Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@ frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri Freyr Jóns- son, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Arnmundur segir talsverðan aðdraganda hafa verið að því að hann gerðist vegan. „Ég kynntist þessu fyrst hjá bekkjarsystur minni í leik- listarskólanum, Salóme Rannveigu Gunnarsdóttur. Til að byrja með stríddi ég henni og otaði kjöt- samlokunni minni framan í hana. Svo kemur á daginn að litla systir mín, Unnur Birna Backman, sem þá var ekki nema fjórtán ára, var farin að daðra við þetta og þá fóru að renna á mig tvær grímur. Ég kynntist kærustu minni og barns- móður, Ellen Margréti Bæhrenz, haustið 2013. Hún var þá græn- metisæta og talaði mikið um að hana langaði til að fara alla leið og gerast vegan. Áramótin 2015-2016 höfðu fyrrnefndar konur haft þau áhrif á mig að ég ákvað að prófa að gerast grænmetisæta en áttaði mig fljótlega á því að ég þyrfti litlu að breyta til að fara alla leið, enda var ég þegar búinn að taka út mjólkur- vörur þar sem þær fóru illa í mig. Það eina sem ég átti eftir að taka út var viðbætt mjólkurprótein og það var lítið mál.“ Aðspurður segir Arnmundur að fyrsta vikan hafi verið erfið. „Ég líki þessu svo- lítið við að hætta að borða sykur eða jafnvel að hætta að reykja og drekka, sem ég þekki af eigin raun. Fyrsta vikan var erfið en fljótlega leið mér miklu betur.“ Armundur segir að breytingin hafi eftir það ekki reynst sér erfið. „Mér fannst ég ekki þurfa að finna upp hjólið enda búum við við þann munað hér á Íslandi að hér er allt til alls. Úrvalið af grænmeti og vegan- réttum er mikið og hefur aukist margfalt síðan ég byrjaði. Það voru helst skyndibitastaðirnir sem ég þurfti að endurskoða.“ Siðferðissjónarmiðin vega þyngst Arnmundur segist ekki eiga von á því að snúa til baka. „Ég held að fæstir sem fara alla leið í þessu geri það.“ En hver er helsti hvatinn? „Hjá flestum er hann þríþættur og snýst um umhverfissjónarmið, heilsufarssjónarmið og siðferðis- sjónarmið. Í mínu tilfelli voru það upphaflega heilsufarsástæður sem knúðu mig áfram en ég hafði hlustað á lækni færa mjög góð rök fyrir því að marga af helstu heilsu- kvillum Vesturlandabúa mætti að einhverju leyti rekja til neyslu á dýraafurðum og þá einna helst á unninni kjötvöru, ostum og ann- arri mjólkurvöru. Hvað umhverfis- sjónarmiðin snertir er margbúið að sýna fram á það að menn stórminnka kolefnisspor sitt með því að stíga þetta skref. Siðferðis- þátturinn vegur svo kannski einna þyngst og hann heldur manni við efnið,“ segir Arnmundur og heldur áfram: „Áður en ég gerðist vegan var ég ekki haldinn neinu sérstöku samviskubiti yfir meðferð á dýrum en ég held að við flest og þar með talið ég séum haldin ákveðnu sið- rofi sem tekur á sig margs konar myndir. Sem dæmi vitum við að margir vinsælir fata- og farsíma- Arnmundur og Ellen Margrét Bæhrenz ásamt syninum Hrafni Jóhanni Bæhrenz Backman. Vera Einarsdóttir vera@frettabladid.is framleiðendur framleiða vörur sínar við ófullnægjandi aðstæður þar sem illa er farið með starfsfólk en kaupum þær engu að síður. Það sama á við um ýmislegt sem við látum ofan í okkur.“ Arnmundur hefur þó mikla trú á sinni og komandi kynslóðum. „Mér finnst augu margra vera að opnast. Við erum að átta okkur á því að það er verið að færa ábyrgðina yfir á okkur neytendur þó svo að hún ætti að liggja hjá fyrirtækjum sem eru miklu betur í stakk búin til að ráða bót á þessum málum. Þau taka hins vegar mörg hver ekki ábyrgð og þá verða neytendur að grípa til sinna ráða.