Fréttablaðið - 04.01.2019, Blaðsíða 24
Íþróttavöruverslun
Sundaborg 1 Sími 553 0700
NÆG BÍLASTÆÐI VIÐ VERSLUN Fylgdu okkur á
Opnunartími
11-18
50% afsláttur
4. – 9. janúar
Opið 11-18 alla dagana
ÚTSALA
Á þrettándanum heldur þrettándi jólasveinninn til fjalla og íslensk jól verða
kvödd að sinni. Þá fara álfar, huldu
fólk og ýmsar kynjaverur á stjá við
þrettándabrennur sem trekkja
að og er hátíðlegur endir á jólum.
Suðurnesjamenn hafa lengi staðið
fyrir metnaðarfullri þrettánda gleði
og á sunnudag frá klukkan 15.30
til 17 verður luktarsmiðja í Myllu
bakkaskóla og fólk hvatt til að koma
með eigin glerkrukku að heiman
til að útbúa fallega lukt til að ganga
í blysför, sem hefst klukkan 17, að
hátíðarsvæðinu í fylgd álfakóngs og
drottningar, álfa og púka. Metn
aðarfull tónlistardagskrá verður
undir stjórn Grýlu og jólasveins og
kynjaverur verða á sveimi við þret
tándabrennuna á Ægisgötu.
Jólin verða kvödd víðar með dansi
og söng á sunnudag. Til dæmis á
þrettándagleði sem hefst á Ás völlum
í Hafnarfirði klukkan 17 og lýkur
með glæsilegri flugeldasýn ingu
klukkan 18. Á Selfossi verður einnig
glæsileg þrettándagleði og farin
blysför frá Tryggvaskóla klukkan 20
að brennusvæði á tjaldsvæði Gest
húsa.
Í Reykjavík verða þrjár þrettánda
hátíðir um helgina. Á morgun,
laugardag, í Grafarholti, en þá er
safnast saman við Guðríðarkirkju
klukkan 18.30 og farin blysför að
brennu sem kveikt verður í klukkan
19.15 í Leirdal.
Á sunnudag hefst þrettándahátíð
Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða
við Melaskóla klukkan 18 og þaðan
gengið með kyndla að brennunni á
Ægisíðu en eldur verður borinn að
kestinum klukkan 18.30.
Árleg þrettándagleði Grafarvogs
búa verður haldin við Gufunesbæ
á sunnudag. Kakó og vöfflusala
verður í Hlöðunni frá klukkan 17 og
andlitsmálning í boði fyrir krakka.
Blysför að brennunni hefst laust
fyrir klukkan 18 og eldur borinn
að kestinum klukkan 18. Flugelda
sýningar verða við allar þrettánda
brennurnar í Reykjavík.
Jólin kvödd
á sunnudag
Töfrar eiga sér gjarnan stað við
þrettánda brennurnar. MYND/VALLI
Reykingar hafa dregist saman í Dan-
mörku en sala nikótínlyfja aukist.
Danir eru þekktir reykingamenn. Nú bregður svo við að á síðasta ári var metsala í
níkótínlyfjum þar í landi. Níkótín
fíknin hefur því fengið nýjan farveg
hjá frændum okkar. Samkvæmt
frétt í Politiken hefur aldrei áður
selst jafn mikið af nikótínlyfjum
og árið 2018. Á síðustu fimm árum
hefur sala á níkótíntyggjói og
öðrum hjálpartækjum aukist um
20%. Það er jákvætt að reykingar
séu á undanhaldi en níkótínið er
enn of mikið notað, segir í frétt
inni. Reykingar eru mikið vanda
mál í Danmörku og eru helsta
dánarorsök þjóðarinnar.
Níkótínnautn
Bragðgóðar súpur eru fyrirtaks matur í upphafi nýs árs þegar flestir eru orðnir þreyttir á
þungum mat. Þessi ilmandi súpa
slær í gegn hjá öllum aldurshópum.
Fyrir 4
4 kjúklingabringur eða 1 grillaður
kjúklingur
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
1 rautt chili, smátt saxað
1 msk. ferskt engifer, rifið
3 gulrætur, skornar í strimla
1 epli, skorið í teninga
2 tsk. karrí
9 dl kjúklingasoð (eða 2 kjúklinga-
teningar og vatn)
2 dl kókosmjólk (eða rjómi)
salt og pipar
kóríander, saxað
Hitið smjör í potti og steikið
laukinn þar til glær. Bætið hvítlauk,
chili og engifer saman við og steikið
í 12 mínútur. Bætið þá karríi,
gulrótum og eplum saman við og
steikið í nokkrar mín. á pönnunni.
Næst fer kjúklingasoðið út í. Látið
malla í 1015 mín. Skerið kjúkling
inn í munnbita. Hitið olíu á pönnu
og steikið kjúkling við meðalhita
og saltið og piprið. Bætið kjúklingi
og kókosmjólk í súpuna og hitið
varlega eða þar til kjúklingurinn
er eldaður í gegn. Látið ekki sjóða.
Í lokin setjið þið kóríander saman
við súpuna.
Heimild: www.grgs.is
Indversk súpa með eplum, engifer og karríi
Ilmandi indversk kjúklingasúpa.
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . JA N ÚA R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R
0
4
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
F
-D
A
B
4
2
1
E
F
-D
9
7
8
2
1
E
F
-D
8
3
C
2
1
E
F
-D
7
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
3
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K