim en svo þyrfti að koma nýtt frumvarp samgöngu- ráðherra um þau í febrúar eða mars sem myndi þá grundvallast á niður- stöðu um samgönguáætlunina.“ Jón Gunnarsson, starfandi formaður. Utanríkismálanefnd l Stefna um alþjóðlega þróunar- samvinnu l Þriðji orkupakkinn „Það er lagt upp með að þetta komi til þingsins á vorþingi. Breyting á orku- lögum fer til atvinnuveganefndar en aflétting stjórnskipu- lega fyrirvarans til okkar í utanríkis- málanefnd.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, for- maður nefndarinnar, um þinglega meðferð þriðja orkupakkans. Velferðarnefnd l Heilbrigðisstefna heilbrigðisráð- herra l Frumvarp um þungunarrof l Frumvarp um starfsgetumat l Húsnæðismál með hliðsjón af kjaraviðræðum „Það varð mikil umræða um þungunar- rofið þegar það var lagt fram og gæti orðið umdeilt þvert á flokka og jafnvel inni í flokkum, aðallega út af þessum vikufjölda.“ Halldóra Mogensen formaður. Búast má við deilum um stuðning við fjölmiðla, þungunarrof, fiskeldi, kjaramál, þriðja orkupakk- ann, veggjöld og málefni dómstóla á vorþingi sem hefst um miðjan mánuð. Fréttablaðið ræddi við for- menn fastanefnda um störfin og búa þeir sig undir fjörugan seinni hálfleik 149. löggjafarþings. SÁDI-ARABÍA Réttarhöld hófust í Riyadh í gær yfir ellefu mönnum sem grunaðir eru um aðild að morð- inu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Samkvæmt ríkis- fréttastofu landsins er krafist dauða- refsingar yfir fimm mannanna. Khashoggi var myrtur í byrjun október þegar hann heimsótti skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Litlar upplýs- ingar er að hafa frá réttarhöldunum aðrar en þær að hinir ákærðu voru viðstaddir í gær ásamt lögmönnum sínum. Verjendur hafa farið fram á frest til að fara yfir ákæruna en ekki liggur fyrir hvenær réttarhöldunum verður fram haldið. Þá hafa nöfn sakborninga ekki verið gerð opin- ber. Tyrknesk stjórnvöld hafa greint fimmtán sádiarabíska menn sem eru grunaðir um aðild að morðinu. Sádi-Arabar hafa hins vegar ekki viljað framselja mennina og þrjá aðra að auki til Tyrklands. Ekki er vitað hvort einhver þeirra er meðal hinna ákærðu. Á Vesturlöndum er talið að krón- prinsinn Mohammed bin Salman standi á bak við morðið en hann hefur neitað aðild að því sem hann kallar hræðilegan og óréttlætanlegan glæp. Hefur meðal annars verið haft eftir bandarískum embættismönn- um að slíkt tilræði væri óhugsandi án samþykkis krónprinsins. – sar Fara fram á dauðarefsingu yfir fimm Khashoggi var gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E F -B D 1 4 2 1 E F -B B D 8 2 1 E F -B A 9 C 2 1 E F -B 9 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.