“ Boltinn farinn að rúlla En eru margir leikarar vegan? spyr blaðamaður nokkuð viss um að svo sé enda hefur róttækni og rík sam- félagsvitund lengi loðað við stétt- ina. „Nei. Ég var eini veganinn í Þjóðleikhúsinu fyrir ekki svo löngu og var gaman að ræða þessi mál við skoðanaheita kollega. Mér var þó sýnt mikið umburðarlyndi og get ekki sagt að það hafi verið nein þrekraun að vera eini veganinn í leikhúsinu,“ segir Arnmundur og hlær. Hann segir marga erlenda leikara þó vera að stíga þetta skref og nefnir Chris Hemsworth og Benedict Cumberbatch sem dæmi. „Ég held að boltinn sé farinn að rúlla og að fleiri muni bætast við áður en langt um líður,“ segir Arn- mundur sem mun segja nánar frá því af hverju hann gerðist vegan á Trúnó sem Landvernd heldur í Stúdentakjallaranum í samstarfi við Veganúar og Samtök grænkera á Íslandi 10. janúar næstkomandi. Sonurinn vegan Arnmundur og Ellen eiga soninn Hrafn Jóhann Bæhrenz Backman. Hann er 19 mánaða og vegan eins og foreldrarnir. „Aumingja dreng- urinn. Fær ekki að hafa neitt um mataræðið að segja og þarf svo að burðast með tvö ættarnöfn,“ segir Arnmundur og hlær. Hann segir hvort tveggja þó ganga ljómandi vel. „Hann fékk inni á ungbarna- leikskólanum Lundi þegar hann var eins árs og þar er tekið fullt tillit. Hann situr á vandræða- gemsaborðinu, ásamt börnum með óþol og aðrar sérþarfir, en er hinn ánægðasti og dafnar vel. Við gætum heldur ekki verið ánægðari með leikskólann almennt en eins og foreldrar þekkja er ekkert betra en að vita að barninu manns líði vel.“ Arnmundur lék í Borgarleik- húsinu í fyrra en þurfti frá að hverfa þegar honum bauðst hlutverk í sjónvarpsþáttunum Ófærð sem nú eru sýndir á RÚV, enda fóru æfinga- tímar í leikhúsinu og tökur ekki saman. Þá var hann að ljúka tökum á kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason. „Þar tók ég þátt í einni skemmtilegustu senu sem ég hef leikið í og hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Arnmundur lék sömuleiðis í gamanþáttaseríunni Venjulegt fólk sem var sýnd í Sjón- varpi Símans fyrr í vetur við góðar undirtektir. „Þar er karakterinn sem ég leik skrifaður eftir mér. Hann er edrú og vegan og fengu höfundarnir fullt leyfi til að gera eins mikið grín að honum og þeir vildu.“ Undir jákvæðum áhrifum kvenna Arnmundur setti tappann í flöskuna um það leyti sem hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum árið 2013. „Ég var bara að fara mér að voða og þá er stundum nauðsynlegt að segja stopp. Sama ár kynntist hann Ellen sem þá starfaði sem dansari í Borgarleik- húsinu. Hún leggur nú stund á leik- listarnám við LHÍ. „Það er gott að geta stutt hana á þeirri vegferð en að eiga maka í leiklistarnámi gerir þig að hálfgerðum aðstandanda. Þá er gott að hafa gengið í gegnum það sama.“ Arnmundur segist afar heppinn í ástum og að þau Ellen eigi mjög gott skap saman. „Ég hef almennt verið mjög heppinn með konurnar í lífi mínu og án þess að gera lítið úr uppeldishlutverki föður míns eru það án efa móðir mín, Edda Heiðrún Backman, litla systir og Ellen sem hafa haft hvað mest áhrif á mig.“ Arnmundi eru kvenlæg gildi almennt hug- leikin. „Mér finnst svo gott að það sé verið að opna umræðuna um mikilvægi þeirra og er það að mínu mati annað dæmi um jákvæða breytingu sem er að eiga sér stað með minni kynslóð. Ég held að við karlmenn höfum mjög gott af því að tileinka okkur ýmis kvenlæg gildi og þurfum meðal annars að vera óhræddir við að ræða tilfinn- ingar okkar eins og vinur minn Aron Mola hefur opnað á. Með því held ég að við getum til dæmis spornað við ofneyslu vímuefna og sjálfsvígum sem eru allt of algeng á meðal ungra manna.“ En hvað er fram undan? „Í lok mánaðar fer ég að æfa nýtt verk eftir Jón Gnarr sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu með vorinu. Það heitir Súper – þar sem kjöt snýst um fólk, og því verður leikstýrt af Benedikt Erlingssyni. Það er skipað einvala leikaraliði sem ég get ekki beðið eftir að vinna með.“ Annað er að mestu óráðið en Arnmundur á síður von á verkefnaskorti. „Það fylgir því ákveðin áhætta að sleppa hendinni af ársráðningu í leik- húsunum en líka ýmislegt nýtt og spennandi.“ Framhald af forsíðu ➛ Arnmundur stundar Movement Improvement hjá Primal Iceland. „Það er besta hreyfing sem ég hef komist í og ótrúlega gaman að vera loks að nálg- ast það að geta farið í splitt og spígat ásamt því að geta staðið á höndum um þrítugt. Það getur líka komið sér vel í leiklistinni.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R 0 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E F -D A B 4 2 1 E F -D 9 7 8 2 1 E F -D 8 3 C 2 1 E F -D 7 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.