Fréttablaðið - 04.01.2019, Page 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Uppsveifla
síðustu ára á
því ekkert
sammerkt
með bólu
árunum í
aðdraganda
fjármála
hrunsins
2008.
Sú krafa um
hófstillingu
virðist þó
bara eiga við
um verka
lýðshreyfing
una og
talsmenn
hennar, en
ekki álits
gjafana
sjálfa.
Mikil umræða er nú eðlilega um stöðuna í kjaramálum í landinu. Þar birtast sjónarmið um hvert svigrúmið sé til kjarabóta, aðkomu ríkisvaldsins,
æskilegan jöfnuð og margt fleira. Eðlilega hafa hugmyndir
og áherslur verkalýðshreyfingarinnar verið mikið í þeirri
umræðu.
Sumt af umræðunni er á kunnuglegum nótum. Eðlilegar
og réttmætar hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru
úthrópaðar með flestum þeim sterkustu lýsingarorðum
sem finnast og ýmsum finnst þeir vera þess umkomnir að
setja ofan í við forystufólk launamanna af yfirlæti. Hug
myndir um að hækka lægstu launin, efla húsnæðiskerfið
og bæta skattkerfið virðast fela í sér sérstaka árás á íslenskt
samfélag, þeir sem mæla fyrir kjarabótum eru „ólæsir á
hagfræðilögmál“ og virðast ekki skilja „hvað fólk hefur það
að meðaltali gott“ og svo eru vangaveltur um að eitthvað
sem viðkomandi finnst „róttækni í orðum“ geti „hæg
lega orðið til þess að krónan veikist enn meira“. Við þetta
bætist svo sú fullyrðingagleði að forystufólkið tali ekki
í umboði sinna félagsmanna þegar farið er fram á meiri
jöfnuð í samfélaginu og aukinn kaupmátt þeirra sem eru
á lægstu launum. Í grautinn er síðan blandað ódýrri sagn
fræði um verðbólgu hér á árum áður, og að hún hafi verið
almennu launafólki að kenna!
Engin tilraun er gerð til að ræða málið efnislega, skilja
hvernig launafólki líður og úr hvaða jarðvegi kröfurnar
eru sprottnar. Allt er þó sagt undir því yfirskyni að nú sé
mikilvægt að tala varlega, gæta hófs, efna ekki til ófriðar og
svo framvegis og framvegis. Sú krafa um hófstillingu virðist
þó bara eiga við um verkalýðshreyfinguna og talsmenn
hennar, en ekki álitsgjafana sjálfa. Fjármálaráðherra taldi
það svo einhverra hluta vegna hjálplegt í umræðu milli
launafólks og atvinnurekenda að setja fram hálfgerðar
hótanir vegna mögulegra skattkerfisbreytinga, sem sýnir
undarlegt stöðumat. Það væri ágætt nýársheit þeirra sem
hvað mest predika hófstillingu og málefnalega umræðu,
að þeir taki það líka til sín og fjalli um hugmyndir verka
lýðshreyfingarinnar og kröfur með sanngjörnum hætti?
Nýársheit um
yfirlætislausa umræðu
Flosi Eiríksson
framkvæmda-
stjóri Starfs-
greinasam-
bandsins
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti
– og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd
verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir.
Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur
núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að
verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabank
ans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árs
helmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast
vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga
verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveik
ingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið
í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum
og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum.
Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins
hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs
skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór
í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki
hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs
viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður.
Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent
mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsfram
leiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að
skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir auk
inni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið
áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla
síðustu ára á því ekkert sammerkt með bólu árunum í
aðdraganda fjármálahrunsins 2008.
Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efna
hagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skulda
skilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða
þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í
lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar
á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður
erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum
mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsfram
leiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum saman
burði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum.
Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari
stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagns
útflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í
hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu
vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði
raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður
þessum árangri.
Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem
blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum
komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju
jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í
greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt
eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin
hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir,
meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú
þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar
sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niður
staða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum
fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við
skulum vona það besta en búast við hinu versta.
Hagfellt ár
Biðin langa
Stuðningsmenn Liverpool í
enska boltanum eygja von um
langþráðan titil í vor eftir langa
eyðimerkurgöngu. Þrátt fyrir
að fyrsta tapið í deildinni hafi
komið í gær er liðið efst. Það
hugsa eflaust margir til þess
með hryllingi verði það raunin.
Óþolandi þykjum við Liverpool-
menn fyrir og ljóst að metfjöldi
starfsmanna myndi tilkynna um
óvænt veikindi til að þurfa ekki
að takast á við veruleika þar sem
Liverpool er meistari.
Von um þjóðarsátt?
Það stefnir í vægast sagt anna-
sama tíma hjá ríkissáttasemjara
næstu mánuðina. Nú þegar hafa
Efling, VLFA og VR vísað deilu
sinni við SA í sáttaferli og fleiri
félög innan SGS íhuga að gera
slíkt hið sama. Þá losna fjölmarg-
ir samningar opinberra stéttar-
félaga í mars. Miðað við orðræðu
forystumanna verkalýðshreyf-
ingarinnar og atvinnurekenda
virðist kraftaverk þurfa til að
samningar verði undirritaðir á
næstunni. Jafnvel þótt stjórnvöld
vinni að ákveðnum hlutum til
að liðka fyrir samningum virðist
ekki ríkja mikil bjartsýni um að
það dugi til. Þó má rifja upp að
þjóðarsáttarsamningarnir voru
undirritaðir í febrúar 1990 en
með þeim náðist sögulegt sam-
komulag aðila vinnumarkaðar og
stjórnvalda. Nokkrum mánuðum
síðar varð Liverpool enskur
meistari. Hvorugt hefur gerst
síðan. sighvatur@frettabladid.is
4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
F
-B
8
2
4
2
1
E
F
-B
6
E
8
2
1
E
F
-B
5
A
C
2
1
E
F
-B
4
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K